Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 10
Föstudagskvöldið 9. mars sl. tóku saman höndum félags- miðstöðvarnar Frosti og 101 og efndu til stórdansleiks í Frosta- skjóli. Rokkhundarnir í Reykja- vík! og hip-hop fanturinn DJ- Danni Deluxe leiddu saman hesta sína og trylltu táningana með tónaflóði sínu. Danni bauð upp á bræðing af öllu því besta sem er að gerast í dægurtónlist og blandaði því listalega við gam- alreynda smelli. Reykjavík! setti svo í fluggír og gerði sitt besta við það að rífa þak- ið af kofanum. Það var ekki annað að sjá en að ungmennin kynnu vel að meta það sem í boði var og voru allir skankar hrisstir langt fram eftir kvöldi, svitinn bogaði af hverju enni og ekki var laust við að þreyta væri farin að segja til sín þegar ballinu lauk. Starfsmenn voru sammála um það að ungmennahópurinn hefði verið til fyrirmyndar í alla staði, gleðin réði ríkjum og segja má að hópurinn hafi dansað heim á leið með bros á vör. Hreint frábær kvöldstund í Frostaskjóli! Lokaball hjá frístunda- klúbbnum Frosta Frístundaklúbburinn Frosti hóf göngu sína fimmtudaginn 8. febr- úar sl. og hefur starfsemi hans gengið mjög vel. Krökkum úr 5. 6. og 7. bekk er boðið að taka þátt í félagsstarfi í Frostaskjóli. Haft er að leiðarljósi að skapa samkennd og góða stemmingu hjá krökk- unum. Lögð er áhersla á virkni barnana, þátttöku og ábyrgð en auk þess taka þau virkan þátt í að móta og skipuleggja dagskrána. Ýmislegt hefur verið í boði, s.s. rat- leikir, tarzanleikur, skartgripagerð, bingó og margt fleira. Klúbburinn hefur verið haldinn á fimmtudög- um milli kl. 15.00 og 17.00, en gærkvöldi, 12. apríl, var lokaball. 10 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2007 Börn þroskast og verða að manni í samfélagi við aðra. Fyrirmyndir eru fyrst og fremst í samskiptum fjölskyldunnar þar sem lífsviðhorf mótast strax í bernsku og eru veganesti út í lífið. Samskipti geta ver- ið andleg næring en þau geta líka verið neikvæð og lamað sjálfstraust. Í samskiptum vega grundvallarþættir eins og virð- ing, skilningur og einlægni þungt og fela í sér við- urkenningu á einstaklingnum, að geta sett sig í spor annarra og skýr og heiðarleg tjáskipti. Með slík leið- arljós má stuðla að jákvæðri hegðun barna og áhuga þeirra á samskiptum. Til að efla samskipti við börn er nauðsynlegt að kunna að hlusta og skilja það sem þau eru að tjá. Það vill oft gleymast og fullorðnir falla í þá gildru að tala um of og hlusta takmarkað. Spurningaflóð og útskýr- ingar eru ekki heppileg leið í þjálfun samskipta og leiða til þess að barnið kemst ekki að og hlustar ekki. Með því að hlusta vel kynnast foreldrar börnum sín- um og finna hvað skiptir þau máli. Bestu upplýsingar um hugsanir og líðan fást með góðri hlustun, þar sem ekki eru látnar uppi skoðanir eða álit né lagður dómur á það sem sagt er. Börn finna ef þau ná ekki athygli og gefast upp. Oft snúast samræður um mál sem foreldri finnst ekki skipta máli en aðalatriðið er að barninu finnist þau mikilvæg og finni að á það sé hlustað. Algengt er að að fólk telji sig hlusta en heyri ekki það sem sagt er, missi athygli, sé of upptekið af því að koma sínu að eða að gera of marga hluti á sama tíma. Nauðsynlegt getur því verið að æfa sig í “virkri hlustun”, sem felst m.a. í því að gefa barninu óskipta athygli, setja sig í spor þess, svara þannig að barnið finni að á það sé hlustað og það hvatt til að tala um líðan sína og tilfinningar. Börn tjá sig ólíkt fullorðnum, nota önnur orð og ber að varast að oftúlka og koma með dæmandi athugasemdir. Þau spyrja um ólíklegustu hluti og oft getur vafist fyrir foreldrum að svara þegar um viðkvæm málefni er að ræða. Stundum liggur ekki í augum uppi eftir hverju barnið leitar og foreldrum hættir til að svara út frá sjálfum sér, ofmeta gjarnan málskilning barnsins og svara í löngu máli. Oft er betra að hlusta vel og spyrja einfaldra spurninga en svara strax og skýrist þá hvað vakir fyrir barninu eða því liggur á hjarta. Ég veit ekki getur stundum verið “gilt” svar en engu að síður er í lagi að spyrja. Gott er að leiða barnið áfram, aðstoða það við að leita svars t.d. með því að spyrja hvað það haldi eða velta upp hvernig finna mætti lausn eða svar, lofa því að spreyta sig. Stundum er líka gott að geyma umræð- una og segja barninu að þið ræðið þetta seinna. Með aukinni hæfni foreldra til að hlusta og með samræð- um um hversdagslega hluti eykst færni barna