Fréttablaðið - 13.10.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.10.2015, Blaðsíða 12
Vandi löggæslunnar í landinu er mun djúpstæðari en kjaradeila lögreglu- manna við ríkið gefur til kynna. Legið hefur fyrir um árabil að fjölga þarf í lög- regluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Nefnd á vegum innanríkisráð- herra komst að þeirri niðurstöðu fyrir rúmlega tveimur árum að hækka þyrfti fjárframlög til lögreglu um 3,5 milljarða. Geta ekki uppfyllt skyldur sínar „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lög- reglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasam- lega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í skriflegu svari til Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir svörum vegna þess að allt frá hruni hefur Vinnuvernd ríkisins endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd þeirra fjöl- mörgu sem starfa hjá hinu opinbera. Tölur yfir vinnuslys opinberra starfs- manna, bæði í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, eru hvað hæstu tölurnar í allri slysatölfræði eftirlitsins og sker lög- reglan sig úr hvað það varðar. Rót þess vanda er mikil og viðvarandi undir- mönnun, er mat Vinnueftirlitsins. Vandamálið löngu ljóst Þegar horft er fáein ár aftur í tímann má finna þess stað á fjölmörgum stöðum að vandi lögreglunnar er viðurkenndur af öllum sem gerst þekkja – stjórnvöldum þar með talið. Í ársskýrslu ársins 2014 segir Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri að á árunum 2007 til 2014 fækkaði lögreglumönnum um tæplega 100, en aukafjárveiting árið 2014 leyfði ráðningar á 44 nýjum lögreglumönn- um. Enn er þó langt í land, segir Har- aldur, og vísar til niðurstöðu nefndar innanríkisráðherra frá mars 2013 sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka, tveimur fulltrúum innanríkisráðu- neytisins, ríkislögreglustjóra, Lands- sambands lögreglumanna og fleiri. Niðurstaða þingnefndarinnar [Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland] var að fjölga þyrfti lögreglu- mönnum um 236 eða um rúmlega 40%. Það eru fleiri lögreglumenn en starfa í heild sinni utan höfuðborgarsvæðisins. Í febrúar var fjöldi lögreglumanna sam- kvæmt upplýsingum ríkislögreglustjóra 640. Að mati ríkislögreglustjóra þurfa lögreglumenn í landinu að vera að lág- marki 860. Milljarða niðurskurður Þá má geta þess að í áætlunum sem lögreglustjórarnir í landinu gerðu fyrir árin 2008 – 2012 sáu þeir fyrir sér að í landinu þyrftu að vera starfandi 804 lög- reglumenn á árinu 2012 en rauntalan var 624 það ár. Þetta fær svo enn frekari stoð í skýrslu sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi í desember 2012, „Staða lögreglunnar“, en í henni er viðurkennt af stjórnvöldum að raunfjárveitingar til lögreglu höfðu dregist saman um 2,8 milljarða króna á árunum 2008 – 2011. Þar er niðurstaðan afdráttarlaus: „Á samráðsfundi ráðuneytisins með ríkislögreglustjóra, 6. október sl. [2012], skýrði ríkislögreglustjóri frá því að hann hefði átt samráðsfundi með lög- regluliðum úti á landi. Á þeim fundum hefði eindregið komið fram að nú um stundir væri lögreglunni ókleift að leysa þau verkefni sem ætlast væri til af henni vegna fjárskorts og manneklu. Ástand- ið í lögreglunni væri óásættanlegt og brýnt væri að fjölga lögreglumönnum og auka fjárveitingar til lögreglunnar. Að mati ríkislögreglustjóra væri það staðreynd að lögreglan getur ekki sinnt þeim verkefnum sem hún þarf að gera lögum samkvæmt.“ Mælirinn löngu fullur Samkvæmt fyrrnefndri ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2014 voru starfandi 299 lögreglumenn á höfuð- borgarsvæðinu, en löggæslusvæðið nær yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnar- fjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnar- nes og Kjós. Árið 1999 setti  Böðvar Bragason, fyrrverandi lögreglustjóri, fram áætlanir um mannaflaþörf fyrir embætti sitt, sem þá náði til Reykjavík- ur, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar, og sagði að lágmarki þurfa 303 lögreglu- menn til að halda uppi þjónustu við borgarana. „Í dag, fjórtán árum síðar, sitjum við í þeirri stöðu að lögreglumenn eru 299 og löggæslusvæðið og þar með íbúafjöldinn, ökutækjafjöldinn o.fl. er margfaldur á við það sem þá var,“ segir Snorri en hann sagði jafnframt í viðtali við Bylgjuna á dögunum: „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru, í kjaramálum, í búnaðar- málum, í mannfjöldamálum og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum. […] Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingarleysi stjórn- valda og virðingarleysi í þeirra garð.“ Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkis- lögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna í framlög. Vandi löggæslunnar í landinu er mun djúpstæðari en kjaradeila lögreglunnar við ríkið gefur til kynna – undirmönnun hefur verið ljós árum saman og úrbótum heitið frá hendi stjórnvalda án efnda. fréttablaðið/pjetur Efling löggæslunnar í stefnuyfirlýsingu Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem undirrituð var 22. maí 2013, segir um innanríkismál: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að efla löggæsluna. Leiðarljós í því átaki verður niðurstaða nefndar um löggæslumál sem skilaði nýlega tillögum um forgangsröðun verkefna á næstu árum.“ Hér er vísað til skýrslu nefndar innanríkisráðherra um gerð lög- gæsluáætlunar um Ísland. Þar segir undir kaflanum Stefna og markmið: l Efling lögreglunnar fari fram á árunum 2013 til 2017. Markmiðið er að bæta getu lögreglunnar til þess að takast á við meginhlutverk sitt sam- kvæmt lögum. l Styrkja innviði lögreglunnar og öryggi lögreglumanna með fjölgun þeirra, aukinni menntun og bættum búnaði svo lögreglan standi undir hlutverki sínu og störf hennar verði auk þess réttlætanleg og lögmæt m.a. varðandi öryggi lögreglumanna og almennings. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna EINSTÖK TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ GERÐU FRÁBÆR KAUP NISSAN PATROL SE Nýskr. 11/09, ekinn 117 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.340.000 TILBOÐSVERÐ! 3.590 þús. HYUNDAI i20 CLASSIC Nýskr. 11/11, ekinn 51 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 1.690.000 TILBOÐ kr. 1.460 þús. SUZUKI GRAND VITARA Nýskr. 06/12, ekinn 43 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 3.690.000 TILBOÐ kr. 3.290 þús. HYUNDAI i40 COMFORT Nýskr. 07/13, ekinn 35 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.290.000 TILBOÐ kr. 3.790 þús. TOYOTA AURIS TERRA Nýskr. 06/10, ekinn 67 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 2.090.000 TILBOÐ kr. 1.790 þús. SKODA SUPERB AMBITION Nýskr. 04/13, ekinn 114 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.780.000 TILBOÐ kr. 2.790 þús. HONDA ACCORD ELEGANCE Nýskr. 07/13, ekinn 37 þús km. dísil, beinskiptur. Verð áður kr. 3.790.000 TILBOÐ kr. 3.290 þús. Rnr. 142791 Rnr. 142573 Rnr. 142745 Rnr. 120694 Rnr. 340029 Rnr. 282555 Rnr. 282432 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r12 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 B F -8 C C 0 1 6 B F -8 B 8 4 1 6 B F -8 A 4 8 1 6 B F -8 9 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.