Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 5
skeiðið „meðvitund“ sem er átta vikna námskeið í sjálfsvinnu og fer bæði fram í Gerðubergi en ein- nig sem fjarnámskeið í gegnum tölvu eða póst. Þannig geta allir nýtt sér námskeiðið hvar og hvenær sem er.“ Læra að viðhalda jafnvægi „Með sjálfsvinnunni fær ein- staklingurinn nýja sýn á sjálfan sig sem gerir honum kleift að breyta viðhorfum sínum og þar með opnast fyrir nýjan heim sem er fullur varanlegs kærleika og friðar. Með öðrum orðum ham- ingja. Það er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að við lifum í efnisheimi en að andlegi heimurinn er jafn mikilvægur. Það tók mig langan tíma að skilja þetta og nýta mér það. Átta mig á að við þurfum á báðum heimun- um að halda til að vera í jafnvægi. Sumir vilja útiloka efnisheiminn og lifa bara í þeim andlega en þá er lítið gagn af viðkomandi þar sem hann í raun neitar efnisheim- inum sem við erum bundin við. Sá sem hins vegar kýs eingöngu efnisheiminn er í raun að útiloka varanlegan kærleika og þá ham- ingju sem „allir eru að leita að“. Þess vegna er nauðsynlegt að vera opin fyrir að taka það sem hentar úr báðum þessum heim- um og njóta þess, til þess eru þeir.“ Óeigingjarnt starf Hvernig hefur gengið að koma þessu starfi á fót? „Þetta er búið að kosta mikla vinnu, margar bænir og hugleiðslustundir. Ein- nig fylgir mikið sjálfboðastarf því að koma samtökum sem þessum á fót. Það hefur tekið sinn tíma að móta dagskrá og stefnu samtak- anna sem munu starfa sjálfstætt og hafa hagsmuni allra að leiðar- ljósi. Mig skiptir miklu máli að ná til fólks sem er ekki í aðstöðu til að kaupa sér dýra þjónustu og þeirra sem eru fastir og koma sér ekki af stað í sjálfsvinnu, en þurfa á því að halda. Þá á ég ekki síst við þá sem eru einmana eða loka sig af vegna þunglyndis eða eru lokaðir inni t.d. í fangelsum. Því eru næg verkefni framundan og samtökin óska eftir fólki sem vill og getur lagt þeim lið með sjálf- boðavinnu sem félagsaðilar og styrkjum frá einstaklingum, hóp- um og fyrirtækjum.“ segir Sigur- laug G. Ingólfsdóttir. Hægt er að nálgast samtökin í síma 821-6174 og í gegnum netfangið kls@ccw.is. Einnig er hægt er að lesa sér til á heimasíðunni ccw.is. MARS 2006 5Breiðholtsblaðið Sigurlaug segir að gerða séu miklar kröfur til barna. Hér má sjá börn og foreldra á hátíðisdegi. Vegna manneklu á sambýlum fatlaðra og annarra stofnana sem þjóna fötluðum hefur ver- ið leitað eftir aðstoð hjá eldri borgurum til þess að fatlaðir geti komist á hestbak. Nauð- synlegt er teyma undir þeim eða ganga við hlið hestsins hin- um fatlaða hestamanni til trausts og styðja við hann vegna hugsanlegs jafnvægis- leysis. Þetta mál var kynnt fyrir eldra fólki sem nýtir sér félags- starf eldri borgara í Gerðubergi þar sem m.a. var lagt fram kynningarbréf þar sem er lýst hvernig þetta fer fram og ár- angur og áhrif þess að sitja á hesti sem er teymdur. Spurt var um hvort einhverjir gætu og treystu sér að teyma undir þessum skjólstæðingum í eina til tvær klukkustundir. Í framhaldi af þessari kynn- ingu kom einn eldri borgari og bauð fram sína starfskrafta og varð tilboð hans til þess að einstaklingar frá tveimur sam- býlum komust í þjálfun. Þessi einstaklingur heitir Kristján Jónsson og kemur alla leið úr Skerjafirði til að sinna þessu verkefni. Sigurður Már Helga- son, verkefnisstjóri hjá ITR seg- ir að þegar hann hafi farið að ræða við Kristján um hvort hann vildi komast á hestbak, þá hafi það ekki verið markmið hans með þessu starfi, heldur eins og hann hafi komist að orði þá hafi hann verið komin með hlutverk. „Þetta fannst mér vera skemmtilega tekið til orða,“ sagði Sigurður Már Helgason og bætti því við að eldri borgarar byggju yfir mikilli reynslu og þekking sem ekki mætti glatast eða fara for- görðum. Að teyma undir fötluðum

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.