Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 4
4 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2007 Björn Ingi Hrafnsson formað- ur borgarráðs Reykjavíkurborg- ar gegnir einnig formennsku í hafnarstjórn Faxaflóahafna og í ÍTR. Mörg mál tengjast því setu hans í borgarstjórn og nefndum borgarinnar. Hann segir að sem formaður hafnarstjórnar finnst sér verkefnin á Mýrargötusvæð- inu mjög áhugaverð og einnig þær hugmyndir sem unnið er að um uppbyggingu í Örfirisey, þar sem miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar. “Í málefnaskrá okkar í borgar- stjórnarmeirihlutanum gerum við ráð fyrir fjórum svæðum til íbúðabygginga í borginni. Þau eru í Úlfarsárdalnum, Vatnsmýrinni, á Geldingarnes og í Örfirisey þar sem við ætlum að skipuleggja íbúðabyggð á kjörtímabilinu.” Björn Ingi segir hvert kjörtíma- bil fljótt að líða og vilji menn koma einhverju í framkvæmd verði að hafa snör handtök. “Við erum við á fullri ferð í þessu starfi og nú stendur alþjóð- leg samkeppni yfir um skipulag Vatnsmýrarinnar og einnig er unnið á fullu við skipulag Örfiris- eynnar. Stór fyrirtæki á borð við Þyrpingu og Björgun hafa kynnt hugmyndir um landfyllingar sem nú er unnið að athugun á. Á bak við uppbyggingu í Örfirisey og í Vatnsmýrinni eru hugmyndir um hvernig styrkja megi miðborgina og treysta bakstoðir hennar beg- gja vegna. Á sama tíma og við erum að þróa nýtt úthverfi í Úlf- arsárdal, sem líkjast mun Fossvog- inum að því leiti hverfið er byggt í suðurhlíðum. Með því viljum við gefa venjulegu fólki kost á að eign- ast lóðir í glæsilegu úthverfi.” Björn Ingi segir lóðauppboð, sem þróast höfðu hjá Reykjavíkur- borg hafi verið farin að fæla margt fólk frá því að sækja um lóðir. “Ég tel miður að svo hafi farið vegna þess að í mínum huga eru það grundvallarréttindi að fólk geti byggt þar sem það vill og sveitar- félögin eiga að stuðla að því án þess að vera að maka krókinn á lóðaúthlutunum með þeim hætti sem gert var.” Árangurinn kemur fyrr fram Þegar Björn Ingi Hrafnsson gaf kost á sér til setu í borgarstjórn fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar hafði hann komið að stjórn- málum með ýmsum hætti bæði sem varaþingmaður Reykjavík- urkjördæmis suður undanfarið kjörtímabil en einnig sem fram- kvæmdastjóri þingflokks fram- sóknarmanna og aðstoðarmaður utanríkisráðherra og forsætisráð- herra. - Hvað kom til að þú ákvaðst að fara hina leiðina og snúa þér að sveitarstjórnarmálum eftir að hafa fengist við landsmálin? “Ég byrjaði í þjóðmálunum en ákvað svo að breyta um. Ég lít ekki á pólitík sem ævistarf en borgarmálin bera hæst ber hjá mér núna í augnablikinu. Ég hafði starfað í skipulags- og byggingar- nefnd Reykjavíkur áður en að ég ákvað að gefa kost á mér til setu í borgarastjórn fyrir síðustu kosn- ingar en hætti störfum þar þeg- ar nefndin var lögð niður og nýtt skipulagsráð tók við hlutverki hennar. Mér finnst nándin í sveit- arstjórnarmálunum áhugaverð og auðveldara er að láta verkin tala á sveitarstjórnarstiginu en í þjóðmálunum. Árangur vinnunn- ar kemur fljótar fram en það sem fer í gegnum Alþingi. Það tekur lengri tíma að skila sér á hið verk- lega stig. Í borgarstjórn gefst manni líka kostur á að ræða við borgar- búa augliti til auglitis því margir koma til borgarfulltrúanna með fjölbreytt erindi. Ég hef