Fréttablaðið - 13.10.2015, Blaðsíða 6
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
7
65
38
1
0/
15
www.lyfja.is
Lægra
verð í
Lyfju
Panodil-dagar í október
20%
afsláttur
af Panodil lausasölulyfjum
- Lifi› heil
Indverski listamaðurinn Sanatan Dinda vann í gær að því að leggja lokahönd á líkneski guðsins Durga áður en hátíðin Durga Puja hefst. Á
hátíðinni fagna hindúar sigri hins góða á hinu illa. Hátíðin hefst þann 18. október og stendur til 25. október. Fréttablaðið/EPa
Fagna sigri hins góða
Dómsmál Sandra Sif Rúnarsdóttir
og fjölskylda fóru í mál við Háskóla-
velli vegna stúdentaíbúðar sem
þau leigðu á Ásbrú veturinn 2011
til 2012. Sandra Sif og ungur sonur
hennar urðu alvarlega veik vegna
myglusvepps en hún var heima í
fæðingarorlofi á tímabilinu. Gerð
var krafa um að fá leiguna endur-
greidda sem og bætur fyrir innbú
fjölskyldunnar sem hefur verið í
geymslu frá því þau fluttu úr íbúð-
inni.
Héraðsdómur dæmdi að fjöl-
skyldan skyldi fá húsaleiguna end-
urgreidda enda þyki það sannað að
leigusali hafi vitað af rakaskemmd-
um í íbúðinni áður en fjölskyldan
flutti inn. Gunnar Ingi Jóhannsson,
lögmaður fjölskyldunnar, segir
málið fordæmisgefandi.
„Þetta er heilmikið fordæmi með
tilliti til ábyrgðar leigusala. Ef hús-
næði er leigt svona í upphafi leigu-
samnings getur leigjandi labbað út
án leigugreiðslna.“
Fjölskyldan fær aftur á móti ekki
bætta búslóð sína heldur eingöngu
greidd þrif á henni. Dómskvaddir
matsme nn s ö gð u
nokkuð líklegt að
hægt væri að þrífa
búslóðina og fór dómurinn eftir
þeim orðum. Sandra Sif segir niður-
stöðuna ákveðinn sigur en varðandi
búslóðina sé leigufélagið látið
njóta vafans, en ekki heilsa sonar
hennar. Hún mun skoða áfrýjun.
„Það hefur sannað sig að sumir
einstaklingar verða svo veikir í
myglunni að þeir geta aldrei verið
í rými eða í kringum húsgögn sem
hafa vott af myglugró í sér. Sonur
minn dettur út um leið og hann fer
í þannig umhverfi og verður mjög
lasinn. Hann er í raun mannlegur
myglumælir og ég mun ekki prófa
hvort hann þoli að vera í kringum
búslóðina aftur. Sonur minn er ekki
tilraunadýr.“ erlabjorg@frettabladid.is
Sigur fyrir íbúa í mygluðum húsum
Dómur féll í héraðsdómi í gær þar sem Háskólavöllum var dæmt að endurgreiða átta mánaða leigu vegna myglusvepps í íbúð. Þurfa
einnig að greiða þrif á búslóð. Þetta er fyrsta myglusveppamálið sem vinnst fyrir dómstólum og er því talið gefa mikilvægt fordæmi.
Hann er í raun
mannlegur myglu-
mælir og ég mun ekki prófa
hvort hann þoli að vera í
kringum búslóðina aftur.
Sonur minn er
ekki tilrauna-
dýr.
Sandra Sif
Rúnarsdóttir,
fyrrverandi leigjandi
á Ásbrú
Gunnar Ingi
Jóhannsson,
lögmaður
Áfellisdómur um
byggingareftirlitið
„Ef þessu verður ekki hnekkt í
Hæstarétti er þetta svaðalega
fordæmisgefandi dómur. Bæði af-
gerandi og mikilvægur,“ segir Hólm-
steinn Brekkan, framkvæmdastjóri
Leigjendasamtakanna.
„Þetta er áfellisdómur um allt
byggingareftirlit á Íslandi, alla bygg-
ingarfulltrúa og opinbert eftirlit
með húsakosti.“
Hólmsteinn vonar að dómurinn
veki leigjendur til vitundar og hristi
upp í kærunefnd húsamála.
Kjaramál Dansarar í Íslenska dans-
flokknum munu hækka í launum fari
þeir í verkfall á fimmtudag og föstudag
líkt og aðrir félagsmenn í SFR. „Þetta
er eiginlega grátbroslegt,“ segir Ásgeir
Helgi Magnússon, listdansari hjá
Íslenska dansflokknum.
Ásgeir segist fá 1.772 krónur á
tímann í dagvinnulaun. Yfir átta tíma
vinnudag fær hann því ríflega fjórtán
þúsund krónur á dag eða 288 þúsund
krónur á mánuði. Úr verkfallssjóði
SFR fær Ásgeir hins vegar sextán þús-
und krónur á dag.
Hann segist telja að hið sama eigi við
um aðra félagsmenn innan SFR sem fái
undir 300 þúsund krónur í mánaðar-
laun, þeir hækki í launum í verkfalli.
Kjaraviðræðurnar þokast hægt.
Dansarar hjá dansflokknum fara í
verkfall á fimmtudag og föstudag og
svo aftur mánudag og þriðjudag verði
ekki samið fyrir þann tíma. Dansarar
fara hins vegar ekki í varanlegt verk-
fall. „Þannig að launahækkunin mín
verður bara í nokkra daga, allavega til
að byrja með,“ segir hann kíminn.
Ásgeir segir dansara fara fram á
sömu laun og leikarar sem þeir starfi
með í Borgarleikhúsinu. – ih
Fá hærri laun
í verkfalli en í
vinnunni
Þannig að launa-
hækkunin mín
verður bara í nokkra
daga, allavega til
að byrja með.
Ásgeir Helgi
Magnússon,
listdansari
1 3 . o K t ó b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð j U D a G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
0
-C
8
C
0
1
6
C
0
-C
7
8
4
1
6
C
0
-C
6
4
8
1
6
C
0
-C
5
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K