Fréttablaðið - 13.10.2015, Blaðsíða 8
Havarti er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst
framleiðsla á honum árið 1987. Ostinum var upphaflega
gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havarti varð til
um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu,
Hanne Nielsen. Havarti er mildur, ljúfur og eilítið
smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum
og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með
fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og
eplum.
HAVARTI
FJÖLHÆFUR
www.odalsostar.is
9 .okt kl 20:00 UPPSELT
16.okt kl 20:00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
6 .nóv kl 20:00
„Ég hef ekki hlegid svona mikið síðan
ég skildi vid manninn minn.”
umhverfismál „Menn eru mjög
jákvæðir gagnvart því að fara í þessa
eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson,
umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar
sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils
og njóla með illgresiseyðum í sam
starfi við landeigendur.
Í mars í fyrra samþykkti byggða
ráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali
umhverfisstjóra að gera aðgerðar
áætlun um að stemma stigu við
útbreiðslu fyrrgreindra plantna.
„Gerðar hafa verið tilraunir með að
slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu
Roundup/Clinic. Reynt hefur verið
að slá lúpínu og kerfil til að halda
útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur
kemur ekki í veg fyrir að plönturnar
lifi af en það takmarkar útbreiðslu
þeirra. Að fenginni reynslu verður
eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert
við kerfil og njóla,“ segir í áætlun
umhverfisstjórans sem samþykkt var
á fundi byggðaráðsins síðastliðinn
fimmtudag.
Nota á Roundup á lúpínu og kerf
il en efnin Hebamix eða Harmoni
á njóla. „Reikna má með að verk
efnið taki um fimm ár og eftir það
verði sveitarfélagið kortlagt að nýju
og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“
segir í áætlun Vals.
Verkefnið á að vinna í samvinnu
sveitarfélagsins og landeigenda.
„Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í
þessu átaksverkefni, einungis þann
ig náum við árangri!“ undirstrikar
umhverfisstjórinn í áætluninni.
„Sveitarfélagið leggur til eitur en ætl
ast er til þess að landeigendur beri
ábyrgð á sínu landi. Landeigendur
geti fengið starfsfólk frá sveitarfé
laginu til aðstoðar í samráði við
umhverfisstjóra.“
Hrinda á verkefninu í framkvæmd
á næsta ári með því að kortleggja
svæði, halda íbúafund síðla vetrar og
fara síðan í aðgerðir. Nánar um fram
vinduna á næsta ári segir að við Dal
vík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi,
með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og
í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist
þegar lúpína er í örustum vexti fyrir
miðjan júní.
Á Árskógssandi verður eitrað í
Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og
inni í reitnum. Varðandi njóla verður
eitrað frá Hrafnstöðum í norður að
bæjarmörkum og norðan við Dal
vík meðfram vegi og á túnum. Frá
Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi
og í friðlandi. Unnið verður á njóla
allt í kringum Hauganes og á kerfli
meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur
að Hóli.
Síðan verður farið yfir sömu svæði
á árinu 2017 og nýjum reitum bætt
við allt fram til ársins 2020 þegar
árangurinn verður metinn og ný
aðgerðaráætlun unnin.
Þótt lögð sé áhersla á notkun eitur
efna í áætluninni segir Valur að jafn
framt verði notast við slátt og sauðfé
beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég
hef alls ekki á móti lúpínunni en við
viljum halda ákveðinni ásýnd, eins
og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er
mikill lynggróður og berjaland sem
hún er farin að sækja inn á,“ segir
umhverfisstjórinn og ítrekar að eitur
efnum verði ekki beitt þar sem hætt
sé á að þau berist í grunnvatn.
„Við kannski eyðum lúpínunni
aldrei en það er aðalmálið að halda
henni í skefjum og nota hana þá á
réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“
segir Valur Þór Hilmarsson.
gar@frettabladid.is
Gjöreyðingarlyfi beitt
gegn lúpínu á Dalvík
Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í
framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld
vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár.
Hugsanlega
krabbameinsvaldur
Illgresiseyðirinn Roundup inni-
heldur virka efnið glýfosat.
„Að undanförnu hafa borist
fréttir af því að plöntuverndar-
vörur sem innihalda virka
efnið glýfosat kynnu að valda
krabbameini í mönnum. Þetta
er áhyggjuefni því að notkun á
þessum vörum er almenn, bæði
hjá almenningi og þeim sem
starfa við plöntuvernd í atvinnu-
skyni,“ segir í frétt á vef Um-
hverfisstofnunar frá júní. Menn
spyrji hvort ekki sé rétt að banna
allar plöntuverndarvörur hér á
landi sem innihalda glýfosat. ESB
sé að vinna áhættumat vegna
þessa efnis sem ljúka eigi fyrir
árslok. „Verði það niðurstaða
úr áhættumatinu að glýfosat
geti valdið krabbameini, mun
Framkvæmdastjórn ESB án efa
þrengja verulega heimildir til
markaðssetningar á plöntu-
verndarvörum sem innhalda
þetta virka efni og mun sú niður-
staða einnig gilda hér á landi.“
5 herbergja einbýli á fallegum stað í Keflavík
• 152,6 m2 einbýlishús með bílskúr
• Eign sem hefur verið haldið vel við.
• Verð kr. 29.800.000.-
Melteigur 18
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ég hef alls ekki á
móti lúpínunni en
við viljum halda ákveðinni
ásýnd.
Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri
Dalvíkurbyggðar
„Innan girðingar var jafn mikil lúpína einsog utan hennar en með því að beita
snemmsumars þegar hún er í vexti þá er hægt að halda henni niðri og sauðfé
virðist sólgið í nýgræðinginn,“ lýsir Valur Þór Hilmarsson meðfylgjandi mynd.
Mynd/Valur Þór
1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Þ r i Ð J u D A G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A Ð i Ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
0
-A
6
3
0
1
6
C
0
-A
4
F
4
1
6
C
0
-A
3
B
8
1
6
C
0
-A
2
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
2
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K