Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 8

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 8
MAÍ 20068 Breiðholtsblaðið Vorið er að ganga í garð og þá fer fólk að huga að görðum sínum. Vorverkin hefjast gjarnan með hreinsun, að rífa upp mosann og koma kalkinu í jörðina og því næst gróðursetningu þar sem fólk er að rækta eða auka við gróður umhverfis heimili sín. Gísli Sig- urðsson í Garðheimum í Mjódd er einn þeirra sem fylgst hefur með vorverkum borgarbúa og ekki síst Breiðhyltinga á undanförnum árum. Gísli festi kaup á verslun Sölufélags garðyrkjumanna á sín- um tíma, flutti hana í Mjóddina og nefndi Garðheima. Þar er hann búinn að starfa á sjötta ár að upp- byggingu fyrirtækis í ræktun og verslun með gróður og garðavör- ur. Hann segir þeirri uppbyggingu langt í frá lokið. „Maður verður alltaf að hafa augun opin fyrir nýj- ungum og garðyrkjan tekur breyt- ingum eins og annað. Áhugasvið fólks og þarfir eru aðrar en þegar ég byrjaði og því er ekki að leyna að fólk er farið að sinna görðum sínum af mun meiri alúð og natni en áður var. Garðurinn og umönn- un hans er orðin stærri hluti af heimilinu og fjölskyldulífinu en áður var þegar það þótti jafnvel kvöð á heimilisfólkið að fara út með sláttuvélina nokkrum sinnum yfir sumarið.“ Grænar rætur Gísli er Hríseyingur að ætt og á grænar rætur sínar að rekja til Listigarðsins á Akureyri en Anna Schiöth, sem var upphafsmann- eskja að þeirri bæjarprýði var langamma hans. „Það var alltaf nokkurt ræktunarstarf á æsku- heimili mínu í Hrísey og við rækt- uðum ýmis konar grænmeti sem ég held að fólk hafi ekki almennt ræktað á þeim tíma. Þetta var arf- ur frá gömlu konunni og þegar ég horfi á starf mitt þá er þessi arfur ákaflega nærri,“ segir Gísli og bíð- ur tíðindamanni kaffi í rúmgóðri kaffistofu Garðheima áður en þeir færa sig yfir á hitt loftið í bygging- unni þar sem skrifstofuaðstaða þeirra hjóna og starfsfólks er til húsa. Gísli segir að þurft hafi að stækka kaffistofuna vegna þess að hún sé einnig notuð sem kennslu- stofa og fyrir námskeiðahald sem Garðheimar standa fyrir á vet- urna. Húsnæði og garður sem ein heild Gísli segir að vorverkin séu heldur seinna á ferðinni en venju- lega. Kuldarnir í apríl eigi sinn þátt í því og fólk fari almennt ekki að huga að görðum sínum fyrr fari að sjást í græna litinn og gróður- inn að taka við sér. „Garðyrkjan er orðin mun almennara áhugamál en áður var og fólk er einnig farið að tengja garðinn mun meira heimilinu en áður. Hann er orðinn stærri hluti af heimilislífinu og meira af heimilishaldinu tengist honum með einhverjum hætti. Grillmenningin á án efa nokkuð stóran þátt í því og hlýnandi veðr- átta og aukið skjól undanfarinna ára hefur aukið áhuga fólks á all- skyns útivist þar sem heimilis- garðurinn er ekki undanskilin. Verslun með garðvörur hefur ein- nig tekið miklum breytingum þar sem þurft hefur að sinna eftir- spurn eftir hlutum sem fólk sóttist ekki eftir áður. Í því sambandi get ég nefnt ýmiskonar húsgögn, hitara, dælur og fleiri vörur sem tengjast garðlífinu. Hlýrri sumur þýða einnig að hægt er að velja fjölbreyttari plöntutegundir til ræktunar heldur en var og einnig hefur ræktunartækninni fleygt fram þannig að nú er unnt að búa til afkvæmi af trjám og runnum sem eru þolnari gagnvart kulda. Þetta þýðir að fólk á kost á mun fjölbreyttari ræktun en var og er tilbúið til þess að nýta sér hana. Mér finnst að ákveðin vakning hafa orðið hjá fólki til að rækta og skreyta í kringum sig með falleg- um runnum og blómum. Einnig er að aukast áhuga fyrir að hafa rennandi vatn í görðum og nú eru fáanlegar litlar og handhægar dæl- ur til þess að dæla vatni og mynda garðtjarnir með sírennsli þar sem hægt er að nota sama vatnið aftur og aftur. Fólk byggir síðan umhverfi þessara garð- tjarna með allskyns skrauti, stytt- um og öðru slíku. Ef ég ætti að lýsa þeim breytingum sem orðið hafa á heimilisgörðum fólks og notkun þeirra í einni setningu mynd ég segja að fólk væri farið að líta á heimilið, húsnæðið og garðinn, meira sem eina heild en áður var.