Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 6
Krakkarnir í Breiðholtinu hafa verið dugleg að sækja sér lesefni í Gerðubergssafn í sumar. Í hvert sinn sem 12 ára og yngri fá bækur að láni fá þau mynd af ávexti og festa á vegg í barnadeildinni. Ávöxturinn er jafnframt happ- drættismiði og svignar ávaxta- hlaðborðið undan ávöxtunum, sem nálgast nú þúsundið. Enn gefst tækifæri til að taka þátt í leiknum sem lýkur með upp- skeruhátíð laugardaginn 2. sept- ember kl 13.30. Þá munu 10 heppnir þátttakendur hreppa vinning og Jón Víðis töframaður sýnir töfrabrögð. Allir velkomnir! Sumarlestur ber ávöxt, segir í frétt frá safninu. Að þessu sinni voru um 2.700 nemendur skráðir í Vinnuskóla Reykjavíkurborgar sem heldur lægri tala en undanfarin ár. Um 300 leiðbeinendur störfuðu við skólann. Nemendum var boðin ein vinnuvika til viðbótar og nýtti um helmingur þeirra sér hana. Að sögn Guðrúnar Þórsdóttur skólastjóra var jákvæð hvatning lykilhugtak í starfinu í sumar og birtist það meðal annars í aukn- um afköstum sem mætti því að færri voru að störfum. Dæmi um afköst nemenda má nefna að í Hestabrekkum voru lagðir 250 metrar af stígum, 1000 metrar á Nesjavallarleið, 400 metrar í Stór- holti, 400 metrar á skotsvæði borgarinnar og 900 metrar í Mið- mundardal. Einnig voru tugir metra lagðir í grenndarskógi Ár- túnsskóla. Útskrift Vinnuskólans verður 30. ágúst en þá fá fyrir- myndarnemendur elsta árgangs- ins viðurkenningu. ÁGÚST 20066 Breiðholtsblaðið Heimahjúkrun aukin, biðlistum náð niður og ýmsar breytingar á lífeyrismálum aldraðra Nefnd sem fjallað hefur um líf- eyrismál og búsetu- og þjónustu- mál aldraðra hefur lagt til að heimahjúkrun verði aukin veru- lega og að stefnt að því að kvöld- og næturþjónusta heimahjúkrun- ar standi til boða um allt land. Nefndin hefur einnig lagt fram ýmsar tillögur um lífeyrismál aldraðra. Í þeim er m.a. gert ráð fyrir að heimilisuppbót einstak- lings hækki um 4.361 krónu á mánuði og að skerðingarhlutfall tekjutryggingar verði lækkað úr 45% í 38,35%. Í tillögunum nefnd- arinnar kemur fram að frítekju- mark vegna atvinnutekna ellilíf- eyrisþega verði 200 þúsund krón- ur frá og með 1. janúar 2009 og 300 þúsund frá og með 1. janúar 2010. Nefndin leggur til að vasa- peningar við dvöl á stofnun hækka um 25%. Nefndin hefur einnig lagt til að framlög til bygginga hjúkrunar- heimila verði aukin til að mæta fjölgun aldraðra og ná biðlistum eftir slíku húsnæði niður en nú eru yfir 400 einstaklingar á biðlista eftir innlögn. Nefndin leggur til, að sú fjárhæð, sem nú fer til heimahjúkrunar aldraðra, verði á næstu fjórum árum aukin í þrepum úr 540 milljónum á ári í 1.440 milljónir. Gert er ráð fyrir að sérstök 1.300 milljóna króna fjárveiting verði til framkvæmda við hjúkr- unarheimili, þar af komi 700 millj- ónir á árinu 2008 og 600 milljónir á árinu 2009. Til viðbótar komi ár- legt 100 milljóna króna framlag árin 2008, 2009 og 2010 sem gangi sérstaklega til breytinga og end- urbygginga hjúkrunarheimila um- fram það sem gert er ráð fyrir nú í langtímaáætlunum heilbrigðis- ráðuneytisins til að breyta eldri hjúkrunarrýmum úr fjölbýli í ein- býli. Þá er lagt til að sérstakt rekstr- arframlag komi vegna fjölgunar hjúkrunarheimila, samtals rúmir 1,7 milljarðar, sem samsvari kostnaði við rekstur 200 rýma til viðbótar því sem nú er gert ráð fyrir í langtímaáætlunum. Uppskeruhátíð 2. september Ýmis þjónusta er í boði fyrir eldri borgara. Hér eru eldri borgarar úr Breiðholti að leggja af stað í ferðalag. Um 2.700 í vinnuskólanum í sumar Breiðholtsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn laugardaginn 16. september. Eins og undanfarin ár er stefnt að því að kynna menningar, félags- og íþróttastarfið í hverf- inu með líflegum hætti. Ýmis skemmtiatriði frá íbúum hverfisins verða á dagskrá auk listsýninga. Þessa dagana er unnið að því að móta dagskrá Breiðholtsdags- ins og nú þegar er fyrirhuguð sýn- ing á ljósmyndum sem sendar voru inn í ljósmyndasamkeppn- ina sem Þjónustumiðstöð Breið- holts stóð fyrir í júlí og ágúst. Að sögn Þráins Hafsteinssonar, frístundaráðgjafa var mjög góð þátttaka í deginu í fyrra en þá komu um 2000 manns í göngugöt- una í Mjódd og skemmtu sér við fjölbreytt skemmtiatriði sem að lang mestum hluta voru úr Breið- holtinu. Þráinn segir að íbúar og þeir sem starfa í Breiðholti séu sérstaklega hvattir til að koma með tillögur og uppástungur um atriði sem ættu heima í dagskrá Breiðholtsdagsins 16. september n.k. Hugmyndir og ábendingar má senda til Þráins Hafsteinsson- ar, frístundaráðgjafa í Þjónustu- miðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, 109 Reykjavík eða á netfangið: betrabreidholt@reykjavik.is Breiðholtsdagurinn verður 16. september Sumarfrí grunnskólanna eru á enda og n.k. þriðjudaginn 22. ágúst verða allir grunnskólarnir í Breiðholti settir. Nánar má lesa um skólasetning- ar og skólastarf á á heimasíðum skólanna; Fellaskóla, Hólabrekku- skóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla. Grunnskólarnir byrja á þriðjudaginn Sambýlið Skagaseli 9 óskar eftir að ráða starfsfólk. Um er að fullt starf og hlutavinnu. Leitað er að metnaðargjörnu fólki til að taka þátt í starfinu, með jákvæð viðhorf og góðan starfsanda sem leiðarljós. Um er að ræða vaktavinnu, annars vegar fullt starf , þar sem eru morgunvaktir kvöldvaktir og önnur hver helgi.. Hins vegar hlutastarf (35% eða eftir samkomulagi) helgarvaktir og kvöld- vaktir, gæti hentað vel sem vinna með námi. Starfið felst í því að veita fötluðu fólki stuðning á heimili sínu við athafnir daglegs lífs og aðstoða þau við þátttöku í samfélag- inu. Skipulögð aðlögun og stuðningur fyrir nýtt starfsfólk er fyrir hendi. Launakjör eru eftir samningum ríkis og viðkomandi stéttarfélags. Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun Umsóknarblöð liggja frammi á aðalskrifstofu en einnig hægt að sækja um beint á netinu, www.ssr.is Nánari upplýsingar um störfin veitir Þóroddur Þórarinsson forstöðuþroskaþjálfi í síma 5870582, netfang: skagasel@ssr.is Starfsfólk óskast borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.