Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 19

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 19
Kristín Birna Ólafsdóttir, frjálsíþrótta- og íþróttakona ÍR setti um páskana nýtt Íslandsmet í sjöþraut kvenna þegar hún varð í 8. sæti á sterku fjölþraut- armóti í Kaliforníu. Kristín Birna fékk 5.402 stig en átti best áður 5.086 stig þannig að um verulega bætingu var að ræða. Áður var Kristín Birna í fjórða sæti yfir stigahæstu ís- lensku konurnar í sjöþraut en metið bætti hún um 202 stig sem er veruleg bæting á metinu sem var orðið 25 ára gamalt og var í eigu Birgittu Guðjónsdóttur. Þessi árangur er skammt frá lág- marki á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Gautaborg í sumar og veit á gott hjá Kristínu Birnu sem einnig hefur verið að bæta sig í 100 m. grindahlaupi og 400 m. grindahlaupi. MAÍ 2006 19Breiðholtsblaðið Fréttir Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Íslandsmóti í liðakeppni kvenna og karla í keilu fyrir tímabilið 2005-2006 er nú lokið. Í karladeildinni lauk liðakeppn- inni í apríl með hörkuspennandi úrslitakeppni, þar sem ÍR-PLS stóð uppi sem Íslandsmeistari liða árið 2006. ÍR-PLS var einnig Deildarmeistari liða árið 2006. Kvennadeildinni lauk einnig með úrslitakeppni í apríl. Lið ÍR- TT endaði þar í 3. sæti. ÍR-TT komst í úrslit í Bikarkeppni liða en hafnaði þar í 2. sæti. Úrslit í Íslandsmóti unglingaliða fóru fram í apríl. Það var lið ÍR-2 sem stóð uppi sem sigurvegari. Í byrjun maí var Íslandsmót í tvímenningi. Það voru þeir Steinþór Geirdal Jóhannsson og Róbert Dan Sig- urðsson úr ÍR sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í tvímenn- ingi 2006. Vormeistarar í getraunaleik ÍR tóku við viðurkenningum sín- um föstudaginn 5. maí síðastlið- inn. Getraunaleikurinn byrjaði í janúar með 10 vikna forkeppni sem réð því hvort getraunahóp- arnir komust í Meistaradeildina en þeir hópar sem náðu því ekki kepptu um Afturrúðubikar- inn. Loftið var rafmagnað fyrir loka- umferðina í Meistaradeildinni en þá áttu átta hópar mjög góða möguleika á sigri. Það var svo getraunahópurinn 2,2 sek. sem bar sigur úr býtum eftir þessa ströngu fjögurra vikna úrslita- keppni með 40 stig. Úrslit réðust samt ekki fyrr en flautað var til leiks í síðasta leiknum á seðlinum en frækilegur sigur Liverpool á Chelsea skar úr um að það var getraunahópurinn Kristófer varð að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Vinningshópinn, 2,2 sek. skipa gamla hornamannaparið úr handknattleiksdeild ÍR, þeir, Matthías Matthíasson og Frosti Guðlaugsson. Það er gaman að geta þess að þeir sem hrepptu annað sætið eru líka fræknir kappar en frægð þeirra á rætur sínar að rekja til knattspyrnu- deildar ÍR en þann hóp skipa þeir, Kristófer Ómarsson og Kristján Halldórsson. Það var svo hópurinn Dans frá Dansdeild ÍR sem náði þriðja sætinu með 38 stig á reglunni fleiri útisigrar en Dans hópurinn fékk jafnmörg stig og hóparnir ManPool og Fríða. Hópurinn 2,2 sek. vann tvöfalt í ár, hann vann einnig bikarkeppn- ina í ár en þar er keppt með út- sláttar fyrirkomulagi. Getraunaleikur ÍR hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu í ár en um 30 hópar, allt að 40 til 50 manns tóku þátt eftir áramótin sem er metþátttaka. Það var því oftar en ekki mjög líflegt í ÍR- heimilinu á laugardögum milli kl. 11 og 13 í vetur. Þess má geta að þessi getraunaleikur er opin öll- um sem vilja taka þátt. Það er því von okkar, ÍR-inga, sem tóku þátt að Þorsteinn Guð- mundsson vítamínssprautan á bakvið þennan skemmtilega og líflega leik haldi merkinu á lofti næsta haust og mæti tvíefldur með nýjar reglur í fararteskinu. Sigurvegarar í