Fréttablaðið - 06.10.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 06.10.2015, Síða 26
Í átjánda skiptið í röð ætlar hópur Íslendinga að fara á hina mögnuðu bíladaga Daytona Turkey Run sem haldnir eru í Daytona í Flórída í nóvember á hverju ári. Ávallt fer vænn hópur Íslendinga á þessa hátíð. Stærstur var hópurinn árið 2008 er 145 landar fóru á hátíð- ina, en 75 manns fóru í fyrra. Öll þessi 18 ár hefur Sigurður Óskar Lárusson, starfsmaður Frumherja, farið fyrir hópnum og myndaði hann strax sam- starf við Icelandair. Það hefur tryggt hófstillt verð í þessar ferðir. Mekka fornbílaáhugamanna Nú í ár er um bæði 11 og 15 daga ferð að velja og kostar sú styttri rétt ríflega 200.000 kr. með öllu, hótelgistingu, sam- göngum á milli staða og miðum á hátíðina. Fyrstu árin var boðið uppá 8 daga ferðir, en síðan urðu þær lengri, ekki síst svo að þátttakendur gætu einn- ig nýtt sér lágt verð í Banda- ríkjunum fyrir jólainnkaupin, en komið er heim í byrjun des- ember. Turkey Run er algjör Mekka fornbílaáhugamanna. Í ár er 42. árið sem hún er hald- in og fjöldi sýningarbíla er yfir leitt í kringum 6.000 og og fjöldi gesta um og yfir 100.000 á dag. Sýningin stendur yfir í 4 daga og hefst á þakkargjörðar- daginn. Ekki síður kvennaferð Fyrstu árin var algengt að karl- menn væru í miklum meiri- hluta héðan en það breyttist fljótt, karlmennirnir sáu að þessi ferð var ekki síður fyrir maka þeirra. Í samtali við Sig- urð sagði hann: „Það er ekki erfitt að eyða klukkustundun- um saman á sýningunni hvort sem er að skoða bílana, spjalla við sýnendur og ekki síst að grúska í varahlutabásunum. En það er mikill fjöldi söluað- ila á svæðinu, bæði með nýja og notaða hluti. Algengt er að menn séu búnir að panta sér hluti áður en þeir fara út og kippa þeim upp á sýningunni, en þá er um að ræða sérpantan- ir á nýjum hlutum. Þá er mik- ill fjöldi sem safnast saman við verslunarmiðstöð á plani sem heitir Bel Air Plaza. Þar er verið að sýna sig og sjá aðra og sýna fallegu bílana sína og jafnvel að selja þá. Íslendingarnir vakið mikla athygli Íslendingahópurinn hefur ávallt vakið mikla athygli á Day tona og ætlar ferðamála- ráð þar í bæ að gefa okkar fólki smá „welcome“-gjöf og spenn- andi verður að sjá hver hún verður,“ sagði Sigurður. Þau eru agndofa yfir að við séum að koma í 18. sinn og dvelja á Day tona í allt að viku í senn og lengur í heildina. Ferðin byrj- ar í Orlando og gist á Rosen Inn at Pointe þar í bæ. Það er gífur- legt líf þar í kring, fullt af söfn- um, matsölustöðum, stutt í alla garða, stutt í útsöluverslunar- miðstöð, Florida Mall og enda- lausa afþreyingu. Síðan verð- ur farið til Daytona og dvalið á Holiday Inn sem stendur við A1A strandgötuna. Stærsta út- sala ársins hefst seint að kvöldi þakkargjörðardags og ekki slæmt að huga að jólainnkaup- unum í leiðinni,“ sagði Sigurður að lokum. 