við að tjá sig, sem skapar grunn að góðum tengslum og trausti til að ræða síðar alvarleg málefni. Skýr fyrirmæli þar sem samræmi er milli orða og líkamstjáningar eru lykilatriði í samskiptum við börn, draga úr líkum á misskilningi og togstreitu og auka líkur á samstarfsvilja og hlýðni. Fyrirmælin þurfa að vera einföld og lýsandi, vingjarnleg en ákveðin, segja til hvers er ætlast, án málalenginga eða rökræðna og þeim verður að fylgja vel eftir. Hvort barn fer að fyrir- mælum ræðst m.a. af því hvernig þau eru gefin. Öll samskipti eru vandasöm, krefjast skilnings, umhyggju, áhuga og þolinmæði. Foreldri sem temur sér að hlusta á barn sitt, virða og skilja það sem því býr í brjósti leggur grunn að samvinnu og áhuga á því sem foreldrið hefur að segja. Jákvæð og uppbyggj- andi samskipti stuðla að tilfinningalegu öryggi barns og hjálpa því að takast á við lífið á eigin spýtur. Að tala við börn Bryndís Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarði Vetrarhátíð í Sundlaug Vesturbæjar Það var yndislegur vetrardagur fyrir nokkru þegar að ungmenni og starfsfólk frá Frostaskjóli gengu bros- andi inn um dyrnar á Vesturbæjarlaug- inni. Tilgangurinn var að skella sér í sund í tilefni af upphafi vetrarhátíðar í Vesturbænum sem er verkefni sem Vesturbæjarlaug, Frostaskjól og Vest- urgarður stóðu fyrir í sameiningu. Stuðið hófst klukkan fimm þegar hinir eiturhressu unglingastarfsmenn Frostaskjóls voru með leiki fyrir yngri kynslóðina. Keppt var í liðakeppni boðsundi á vindsængum og var keppnin gríðarlega spennandi. Leik- irnir enduðu svo með Bombukeppni sem að gengur út á það að mynda sem stærsta gusu þegar að hoppað er útí laugina. Undir þessu öllu glumdi tónlist frá plötusnúðunum Dj Retro & Dj Stefson. Krakkar úr ungennaskipta- hóp Frostaskjóls framreiddu svo vöffl- ur og kakó ofan í mannskapinn. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið sannkölluð friðar og ánægjustund í Vesturbænum. Mikla kátínu vakti liðakeppni í boðsundi á vindsængum. Tónleikar í Skjólinu Stemmning á tónleikunum Greinin byggir á bókinni: ,,Uppeldisbókin - að byggja upp færni til framtíðar” eftir Edward R. Christophersen og Susan L. Mortweet. Nýjungar í sumar- starfi Frostaskjóls Frostaskjól býður börnum og ung- lingum í Vesturbæ upp á fjölþætta þjónustu í sumar líkt og undanfarin sumur. Rík áhersla er lögð á það að bjóða börnunum upp á stöðugleika í umhverfi, umönnun og viðfangsefn- um, í bland við skemmtilega útiveru og holla hreyfingu. Nýjung í þeirri viðleitni að veita börnunum sem besta þjónustu er heilsáropnun frí- stundaheimila fyrir 6 og 7 ára börn. Þessi breyting stuðlar að stöðuleika og auknum tengslum barnanna við hvort annað, starfsfólkið og frístunda- heimilið. Í sumarfrístund fá öll börnin sundkennslu frá menntuðum sund- kennara og starfsmenn frístunda- heimilanna stýra skapandi verkefn- um í samstarfi við starfsfólk frístunda- heimilanna, auk þess sem börnin fara í stuttar ferðir og kanna nærumhverfi sitt í gegnum leik og starf. Frístundaheimilin loka í 4 vikur í júlí vegna sumarleyfa og gefst þeim börnum sem á því þurfa að halda kostur á að sækja blandað leikjanám- skeið fyrir 6-9 ára börn í Frostaskjóli. Sér ævintýranámskeið verða haldin í Frostaskjóli fyrir 8-9 ára börn í júní og ágúst samhliða rekstri á heilsárs- frístund, þar sem tekist verður á við krefjandi og skemmtileg þematengd verkefni. Áhersla er lögð á það að börnin ferðist bæði innan hverfis og utan og takist á við ný og spennandi viðfangsefni í bland við gömlu og góðu áherslurnar frá leikjanámskeiðunum. Til viðbótar við sumarfrístund, ævintýra- og leikjanámskeið rekur Frostaskjól leikvöll fyrir 2-6 ára við Frostaskjól í allt sumar og smíða- smiðju fyrir 8-12 ára við Melaskóla í 7 vikur. Eru allir foreldrar hvattir til að kíkja þar við í sumar með börn- unum sínum og fá sér kaffibolla hjá starfsfólkinu meðan börnin leika sér í öruggu umhverfi leikvallarins eða smíða sér sínar einkahallir á smíða- smiðju. 10-12 ára börnin geta sótt frístunda- klúbbinn Frosta í tvær vikur í júní. Ekkert þátttökugjald er í klúbbinn, en krakkarnir greiða sjálfir fyrir það sem þeir vilja gera. Þeir ráða ferðinni, ásamt starfsfólkinu og verður spenn- andi að sjá hvað þeim dettur í hug að gera í sumar. Starfsfólk Frostaskjóls hlakkar til að takast á við verkefni sumarins og vonast til að eiga gott sumar í Vesturbænum.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.