Fréttablaðið - 13.10.2015, Blaðsíða 2
Kanarí
21.október í 24 nætur
Verð frá 169.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
Á mann m.v. tvo í íbúð á Las Camelias
Verð án Vildarpunkta 179.900 kr.
Flogið út um Tenerife.
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair
Samfélag Í móttökustöð fyrir hæl-
isleitendur í Bæjarhrauni í Hafnar-
firði gista fjölskyldur í rými sem
var annars hugsað sem sameiginleg
stofa þar sem börn gætu leikið sér.
Það er vegna fjölda hælisleitenda
á landinu sem rýmið er nýtt sem
íbúð að sögn Skúla Á. Sigurðs-
sonar, verkefnisstjóra hælissviðs
hjá Útlendingastofnun.
„Útlendingastofnun sinnir fyrst
og fremst grunnþörfum hælis-
leitenda, þ.e. húsnæði, mat, hvers
konar heilbrigðisþjónustu, o.s.frv.
Rauði krossinn hefur tekið við þar
sem því sleppir, til dæmis með leik-
fanga- og fatagjöfum, félagsstarfi,
viðburðum og ýmsum stuðningi.
Í húsnæðinu er gert ráð fyrir sam-
eiginlegri stofu fyrir íbúa þar sem
börn geta leikið sér en vegna fjölda
hælisleitenda á landinu er það
rými eins og er nýtt til íbúðar. Ekk-
ert sjónvarp er í húsnæðinu eins og
sakir standa.“
Fjölskyldur, barnafólk og ein-
stæðar konur eru á einni hæð í
Hafnarfirðinum og einhleypir
karlar á annarri. Ekki er gengt
milli hæðanna. Á gangi fyrir karla
er sjónvarp og sameiginlegt rými,
en ekki á fjölskyldugangi. „Mót-
tökuteymi Útlendingastofnunar
hefur óskað eftir því við Rauða
krossinn að útveguð verði leik-
föng fyrir börnin sem búa á vegum
stofnunarinnar í Hafnarfirði,“ segir
Skúli um aðstæður í húsinu.
Hann segir mannþröngina í Bæj-
arhrauni vera vegna aukins fjölda
hælisumsókna sem hafa borist frá
því í sumar. Í ágúst og september
sóttu 110 manns um hæli í þessum
tveimur mánuðum. Það sem af er
árinu hafa 218 manns sótt um hæli
og búist er við allt að 350 hælisleit-
endum á árinu.
Aðstæður í móttökustöðinni
eru annars ágætar, að sögn hælis-
leitanda sem gistir þar núna.
Sólahringsvakt frá Securitas er á
staðnum og þá er einn starfsmaður
Útlendingastofnunar með viðveru
í húsnæðinu. Þar er jafnframt við-
talsherbergi sem Útlendingastofn-
un notar fyrir vikulega viðtalstíma.
Þráðlaust net er komið upp í
húsinu sem íbúarnir eru þakklátir
fyrir, það auðveldar þeim að leita
sér upplýsinga og vinna að umsókn
um alþjóðlega vernd á Íslandi.
kristjanabjorg@frettabladid.is
Hælisleitendur þurfa
að gista í leikrýminu
Vegna mikils fjölda hælisleitenda á landinu þurfa þeir að gista í stofu móttöku-
stöðvarinnar í Hafnarfirði sem annars er ætluð sem leikrými fyrir börn. Óskað
hefur verið eftir því að Rauði krossinn útvegi börnum í húsinu leikföng.
Móttökustöðin er lokað úrræði, til verndar þeim sem sækja um alþjóðlega vernd á
Íslandi. Þar búa nú svo margir að leiksvæði barna í húsinu er nýtt sem íbúð.
Fréttablaðið/anton
Í húsnæðinu er
gert ráð fyrir sam-
eiginlegri stofu fyrir íbúa þar
sem börn geta leikið sér en
vegna fjölda hælisleitenda á
landinu er það rými eins og
er nýtt til íbúðar.
