Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2015, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.10.2015, Qupperneq 30
Taílenski golfleikarinn Thong­ chai Jaidee er fyrsti sigurveg­ ari Porsche European Open móts­ ins sem háð var á einum róm­ aðasta golfvelli Evrópu í Bad Griesbach í Þýskalandi, dagana 24. til 27. september sl. Thongchai hafði forystu við upphaf lokadags mótsins, sem stóð yfir í fjóra daga. Englendingurinn Graeme Storm veitti honum harða keppni, en Taí lendingurinn gerði allt rétt og landaði sigri á fyrsta Porsche European Open golfmótinu sem haldið er, á 17 undir pari vallar­ ins. Aðeins munaði einu höggi á þeim tveim. Svíinn Swede Pelle Edberg varð síðan í þriðja sæti. Yfir 25 þúsund manns fylgdust með þessa keppnisdaga mótsins og notuðu margir tækifærið og reynsluóku Porsche á mótssvæð­ inu. Stjórnendur Porsche lýstu mikilli ánægju með hvernig til tókst með fyrstu meiriháttar inn­ komu fyrirtækisins á vettvang golfíþróttarinnar. „Hér mátti sjá golf leikið eins og það gerist best í heiminum og ljóst að Porsche mun halda áfram að gera sig gild­ andi á þessu leiksviði í framtíð­ inni,“ sagði Bernhard Maier, sölu­ stjóri Porsche AG, meðal ann­ ars, þegar hann afhenti taílenska sigur vegaranum bikarinn eftir­ sótta. „Porsche og golf eiga svo ótalmargt sameiginlegt.“ Fyrsta Porsche Open mótið Ford markaði stór spor í sína sögu með nýjum F­150 pallbíl sem smíðaður er að mestu úr áli. Honum hefur svo verið fylgt á eftir með Super Duty­ og Raptor­ útgáfum bílsins og þá er komið að þeim næsta, Ford Expedition. Ford virðist ætla að byrja álinn­ reiðina í bíla sína í sínum stærstu bílum þar sem með því er hægt að létta þessa áður mjög þungu bíla meira en með minni bílana og spara meira eldsneyti. Lincoln­ fyrirtækið, sem er í eigu Ford, hefur lengi boðið systurbíl Ex­ pedition, Lincoln Navigator, og hann verður sá næsti sem smíð­ aður verður að mestu úr áli. Nýr Expedition erfir sumpart nýtt útlit F­150 pallbílsins, en heldur áfram afar kassalaga útliti sínu. Ford Expedition er einn stór vaxn­ asti jeppi sem hægt er að fá, en hann fær þó heilmikla samkeppni frá álíka stórum Chevrolet Tahoe og Suburban og GMC Yukon, en nú mun hann brátt hafa það fram yfir þá að vera léttbyggður álbíll sem væntanlega mun eyða tals­ vert minna eldsneyti. Næsti Ford Expedition úr áli Þeim hjá bílatímaritinu Green Car Journal var ekki beint skemmt með frétt unum af dísilvélasvindli Volkswagen og hefur tilkynnt að Volks wagen hafi verið svift þeim verðlaunum sem tímaritið hafði veitt þeim fyrir lítið mengandi og eyðslugranna bíla sína. Það voru Volkswagen Jetta TDI árið 2009 og Audi A3 TDI árið 2010 sem fengu þessi verðlaun, en nú hefur Volkswagen verið svipt þeim. Þetta er í fyrsta skipti sem Green Car Journal hefur svipt bílaframleiðanda áður veittum verðlaunum. Ritstjóri þess sagði að þessi svipting ætti samt ekki að varpa rýrð á aðra þá sem framleitt hafa eyðslugranna og lítt mengandi dísilbíla og verið verð launaðir fyrir þá, en það væri bara ekki stætt á því að láta Volkswagen halda þessum titlum í ljósi þess svindls sem bjó að baki. Volkswagen svipt Green Car of the Year verðlaunum Volkswagen Jetta. Ford Expedition. Thongchai Jaidee stoltur með sigurverðlaunin. 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Bílar Fréttablaðið 12 6. október 2015 ÞRIÐJUDAGUR 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 3 -A 3 8 0 1 6 C 3 -A 2 4 4 1 6 C 3 -A 1 0 8 1 6 C 3 -9 F C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.