Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 2

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 2
MAÍ 20062 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími: 551 1519 • 893 5904 Netfang: thord@itn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 5. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift frítt í hvert hús í Breiðholtinu. Einstaklingsmiðuð jafnaðarmennska S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R Ánægja með þjónustu borgarinnar Í nýrri þjónustukönnun sem Gallup hefur unnið fyrir Reykja- víkurborg kemur fram að mikill meirihluti viðskiptavina þjónustu- miðstöðva borgarinnar eru ánægðir með þjónustu miðstöðv- anna. Könnunin náði til sjö þjón- ustuaðila í 16 starfstöðvum og töldu um 85% aðspurðra sig mjög ánægða. Um 92% foreldra barna á leik- skólum töldu þjónustu leikskól- ans góða eða frekar góða og um 95% foreldra töldu að barni eða börnum þeirra liði vel í leikskól- anum. Um 87% foreldra töldu þjónustu frístundaheimilanna góða og sérstaka athygli vakti að foreldrar barna með annað móð- urmál en íslensku töldu þjónust- una yfirleitt mjög góða. Þegar spurt var um heimsendan mat og viðmót starfsfólks komu sam- bærilegar tölur í ljós. Um 92% töldu matinn góðann og 95% hældu viðmóti starfsfólks. Þá má geta þess að vaxandi ánægja er með þjónustu símavers Reykja- víkurborgar en hlutfall þeirra sem töldu hana góða hækkaði úr 62% í 73% á milli kannanna. 600 milljónir fyrir byggingarétt Þýska verslanakeðjan Bauhaus mun greiða 600 milljónir króna fyrir byggingarétt í landi Úlfars- fell. Lóð Bauhaus verður í svo- nefndum Höllum við rætur Úlfars- fells vestan Vesturlandsvegar. Verðið sem greitt verður fyrir byggingaréttinn nemur um 30.800 krónum á hvern fermetra en gert er ráð fyrir allt að 20 þúsund fer- metra byggingu á lóðinni. Byggt yfir 1400 hross á Hólmsheiði Hestamannafélagið Fákur hefur fengið úthlutað lóðum fyrir hest- hús og aðstöðu til hrossaíþrótta í Almannadal á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir að byggja megi yfir allt að 1400 hross á hinu nýja hesthúsasvæði en auk þess verð- ur gert ráð fyrir reiðskemmu, fé- lagsheimili, gæðingavelli með áhorfendasvæði, skeiðbraut og tamningagerði á skipulagi svæðis- ins. Þá er einnig gert ráð fyrir sér- stöku beitarhólfi á Hólmsheiði í tengslum við hesthúsabyggðina. Fimm milljarða afgangur Rekstur borgarsjóðs og fyrir- tækja Reykjavíkurborgar skilaði 5.140 milljóna króna afgangi árið 2005 en ætlanir höfðu gert ráð fyrir 417 milljóna króna rekstrar- halla. Skýra má þessa breytingu annarsvegar með gengishagnaði en lægri rekstrarkostnaður en gert var ráð fyrir á einnig þátt í betri afkomu. Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkurborgar lækkuðu um 1.484 milljónir króna á síðasta ári. Á sama tíma jukust eignir borgar- innar um 2,8 milljarða. Þetta kem- ur fram í ársreikningi Reykjavík- urborgar, sem nýverið var til um- ræðu í borgarstjórn. Samkvæmt ársreikningnum var rekstur mála- flokka borgarinnar 1,2 milljörðum króna undir ráðstöfunarheimild- um en hækkun lífeyrisskuldbind- ingar var 1,3 milljarði umfram áætlun. Heildarskuldir lækkuðu um 605 milljónir króna úr 6,6 milljörðum króna í 5,1 milljarð. Afkoma borgarsjóðs varð 651 milljón króna betri á árinu 2005, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Skuldbindingarnar bókfærast á það ár sem til þeirra er stofnað þó þær séu greiddar á löngu ára- bili. Rekstur málaflokka var hins- vegar 1.163 milljónir króna undir fjárheimildum. Heildarskuldir borgarsjóðs lækkuðu á árinu 2005 um 605 milljónir og námu í árslok 21.073 milljónum. Það svarar til þess að heildarskuldir á íbúa nemi 184 þúsund krónum. Meðalskuldir bæjarsjóða á íbúa í þeim þremur sveitarfélögum sem næst koma Reykjavík að mannfjölda nema 334 þúsund krónum. Heildarskuldir samstæðu Reykjavíkurborgar, þar sem lán- tökur Orkuveitunnar vegna virkj- anaframkvæmda vega þungt eru um 10,1 milljarður króna og nema nú 78,4 milljörðum króna. Eignir borgarsjóðs eru nú metnar á 88,8 milljarða króna en eignir samstæðunnar nema 214,4 milljörðum. Áslaug og Sigrún hlutu barnabókaverð- launin Áslaug Jónsdóttir og Sigrún Árnadóttir hlutu barnabókaverð- laun menntaráðs Reykjavíkur- borgar. Áslaug hlaut barnabóka- verðlaun fyrir bókina Gott kvöld sem bestu frumsömdu barnabók- ina og Sigrún fékk verðlaun fyrir bestu þýddu bókina en það var Appelsínustelpan eftir norska barnabókahöfundinn