Skúli Á Sigurðsson, verkefnastjóri hælis-
sviðs hjá Útlendingastofnun
Veður
Í dag snýst í suðvestan 5 til 10 metra
á sekúndu. Það verða skúrir vestan til á
landinu og ekki er útilokað að það verði
haglél með í sumum þeirra. Austanlands
er búist við rigningu fyrripartinn, en léttir
til síðdegis. Sjá SÍðu 22
Sjúkraliðar fjölmenntu á baráttufund í húsakynnum félagsins við Grensásveg í gær. Að öllu óbreyttu munu 1.100 sjúkraliðar leggja niður störf á
miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Stétt sjúkraliða er mikil kvennastétt en eins og sést á myndinni mættu einungis örfáir karlmenn á fundinn.
Fréttablaðið/Pjetur
Sjúkraliðar í verkfallshug
BandarÍkin Tulsi Gabbard, vara-
formaður Landssambands demó-
krataflokka Bandaríkjanna og
fulltrúadeildarþingmaður, er ekki
lengur velkomin á kappræður for-
setaframbjóðendaefna flokksins
sem fara fram í Nevada í kvöld.
Flokkurinn dró boðskort hennar
til baka í gær eftir að hún kallaði
eftir fleiri kappræðum frambjóð-
enda. Tveir frambjóðenda flokksins,
Bernie Sanders og Martin O'Malley,
hafa gagnrýnt hve fáar kappræður
verða haldnar milli frambjóðenda,
sex talsins, og benda á að átta árum
fyrr, síðast þegar halda þurfti for-
kosningar, hafi þær verið 26.
Hillary Clinton mælist í aðdrag-
anda kappræðnanna með mest fylgi
á landsvísu, 42 prósent, en Sanders
mælist næsthæstur með 25 prósent.
Þó leiðir Sanders í þeim tveimur
fylkjum sem fyrst kjósa, Iowa og
New Hampshire. – þea
Óvelkomin á
kappræður
SamfélagSmál „Ég held að ég sé
fyrsti forstöðumaður trúfélags sem
fór að tala fyrir því að Siðmennt
fengi stöðu á við önnur trúfélög og
Fríkirkjan hefur alltaf verið þeim
opin,“ segir Hjörtur Magni Jóhanns-
son, forstöðumaður Fríkirkjunnar í
Reykjavík. Í næstu viku verði meðal
annars útför í Fríkirkjunni á vegum
Siðmenntar.
Fréttablaðið greindi frá því í
síðustu viku að Fossvogskirkja yrði
lokuð til nóvemberloka vegna við-
halds. Fossvogskirkja hefur verið sú
kirkja innan Kirkjugarða prófasts-
dæma Reykjavíkur sem hefur verið
nýtt undir athafnir annarra safnaða
en kristinna. Samþykkt kirkjuþings
um innri málefni þjóðkirkjunnar
tekur fyrir það að veraldlegar
athafnir séu haldnar í rými Þjóð-
kirkjunnar.
„Ég hef fengið heilmikla gagnrýni
frá þjóðkirkjuprestum fyrir að hafa
leyft slíkar athafnir og fyrir að taka
þátt í þeim sjálfur hér í Fríkirkj-
unni,“ segir Hjörtur Magni.
„Ég er sannfærður um að þjóð-
kirkjubyggingarnar um allt land
eigi að vera öllum opnar því þær
eru jú í eigu safnaðanna en þeir fá
fjármagn frá ríkinu og þjóðkirkjan
er ríkisrekin stofnun. Hún á að vera
opin öllum Íslendingum.“ – srs
Fríkirkjan
opin öllum
Ég hef fengið heil-
mikla gagnrýni frá
þjóðkirkjuprestum fyrir
að hafa leyft slíkar athafnir
og fyrir að taka þátt í þeim
sjálfur hér í Fríkirkjunni.
Hjörtur Magni
Jóhannsson
1 3 . o k t ó B e r 2 0 1 5 Þ r i ð j u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
B
F
-B
4
4
0
1
6
B
F
-B
3
0
4
1
6
B
F
-B
1
C
8
1
6
B
F
-B
0
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K