Getraunaleik ÍR Nú er sumarið aldeilis búið að vera að minna á sig og margir velta því fyrir sér hvað hægt sé að gera í sumar. Það er rétti tíminn núna fyr- ir káta krakka að skrá sig hjá ÍR á þau námskeið sem hefjast strax að loknum skóla. „Íþrótta- og leikja- námskeið“ er í boði fyrir krakka á aldrinum 5-9 ára og „Fjörkálfar í frjálsum og fótbolta“ er fyrir krakka frá 5 til 13 ára. Á Íþrótta- og leikja- námskeiðinu verður farið í ýmsa leiki, ratleiki og fleiri hefðbundna leiki, farið í náttúruperlur í næsta nágrenni, tekið á ýmsum íþrótta- greinum þar sem sérhæfðir þjálfara kynna sína grein, farið í sund, í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn og gert gott úr öllum dögum. Á þessu nám- skeiði er möguleiki að vera frá kl.08:00-17:00 og er um vikunám- skeið að ræða, hálfan eða heilan dag. Á hinu námskeiðinu, Fjörkálfar í fótbolta og frjálsum, verður megn- inu af námskeiðinu varið í þessar tvær íþróttagreinar, frjálsar íþróttir og fótbolta í bland við leiki. Allir fá boli að gjöf. Þetta námskeið er í boði frá kl.12:30 til 16:00 og stendur í tvær vikur í senn. Í lok námskeiðanna er krökkunum boðið upp á grillveislu og allir fá fal- leg viðurkenningarskjöl og mynda- safn að þeim loknum. Aðstaða þessara beggja hópa er inni í félagsheimili ÍR að Skógarseli og ef illa viðrar er alltaf hægt að nýta íþróttasali hússins. Skráning er í síma 587-7080. Góða skemmtun í sumar, Sigrún Gréta, Íþróttafulltrúi ÍR Sumarnámskeið hjá ÍR Kristín Birna Ólafsdóttir og Björgvin Víkingsson hluti fyrstu styrkina sem veittir hafa verið úr styrktarsjóði Guðmundar Þórar- inssonar. Sjóðurinn var stofnaður á 80 ára fæðingarafmæli Guð- mundar heitins sem var einn mesti frumkvöðull sem frjálsí- þróttadeild ÍR hefur eignast. Styrkirnir voru veittir á sumar- daginn fyrsta en þeir höfðu verið auglýstir til umsóknar og mat sjóðsstjórnin hverja umsókn fyrir sig. Styrkurinn mun að sjálfsögðu nýtast þeim sem hlutu við áfram- haldandi æfingar og keppnir á ár- inu. Kristín Birna og Björgvin hluti fyrstu styrkina Víðavangshlaup ÍR var þreytt í 91. sinn í ár og tóku 225 hlauparar þátt sem er svipuð þátttaka og undanfarin ár. 29 ÍR-ingar hlupu en það er fín þátttaka miðað við að hópurinn kom frá Kanaríeyjum daginn áður, auk þess sem margir voru á leið í maraþon daginn eftir að ógleymdum þeim sem störfuðu við hlaupið. Hlaupið var auglýst á www.ferða- langur.is og hafði það sjálfsagt eitt- hvað að segja um þátttökuna en þetta samstarf tengdist hugmynd um tengingu á hlaupinu við heilsu- tengda ferðaþjónustu sem Höfuð- borgarstofa er með átak í nú í vor og sumar. Veðrið var eins og best verður á kosið, logn og tiltölulega hlýtt. Hlaupaleiðin var aðeins breytt frá því undanfarin ár vegna breyt- inga sem orðið hafa á svæðinu um- hverfis Hringbrautina. Reyndar hef- ur leiðin breyst töluvert gegnum árin en fyrstu árin fór hlaupið m.a. fram í mýrinni á svæðinu kringum Norræna húsið og þar sem Íslensk erfðagreining stendur nú, það var því meira á formi víðavangshlaups og margir kalla það ennþá víða- vangshlaup ÍR. Þeir ÍR-ingar sem bestum árangri náðu voru Krist- jana Ósk Kristjánsdóttir sem sigr- aði í kvennaflokki á 19:52 mín. og Burkni Helgason en hann varð í fimmta sæti á tímanum 16:31 mín., tæpri mínútu á fyrsta hlaupara. Síð- an komu Sveinn Ernstson sem varð áttundi., Gauti Höskuldsson 10., Hafsteinn Óskarsson 11. og Ólafur Konráð Sigurðsson 12. Vignir Már Lýðsson og Agnar Steinarsson urðu í 15. og 16. sæti. Í flokki stráka 13 til 15 ára varð Snorri Sigurðsson í fyrsta sæti á 19:24 mín og Ármann Óskarsson þriðja á 22:14 en þeir eru báðir fæddi árið 1991. Í flokki drengja 16 til 