40 Íslendingar fara á daytona turkey run Í næsta mánuði Vænn Íslendingahópur hefur farið á hátíðina í 18 ár í röð og stærstur var hann 145 manns. Turkey Run í Daytona í Flórída. Margir velta því vafalaust fyrir sér hvað rak Volkswagen til þess að svindla svo gróflega á meng- unarreglum þeim sem bílasmið- um eru settar í Bandaríkjunum og víðar. Fyrir því hljóta að vera góðar og gildar ástæður þó segja megi að aldrei séu gildar ástæð- ur til að svindla. Þegar þróun dís- ilvéla stóð sem hæst og heimurinn var sem meðtækilegastur fyrir dísilvélar og litla eyðslu þeirra stóð Volkswagen frammi fyrir afar lítilli sölu dísilbíla í Banda- ríkjunum og reyndar almennt fremur dræmri sölu þar. Því þurfti fyrirtækið að bjóða mark- aðnum þar upp á einstök sölurök. Auðvitað hljómaði það vel að afl- miklar dísilvélar þeirra menguðu mjög lítið. Þær eyddu líka mjög litlu og auk þess voru bílar þeirra á mjög hagstæðu verði og verð dísilolíu var lágt. Pottþétt formúla til að selja bíla, bara ef það hefði nú verið satt. Átti að koma dísilbílum á kortið í Bandaríkjunum Volkswagen fullyrti að fyrir- tækinu hefði tekist að fram- leiða dísilvélar sem eyddu 90% af sótmengun þeirra með full- komnum mengunarbúnaði. Haft var eftir yfirmanni vélafram- leiðslu Volkswagen árið 2008 að með þessari nýju tækni væri komin fram vél sem myndi koma sölu dísilbíla verulega á kortið í Bandaríkjunum. Ef mengunar- búnaður þeirra hefði alltaf verið í gangi og ekki slökkt á honum í al- mennum akstri hefði bæði eyðsl- an og mengunin rokið upp og það sem fullyrt hefði verið í auglýs- ingum hefði engan veginn staðist. Ef slokknaði á mengunarbúnaðin- um, rétt eins og svindlhugbúnað- urinn einmitt gerði í venjulegum akstri, jókst mengunin hins vegar og varð allt að 20 sinnum meiri í tilfelli Volkswagen Passat og 35 sinnum meiri í tilfelli Volkswagen Jetta, eins og prófessorar og nem- endur í West Virginia-háskólanum fundu út. Mjög dýr mengunarvarnarbúnaður Vandinn við smíði dísilvéla sem hlíta öllum þeim ströngu meng- unarreglum sem bílasmiðum eru settar er líka sá að mjög dýrt er að útbúa þann búnað sem dugar. Með Euro5-stöðlunum kostar það um 700 evrur í hvern bíl, eða um 100.000 kr. En með Euro6-staðlin- um er kostnaðurinn kominn upp í 1.300 evrur eða tæplega 190.000 kr. Þessi kostnaður er orðinn svo hár að samkeppnin við bensín- bíla er orðin fremur óraunhæf. Þessi vandi með dísilvélar sem nú verður heimsbyggðinni æ ljós- ari mun líklega gera það að verk- um að dísil bílar munu fara nokkuð hallloka í samkeppninni við bens- ínbíla. Fyrirsjáanleg fækkun bíla með dísilvélar Því má búast við því að bílafram- leiðendur fækki þeim bílgerðum mjög sem eru með dísilvélar, en það gerist ekki á einni nóttu. Sala þeirra gæti farið hratt niður ein- göngu vegna þeirrar slæmu um- ræðu sem dísilvélar hafa fengið í kjölfar hneykslis Volkswagen. Hvað fékk volkswagen til að svindla? Miklu afli, lítilli eyðslu og lítilli mengun er torvelt að ná með dísilvélum. Auk þess er mengunarvarnarbúnaður mjög dýr. Í árlegum mælingum Transport & Environment á eyðslumæl- ingum nýrra bíla kom Merc edes Benz verst út allra bílafram- leiðenda hvað varðar mismun á raunverulegri og uppgefinni eyðslu bíla þeirra. Bílar Merc- edes Benz eyða að meðaltali 48% meira eldsneyti en uppgefið er og bílgerðirnar Mercedes Benz A-, C- og E-Class mælast með meira en 50% meiri eyðslu en framleiðandi þeirra gefur upp. Er þetta annað árið í röð sem Mercedes Benz fær þennan vafa- sama titil hjá T&E, en stofnun- in birti sína árlegu skýrslu seint í