reyndar aldrei prufað að vera í stjórnar- andstöðu. Ég hef unnið fyrir meiri- hluta bæði í skipulags og bygg- ingarnefndinni gömlu og einnig í störfum mínum fyrir þingflokka og ráðherra og að borgarmálum nú.” Borgarhverfin í sífelldri endurskoðun “Af því við vorum að tala um uppbyggingu í eldri borgarhlutum þá má aldrei líta svo á að þróun einhvers borgarhluta eða hverfis sé lokið þótt byggingarlandið sé vel nýtt. Við megum hins vegar ekki gleyma okkur í framkvæmda- gleði og fara út fyrir skynsamleg mörk. En við erum líka opin fyr- ir öllum möguleikum til þess að styrkja öll borgarhverfi hvort sem er með nýrri atvinnustarfsemi eða möguleikum til íþrótta og félags- lífs. Við höfum átt í viðræðum um þjónustuíbúðir fyrir aldraða og einnig sambýli fyrir fatlaða og aðra sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. “Við höfum verið að láta kort- leggja alla borgina að þessu leyti og finna út hvar hentug svæði fyr- ir slíkar byggðir sé að finna og enn er allt er opið í þessum efn- um. Við höfum sérstaklega horft til þess hvort til séu ónotaðir blettir sem gætu nýst betur að þessu leyti en viljum engu að síð- ur standa vörð um grænu svæðin. Spurningin er um hversu mörg opnu svæðanna eru græn svæði og hver þessara svæða gætu nýst fyrir byggð eða atvinnustarfsemi af einhverju tagi.” Eftirsóttustu útsvars- greiðendurnir fóru - En nánar að uppbyggingu mið- borgar og nýrra hverfa. Reykja- víkurborg hefur þanist nokkuð verulega út með nýjum og nýjum úthverfum. Eru borgarbúar og jafnvel Íslendingar almennt séu úthverfasæknir? “Já þeir eru það en ég held að það eigi einkum við fólk á vissu aldursbili. Sjálfur sóttist ég eft- ir því að búa í miðborginni og nágrenni hennar fyrir nokkrum árum og kunni vel að geta gengið um bæinn og jafnvel í vinnuna. Nú er ég komin með börn, sem þurfa að leika sér úti og þá koma aðrar þarfir og aðrir möguleik- ar. Þá skiptir gott leiksvæði og rými fyrir börnin miklu máli og mun auðveldara er um slík rými í úthverfum en á miðborgarsvæði þar sem margskyns atvinnu- og athafnalíf og búseta blandast sam- an. Þegar börnin eru uppkomin hallar fólk sér stundum að mið- bæjarbúsetu að nýju til þess að nýta sér nálægðina við þjónustu og margskyns mannlíf sem þar er að finna.” Björn Ingi segir að tryggja verði fólki val. “Að undanförnu hefur skort lóðir fyrir sérbýli í Reykja- vík. Við verðum að gera bragar- bót á því og auka framboð eins og kemur fram í þriggja áraáætlun borgarstjórnar. Barnafólki hefur fækkað í Reykjavík en verið að fly- tja til nágrannasveitarfélaganna. Stundum er sagt að sá hópur sé sá tekjuhæsti og hefur því stund- um verið kallaður eftirsóttustu útsvarsgreiðendurnir. Tekjur nágrannasveitarfélaganna hafa verið að aukast á kostnað Reykja- víkurborgar vegna þessa. Í stað þess að vísa fólki úr borginni á Reykjavíkurborg að leggja áherslu á að vera góður búsetukostur fyr- ir alla.” Viljum láta verkin tala Björn Ingi segir ánægjulegt sjá hversu mikill hraði er á þeirri upp- byggingu sem meirihlutaflokkarn- ir í borgarstjórn eru að beita sér fyrir. “Við lögðum upp með hugtakið athafnastjórnmál sem má útleggja að láta verkin tala. Við náðum síðan góðri samstöðu um það og sem dæmi um að þessu hefur ver- ið veitt eftirtekt get ég nefnt að við Vilhjálmur borgarstjóri feng- um ábendingu frá