Jostein Gaardner. Í bókinni Gott kvöld segir Ás- laug Jónsdóttir í máli og myndum frá litlum strák sem er skilinn eftir einn heima á meðan pabbi skreppur frá til að sækja mömmu. Það væri nú ekki svo slæmt ef bangsinn hans væri ekki hræddur við þjófa og vofur og myrkur og skrýtin hljóð. Í Appelsínustelp- unni segir frá Georg sem er fimmtán ára strákur sem býr með móður sinni, stjúpföður og litlu systur. Lífið er gott og allt gengur vel en þá berst honum bréf frá föður sínum sem dó þegar Georg var fjögurra ára. Bréfið hafði faðir hans skrifað þegar hann var orð- inn veikur og beið dauðans. Þar segir faðirinn fallega sögu og hjálpar Georg að horfast í augu við lífið og tilveruna en þó fyrst og fremst dauðann. A ð tíu dögum liðnum ganga landsmenn til sveitarstjórnarkosninga.Aðdragandi kosninganna hefur fyrst og fremst mótast af hógværð. Hann hefur mótast af verkefnum sveitarfélaganna og þeirri margvís- legu og lögbundnu þjónustu við íbúana sem þeim er skylt að veita. Tekjur sveitarfélaga eru ákveðnar af löggjafanum og allt að 90 af hundraði tekna margra sveitarfélaga er ráðstafað til þessara verkefna með lögum. Hendur sveitarstjórna eru því að miklu leyti bundnar lögskipuðum og fyrirfram ákveðnum verkefnum. Þær hafa takmarkað svigrúm til að breyta eða brydda á nýjungum. S tjórnhættir sveitarfélaga mótast af þessum aðstæðum. Takmarkaðrúm er fyrir flokkspólitískar áherslur í starfi þeirra. Víða um land riðl- ast flokkslínur og framboð verða til á öðrum forsendum en á pólitísk- um áherslum stjórnmálaflokkanna. Það er fyrst og fremst í stærstu sveit- arfélögunum, og þá einkum í Reykjavíkurborg sem stjórnmálaflokkarnir leitast við að leggja beinar áherslur í sveitarstjórnarmálum. Þ ótt lýðræðishugsunin sé þungamiðja borgar- og sveitarstjórnarkosn-inga þá fara þær engu að síður fram innan þeirra marka sem störfum sveitarstjórna og rekstri sveitarfélaga eru sett. Þessi takmörk hafa komið í ljós með greinilegum hætti í aðdraganda þeirra kosninga sem bráðum fara fram. Áherslur stjórnmálaflokkanna eru um margt líkar. Efl- ing skólastarfs. Efling íþróttalífs og útivistar. Betri aðstæður eldri borgara og bætt almennt umhverfi eru málefni sem allir vilja vinna að. S érkenni Íslendinga má m.a. finna í áhuga þeirra á að búa afskekkt íborg. Þessi sérkenni hafa oft komið í ljós þegar þétting byggðar hefur verið til umræðu. Þá rísa upp raddir sem sjá ofsjónum yfir aukinni umferð í nágrenni heimila sinna og að útsýni kunni að glatast hvert svo sem það er. Ef til vill hafa landsmenn aldrei lært að búa í því sem kallast mætti eðlilegt borgarumhverfi samkvæmt þéttleikastuðli og með þjónustu innan göngumarka. Litlar líkur eru til þess að umtalsverð breyting verði á skipulagsmálum í Reykjavík hver sem heldur um stjórnvölin. Ný hverfi verða áfram að veruleika utan þeirra sem nú verið að reisa. Stjórnvöld leggja ekki til atlögu við viðurkennda dreifbýlisborgarmenninguna eða dýr leikföng landans sem fara um borg og byggð á fjórum hjólum. Umræðurnar sem spunnist hafa um Reykjavíkurflugvöll í aðdragandakosninganna eru eðlilegar. Völlurinn stendur á dýru byggingarlandi og nauðsynlegu borgarþróuninni og verður að öllum líkum að víkja af þeim sökum í framtíðinni. Frambjóðendur treysta sér á hinn bóginn ekki til að taka af skarið um að sú starfsemi sem þar fer nú fram flytjist til Keflavíkurflugvallar. Þeir bera nú á borð hugmyndir um að byggja innan- landsflugvöll, jafnvel út á sjó eða í grennd við vatnsból borgarbúa. Ekki hefur komið fram af þeirra hálfu hvort þeir telja Reykjavíkurborg hafa svo sterka hagsmuni af því að hafa innanlandsflugvöll innan borgarmarkanna eða í landi Setjarnarneskaupstaðar að þeir telji slíka framkvæmd fjármun- anna virði. Eða eru þeir að beygja sig fyrir þrýstingi frá byggðasinnuðum samgönguyfirvöldum og frá landsbyggðinni sem telur sig afskipta komist byggðabúar ekki á fimm mínútum frá flugvelli á Austurvöll eða á Lindar- götu. K osningarnar í næstu viku munu einkum snúast um tvo póla líkt og ámeðan R-listinn var og hét. Önnur framboð virðast njóta takmarkaðr- ar athygli ef tekið er mark á skoðanakönnunum. Pólitískur munur er þó hvergi afgerandi. Að einhverju leyti vegna þeirrar þröngu stöðu sem sveitarstjórnarmál bjóða. En einnig vegna þess að ákveðin miðjupólitík eða einstaklingsmiðuð jafnaðarmennska er hvarvetna sett á oddinn. Smiðjuvegi Hér er ég!

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.