Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 8

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 8
Nýtt og glæsilegt Heilsuhús, það fimmta í röðinni, opnaði í Lágmúla 5 í júlí. Þessi nýja verslun er um margt sérstök, því fyrir utan að bjóða upp á fjölbreytt úrval bætiefna, lífrænna matvara og snyrtivara líkt og fyrirfinnst nú í miklu úrvali í öllum verslunum Heilshússins, er sérstök áhersla á hollan skyndibita og nýpressaða lífræna safa, samskonar og nú er hægt að gæða sér á í Heilsuhúsinu í Kringlunni. Heilsubitarnir, sem byggðir eru meðal annars á hugmyndafræði 10 grunnreglna, þeirra Þorbjarg- ar Hafsteinsdóttur næringar- þerapista og Oscar Umahro Cadogans fæðulistamanns, má ýmist taka með sér eða borða á staðnum. Þess má líka geta að góð að- staða verður fyrir námskeið og sýnikennslu í Lágmúlanum og þar munu þau Þorbjörg og Umahro hafa aðstöðu og ef til vill fjölbreytt flóra fólks með sér- þekkingu um heilsu og heilbrigð- an lífstíl þegar fram líða stundir. Það sem hefur umfram allt ein- kennt Heilsuhúsin í hartnær alda- fjórðung er frábær þekking starfsfólks og góð þjónusta. Á því verður engin undantekning í Lágmúlanum því þangað hafa nú þegar verið ráðnir starfsmenn með mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Heilsuhúsin eru starfrækt við Skólavörðustíg, í Kringlunni, Smáratorgi, Selfossi og það fimmta er eins og áður sagði í Lágmúla 5. ÁGÚST 20068 Breiðholtsblaðið Verði framvarp um gerð mann- virkja að lögum munu bygginga- nefndir verða lagðar niður en byggingafulltrúar annast verkefni þeirra. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipulagslög og bygginga- lög verða aðskilin. Ýmsar breyt- ingar eru fyrrihugaðar á skipu- lags- og byggingamálum sam- kvæmt frumvarpinu og helstu ný- mælin þau að gert er ráð fyrir að sérstakri Byggingastofnun verði komið á fót. Á meðal verkefna sem þeirri stofnun yrðu falið eru byggingarmál, brunamál, eftirlit með byggingarvörum á markaði, rafmagnsöryggismál og eftirlit með lyftum, en þessir málaflokk- ar hafa hingað til verið á verk- sviði Skipulagsstofnunar, Bruna- málastofnunar, Neytendastofu og Vinnueftirlits ríkisins. Fram- kvæmd byggingarmála yrði ein- nig færð frá Skipulagsstofnun til hinnar nýju stofnunar Sveitarfélögin í landinu og þar á meðal Reykjavíkurborg annast byggingareftirlit og gert ráð fyrir að þau sinni því hlutverki áfram en í breyttri mynd. Með því að leggja byggingarnefndir sveitarfé- laganna niður koma sveitar- stjórnir ekki lengur með beinum hætti að stjórnsýslu byggingar- mála. Hlutverk þeirra yrði að ráða byggingarfulltrúa sem síðan muni alfarið sjá um útgáfu bygg- ingarleyfa og framkvæmd bygg- ingareftirlits. Í því felst m.a. að gert er ráð fyrir að allt byggingar- eftirlit, yfirferð hönnunarganga og annað eftirlit þ.a.m. fram- kvæmd úttekta verða annað hvort framkvæmdar af sérstök- um fagaðilum á vegum bygging- arfulltrúanna eða þeirra sjálfra. Gert er ráð fyrir að byggingar- stjóri gegni mikilvægu hlutverki og annist m.a. um samskipi við yfirvöld vegna mannvirkjagerðar. Þá er gert ráð fyrir að trygginga- skylda byggingarstjóra og hönn- uða verði afnumin en þeim verði þá áfram heimilt að kaupa sér tryggingu til þess að draga úr áhættu vegna hugsanlega skaða- bótakrafna er gætu skapast vegna mistaka eða gáleysis við framkvæmd verkefna. Verða bygginganefndir lagðar niður? Nýtt og glæsilegt Heilsuhús í Lágmúla

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.