sveitarstjórnar- manni utan af landi á dögunum þess efnis að við færum nú heldur hratt yfir. Við værum annað hvort búnir að efna allt sem stæði í mál- efnaáherslunum eða setja það í farveg. Hann taldi að við ættum að dreifa þessu meira á kjörtíma- bilið til þess að við hefðum eitt- hvað að gera á síðari hluta þess.” Frístundakortin eru bylting Björn Ingi nefndi nokkur dæmi um verkefni sem komin eru í gang. Þar á meðal í málum eldri borgara og síðan frístundakort- in sem verða sett í gang fyrir öll börn og ungmenni í borginni á aldrinum sex til 18 ára á komandi sumri. “Frístundakortin eru risa stórt mál sem setja mun Reykjavíkur- borg í röð allra fremstu sveitar- félaga í landinu. Með kortunum erum við að gera börnum í borg- inni kleift að taka þátt í tómstund- um, íþróttum, listnámi og öðru slíku algerlega óháð efnahag og aðstæðum foreldra og forráða- manna. Ég tel að í þessu felist hrein þjóðfélagsbylting enda töldu margir að með þessu væri verið að leggja nokkuð mikið í hlutina. En ég er ákaflega stoltur af að standa að þessu verki og að meiri- hluta sem er umhugað um verk- legar framkvæmdir eins og skipu- lagningu íbúðahverfa og atvinnu- svæða en hugsar á sama tíma um velferð fólksins með aðgerðum á borð við frístundakortin. Þverpóli- tísk samstaða myndaðist einnig í borgarstjórn um málið sem ekki er algengt að gerist í borgarstjórn Reykjavíkur.” Fólkið er víðar en í 101-um Björn Ingi flutti tillögu í borgar- ráði um að selja húseign borgar- innar við Fríkirkjuveg 11 á síðasta ári. Hann segir að tillagan hafi ekki verið óumdeild en fleiri hafi þó talið hana skynsamlega. “Þetta húsnæði hentaði ekki nægilega vel því nútímalega starfi ÍTR sem þar er til húsa. Fríkirkju- vegurinn er hins vegar virðulegt hús og er nú komið í hendur afkom- anda Thors Jensens, sem byggði það á sínum tíma. Þeir ætla nú að viðhalda húsinu af miklum metn- aði og koma þar á fót safni þannig að fólk mun fá mun meira aðgengi að því en nú er. Við erum búin að velja ÍTR framtíðarhúsnæði í húsi Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjar- háls, sem mér finnst tímanna tákn. Nú kynnu einhverjir að halda því fram að stjórnsýsla borgarinnar ætti öll að vera á einum stað í mið- borginni. Á móti því vil ég benda á að fólk- ið er víðar en við Tjörnina og í 101-um. Reykvíkingar búa á stóru svæði og með þessu erum við að reyna að nálgast þá fjölbreytni sem er í byggð borgarinnar. Breiðholt- ið gegnt Árbænum var eitt sinn útnári en er löngu orðið miðsvæð- is í borgarbyggðinni þegar við lít- um yfir hana sem eina heild. Þetta er skýrt dæmi um breytingar þar sem byggð er að vaxa og sveitar- stjórnir verða að taka mið af þeim í störfum sínum á hverjum tíma,” segir Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs Reykjavíkur. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs. Styrkja þarf miðborgina og bakstoðir hennar Fríkirkjuvegur 11 er hins vegar virðulegt hús og er nú komið í hendur afkomanda Thors Jensens, sem byggði það á sínum tíma. Þeir ætla nú að viðhalda húsinu af miklum metnaði og koma þar á fót safni þannig að fólk mun fá mun meira aðgengi að því en nú er. Við erum búin að velja ÍTR fram- tíðarhúsnæði í húsi Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls, sem mér finnst tímanna tákn.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.