18 ára varð Ólafur Konráð Sigurðsson í fyrsta sæti á 17:45 mín og Vignir Már Lýðsson þriðji á 18:21 mín. Í flokki karla 40 til 49 ára átti ÍR mann í 3., 4., og 6. sæti en það voru þeir Gauti, Haf- steinn og Agnar en þeir unnu þar með sveitakeppni í þessum flokki. Í næsta flokki þar fyrir ofan, 50 til 59 ára varð Sighvatur Dýri Guðmunds- son í fjórða sæti. Í elsta flokknum, 60 ára og eldri varð Sigurjón Andr- ésson sigurvegari. Í flokki stelpna, 12 ára og yngri átti ÍR keppendurna sem urðu í 2., 3., og 4. sæti en það voru þær Aníta Hinriksdóttir sem hljóp á 22:44 mín., Kristín Lív Jóns- dóttir sem hljóp á 23:03 mín. og Laufey Svava Rúnarsdóttir á 23:36 mín. og varð þeirra sveit því hlut- skörpust. Í flokki stúlkna 16 til 18 ára sigraði Kristjana Ósk Kristjáns- dóttir en Sólveig Spilliaert varð önnur á 25:22 mín. Ágústa Þóra Jónsdóttir varð 3. í flokki kvenna 19 til 39 ára og Jónína Kristín Ólafs- dóttir öðrum í flokki 40 til 49 ára. 29 ÍR-ingar hlupu víðavangshlaup Á aðalfundi frjálsíþróttadeildar ÍR var stjórnin endurkjörin eins og hún lagði sig og var skipan stjórn- armanna óbreytt en stjórnin er þannig skipuð. Formaður er Margrét Héðinsdótt- ir, Fríða Rún Þórðardóttir er varafor- maður, Helga Jensen er gjaldkeri en Burkni Helgason og Remi Spilliaert eru meðstjórnendur. Hafdís Pét- urdóttir og Jóna Þorvarðardóttir eru varamenn. Á aðalfundinum veitti deildin viðurkenningar fyrir vel unni störf í þágu deildarinnar og hlutu þeir Stefán Halldórsson og Felix Sig- urðsson viðurkenningu, bókina Íþróttir í Reykjavík. Vignir Már Lýðs- son og Sigurður Helgi Magnússon fengu bókina Íslendingar á Ólympíu- leikum fyrir vinnu sína við að setja upp nýja heimasíðu deildarinnar. Stjórn frjálsíþróttadeildar endurkjörin Flokkur 11 ára og yngri fékk í heimsókn jafnaldra sína af Skag- anum 2. mars síðastliðinn og voru þátttakendur í mótinu alls 40, þar af 25 ÍR-ingar. Mikil stemming og keppnisandi ríkti meðal þessa ungu íþrótta- manna og efalaust mörg efnin í af- reksmanninn og konuna sem þar eru að stíga sín fyrstu skref og kasta sín fyrstu köst í keppni. Spennandi verður að fylgjast með þessum einstaklingum í framtíð- inni en frábært starf er unnið af Soffíu Tryggvadóttur og Herði Gunnarssyni íþróttakennara við þjálfun barnanna. Vinamót 11 ára og yngri Þrír galvaskir ÍR-ingar tóku þátt í Boston maraþoni ásamt 20.000 öðrum hlaupurum en hlaupið fór nú fram í 110. skiptið. Sigurður Sigurðsson hljóp á 3:22.57 klst, Jón Steinsson kom þar skammt á eftir á 3:26.58 klst og Gunnar Páll Jóakimsson á 4:27.14 klst en hann lenti í vandræðum í hlaupinu og gat ekki klárað eins vel og hann ætlaði sér. Í London átti ÍR einnig nokkra keppendur þar á með Sigurjón Sigurbjörnsson en hann bætti sinn besta tíma um þrjár mínútur þegar hann hljóp á 2:49.09 klst sem er mjög góður árangur. Gengi Hamborgarfaranna var upp og ofan en Ólafur Ingþórsson bætti sig um hálfa klukkustund og Huld Konráðsdóttir um sex mín- útur og allar bætingar eru góðar bætingar og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Þrír galvaskir í Boston maraþoni Íslandsmet Kristínar Birnu Frá keiludeild ÍR: Íslandsmóti í liðakeppni lokið Á myndinni er sést Frosti Guð- laugsson en meðspilari hans, Matthías Matthíasson, var fjar- verandi að venju. Matthías býr í Danmörku en tekur samt full- an þátt þaðan. Nýir gallar Iðkendur frá 5 ára aldri fengu nýja utanyfirgalla þann 26. apríl. Ekki var amarlegt að ná hópnum saman og smella af mynd í tilefni þess. Kann frjálsíþróttadeildin KB-banka bestu þakkir fyrir stuðninginn en KB-banki er aðal styrktaraðili deildarinnar.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.