“ Erum alveg miðsvæðis Gísli var inntur eftir hvort hann hefði haft Breiðholtið sérstaklega í huga þegar hann ákvað að stað- setja Garðheima í Mjóddinni mið- bæ Breiðhyltinga. Hann segir það hafa ráðið staðsetningunni að nokkru en ákveðinn hluti af starf- seminni hafi alltaf verið að veita ræktuninni í landinu þjónustu án tillits til staðsetningar. „Áður en við komum hingað þá var sá hluti starfseminnar aðalatriðið í rekstr- inum en eftir að Garðheimar voru opnaðir hefur einnig verið lögð áhersla á þjónustu við borgarbú- ana, heimilin í Reykjavík og á höf- uðborgarsvæðinu vegna þess að við erum ákaflega miðsvæðis þeg- ar litið er á hvernig byggðin er sett saman og dreifð. Mjóddin tengist raunar öllum byggðunum á Höfuðborgarsvæðinu. Leiðin til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnar- fjarðar liggur hér næstum við hús- vegginn og Breiðholtið er hér fyrir ofan. Staðsetningin gæti ekki verið betri.“ Hefur áhuga á að opna kaffihús Gísli segist hafa áhuga á að efla starfsemina í Garðheimum enn frekar með hina góðu staðsetn- ingu í huga. Hann hefur áhuga á að opna kaffihús í tengslum við Garðheima í framtíðinni. „Við verðum að vinna þetta í áföngum og taka hvern dag fyrir sig eins og sagt er en ég held að rekstur kaffi- húss ætti að geta hentað á þessu svæði.“ Er hann þá að tala um einskonar Eden í Breiðholtinu eins og landsmenn þekkja úr Hveragerði.? „Það yrði ekki eins en umhverfið gæti þó orðið líkt. Það myndi tengjast gróðrinum með sterkum hætti ekkert síður en fyrir austan.“ Á liðnum vetri var vínbúð ÁTVR flutt í Garð- heima. Málið olli nokkrum titringi vegna þess að verið var að flytja þessa þjónustu úr sambyggðum verslanakjarna sunnar í Mjódd- inni þar sem aðkoma og einkum aðstaða innanhúss var ekki talin jafn góð og við Garðheima. Gísli segist hafa rætt við starfsfólkið í vínbúðinni sem telji sig ánægt með skiptin. „Ég held að því hafi komið mest á óvart hversu mikil söluaukning hefur orðið við þess breytingu. Ég held að það helgist af auðveldri aðkomu og rúmgóð- um bílastæðum hér fyrir utan. Fólk sem er á lengri leið kemur fremur vegna þeirra. Ef ég ætti að leggja eitthvað til mála um vínsöl- una þá fyndist mér að auka ætti úrvalið af léttum vínum,“ segir Gísli Sigurðsson að lokum. Garðurinn er orðinn stærri hluti af heimilinu Gísli Sigurðsson við einn gróðurreitanna í Garðheimum. Sólin skín inn um gluggannþessa dagana í Fella- ogHólakirkju. Hún er farin að hækka á lofti og sumarið nálgast óðfluga. Sumarið er einstakur tími, þar sem birtan nær smátt og smátt yfirhöndinni yfir skammdegismyrkrinu. Sólina getum við hugsað okkur sem tákn alls hins góða, umhyggjunn- ar, gleðinnar, alls þess sem gefur líf, hlýjar, yljar og vermir og hef- ur góð áhrif á okkur. Hér í Fella- og Hólakirkju eru margir sólargeislar, gleðigjafar sem gleðja okkur. Það er m.a eldra fólkið okkar hér í Efra- Breiðholti. Fólk sem kemur sam- an til að eiga samfélag hvert við annað og við Guð. Það er spilað og spjallað, hlýtt á fræðslu, tón- list eða léttan fyrirlestur. Dag- skráin er mjög fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á kaffi og meðlæti og síðan er endað með helgistund í kirkjunni. Það er mikils virði að koma saman og vera í góðum félagsskap. Það hefur góð áhrif á andlega líðan fólks og andleg vellíðan hefur einnig áhrif á líkamlega líðan. Ég vil hvetja eldri borgara í Fella- og Hólabrekkusóknum til þátttöku í þessu fjölbreytta starfi. Bestu kveðjur með ósk um gleðilegt sumar ! Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni í Fella- og Hólaprestakalli skrifar: Eldra fólkið er gleðigjafar Ráðningarþjónustan hefur flutt starfsemi sýna frá Háaleitisbraut 58-60 að Krókhálsi 5a og er nú loksins komin slík þjónusta í aust- urhluta borgarinnar. Ráðningarþjónustan er þekkt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðn- ingum starfsmanna til fyrirtækja. Framkvæmdastjóri er María Jónasdóttir sem tók við 10 ára gömlu fyrirtæki í apríl á síðasta ári og er því rúmt ár síðan hún tók við rekstrinum. Ráðningarþjónustan býður upp á perónulega og faglega þjónustu á samkeppnishæfu verði fyrir fyr- irtæki í öllum stærðarflokkum og gerðum um allt land. Fyrirtæki leyta til Ráðningarþjónustunnar . og vilja að Ráðningarþjónustan sjái um allt ráðningarferlið og nýti þá sérþekkingu og reynslu sem fyrirtækið býr yfir. það sparar bæði tíma og fyrirhöfn fyrir stjórnendur sem og starfsmanna- stjóra fyrirtækja. Ráðningarþjónustan býður fyr- irtæki í starfsmannaleit velkomin sem og einstaklinga í atvinnuleit. Þess má geta að lokum að allar nánari upplýsingar er að finna inn á heimasíðu fyrirtækisins www.radning.is Ráðningarþjónustan flytur í austurborgina

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.