síðasta mánuði. Aðrir bílafram- leiðendur koma ekki mikið betur út í skýrslunni og bílgerðirnar BMW 5 og Peugeot 308 mældust með rétt undir 50% meiri eyðslu en uppgefin er af framleiðend- um þeirra. Þegar allur bílaiðnað- urinn er skoðaður í dag kemur í ljós að eyðsla bíla er að meðaltali 40% meiri en uppgefin eyðsla þeirra. Þessi tala var aðeins 8% árið 2001 og því hafa vinnubrögð bílaframleiðenda mikið breyst til hins verra á þessum 14 árum. Transport & Environment, sem er með höfuðstöðvar í Brussel í Belgíu, segir að niðurstöður mælinga þeirra hafa ekki fengið þá athygli á undanförnum árum sem ástæða væri til og munurinn á uppgefinni eyðslu nýrra bíla og raunverulegri eyðslu þeirra væri svo sláandi að ekki væri við unað. Því megi segja að svindl Volkswagen nú væri í raun sá toppur á ísjakanum sem stæði upp úr vatnsyfirborðinu, annað væri enn falið. Evrópusambandið að vakna Svo virðist þó sem reglugerða- batteríið í Evrópusambandinu hafi loks vaknað af þyrnirósar- svefni sínum og krefjist nú strangari eða öllu heldur rétt- ari mælinga á evrópskum bílum og að þær verði að minnsta kosti jafn strangar og í Bandaríkjun- um. Hjá Sameinuðu þjóðunum er nú gerð sú krafa að mæling- ar á öllum nýjum bílum heims- ins verði samræmd. Annað sé ekkert vit þar sem bílar flæði um heim allan frá öllum heims- hornum. Í þessari nýlegu skýrslu T&E er áherslan á eyðslu bíla og losun koldíoxíðs (CO2). Hún tekur ekki til mælinga á þeim nituroxíðsamböndum (NOx), eða sóti, sem dísilbílar gefa frá sér og því fráviki sem er frá raun- veruleikanum og uppgefinni losun frá framleiðendum. Kol- díoxíð er talið aðal áhrifavald- ur hnattrænnar hlýnunar en ekki skaðlegt fólki með beinum hætti. Annað á við um nituroxíð- samböndin, en þau eru skaðleg öndunarfærum fólks og krabba- meinsvaldandi að auki. Einblínt á koltvísýring en sótinu gleymt Því hafa mælingar T&E verið gagnrýndar fyrir það að ein- blína um of á koldíoxíðlosun, en kanna ekki þá mengun sem með beinum hætti er lífshættu- leg fólki, nituroxíðmenguninni. Mercedes Benz hefur gagnrýnt T&E fyrir að greina ekki frá því hvernig mælingar þeirra eru ná- kvæmlega framkvæmdar og því sé ekki hægt að taka niðurstöð- ur þeirra alvarlega. Mercedes Benz segist styðja samræmd- ar mælingar óháðs aðila, en þó þannig að aðferðafræði þess aðila verði öllum kunn. Undir það tekur PSA/Peugeot- Citroën, en mælingar á bílum franska framleiðandans komu einna best út í könnun T&E að þessu sinni. BMW hefur einnig tekið undir að rétt sé að samræma mæling- ar allra bíla, þær skuli fram- kvæmdar af óháðum opinberum aðila og í þeim verði aðstæður við mælingar sem líkastar raun- verulegum aðstæðum í akstri. mercedes Benz með óraunHæfustu eyðslutölurnar Bílaframleiðendur taka flestir undir samræmdar mælingar óháðs aðila. Einblínt hefur verið á koltvísýringslosun en mun hættulegri sótmengun dísilbíla hefur gleymst á meðan. Að meðaltali menga bílar 40% meira en bílaframleiðendur gefa upp. Dísilvél frá Volkswagen. BÍlar Fréttablaðið 8 6. október 2015 ÞRIÐJUDAGUR 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 2 -7 6 5 0 1 6 C 2 -7 5 1 4 1 6 C 2 -7 3 D 8 1 6 C 2 -7 2 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.