Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 5
5VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2007 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Þorsteinn Bergs- son, framkvæmdastjóri Minja- verndar og Þröstur Ólafsson stjórnarformaður Minjaverndar hafa undirritað samninga um Aðalstræti 10 og leigusamning um hluta þess húss. Sem tákn um verklok endur- uppbyggingarinnar festu borg- arstjóri og stjórnarformaður Minjaverndar upp skjöld þar sem fram koma upplýsingar um húsið. Gengið er frá samningn- um á sama tíma og endurbygg- ingu hússins er lokið en verkið hófst haustið 2005. Aðalstræti 10 var reist árið 1762, og er því elsta húsið í mið- borg Reykjavíkur, en Viðeyjar- stofa er elsta hús Reykjavíkur og var reist árið 1755. Í upphafi var Aðalstræti 10 notað sem klæðageymsla en síð- ar jafnframt íbúð fyrir bókara og bókhald Innréttinganna. Árið 1807 eignaðist Geir Vídalín bisk- up húsið en árið 1823 keypti konungur það að biskupi látn- um. Meðal þeirra sem hafa átt aðsetur í húsinu er Jón Sigurðs- son forseti en bróðir hans Jens bjó þar. Matthías Johannesen faktor keypti húsið árið 1873 og bjó þar þangað til því var breytt í sölubúð árið 1889. Árið 1894 eignaðist Helgi Zoëga kaupmað- ur húsið en kaupmennirnir Silli og Valdi keyptu það árið 1926 og ráku þar verslun í áratugi. Frá árinu 1984 hafa ýmsir veit- ingastaðir og krár verið reknar í húsinu. Reykjavíkurborg keypti það árið 2001. Á neðri hæð gamla hússins mun Reykjavíkurborg verða með aðstöðu til sýningarhalds þar sem hægt verður að kynna sögu hússins og götunnar. Að baki gamla húsinu hefur verið byggt nýtt steinhús, af svipaðri stærð og lögun og það gamla, og húsin tengd með glerskála. Þessi við- bót eykur mjög á notkunar mögu- leika staðarins. Hópur íslenskra hönnuða og fjárfesta hafa tekið höndum saman og stofnað fyrir- tæki og hyggjast opna þar versl- un til að selja íslenska hönnun- arvöru. Markmiðið er að koma á framfæri á einum stað í Reykja- vík íslenskri hönnun í hæsta gæðaflokki.. Endurgerð götumyndar Aðal- strætis hófst árið 1998 með nið- urtöku Ísafoldarhússins og upp- byggingu þess að Aðalstræti 12. Síðan hefur verið lokið við end- urgerð Aðalstrætis 2 sem hýsir meðal annars Höfuðborgarstofu og endurgerð Aðalstrætis 16 sem hýsir Hótel Reykjavik Centr- um. Aðalstræti 10. Húsð var reist 1762, og er því 245 ára á þessu ári. Uppbyggingu elsta húss miðborgar Reykjavíkur lokið Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is Fjölbreyttur og girnilegur Skrúður Nýr matseðill Fjölbreyttir og spennandi réttir. Komdu og njóttu góðrar stundar yfir góðum mat. þemadagar á fimmtudögum Á hverjum fimmtudegi komum við á óvart og gerum eitthvað alveg nýtt og forvitnilegt. Brunch í hádeginu á sunnudögum Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, 50 % afsláttur fyrir börn 6 -12 ára. P IP A R • S ÍA • 70 072 Samstarf leikskóla og kirkju í Vesturbænum Laugardaginn 14. apríl standa Nes- og Dómkirkja fyrir fræðslu- degi í Safnaðaheimili Neskirkju fyrir starfsfólk í leikskólum í Vesturbænum. Öllu starfsfólki á leikskólum í sóknunum tveim- ur stendur til boða að taka þátt í fræðsludeginum sem stendur frá kl. 9:45 til kl. 13:00. Það eru þeir Sigurvin Jónsson æskulýðs- fulltrúi Neskirkju og sr. Þorvald- ur Víðisson miðborgarprestur Dómkirkjunnar sem hafa veg og vanda af fræðsludeginum. Tvö fræðsluerindi verða flutt, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur erindi sem ber yfirskriftina „Það vex sem að er hlúð” og Halla Jónsdóttir aðjúnkt við KHÍ flytur erindi sem nefnist „Í sátt og sam- lyndi”. Milli erindanna verður boð- ið upp á léttan hádegisverð. Kirkja og skóli hafa haldist í hendur í árhundruð á Íslandi. Upp- haf skólastarfs má rekja til kirkj- unnar og þeirrar áherslu siðbótar- manna að mikilvægt sé að kenna öllum að lesa. Samstarfsþræðir kirkju og skóla eru margir, einn þeirra er samstarf um fræðslu. Gjarnan koma leikskólar í heim- sókn í kirkjuna í kringum jól eða páska. Kirkjan tekur slíkum heim- sóknum með gleði og tekur hlut- verk sitt alvarlega um að fræða um innihald stórhátíðanna. Öllum leikskólum stend- ur til boða heimsókn frá kirkjunum Nes- og Dómkirkja hafa einnig boðið upp á mánaðarlegar heim- sóknir um árabil, í þá leikskóla sem það þiggja. Öllum leikskólum í sóknunum stendur til boða að fá æskulýðsfulltrúa í heimsókn til sín, og er þeim erindum tekið fagnandi í kirkjunum tveimur. Í þeim heimsóknum eru gjarnan sagðar frásögur af Jesú og börn- unum kennd bænarvers, einnig er sungið með krökkunum og brúða kemur í heimsókn. Lagt er upp með að heimsóknirnar séu skemmtilegar og hefur verið gagn- kvæm ánægja með það samstarf í gegnum árin. Fræðsludagurinn 14. apríl er lið- ur í þessu samstarfi. Mikilvægt er að hlúa vel að starfsfólki leikskól- anna og öllu starfsumhverfi þess. Erindi fræðsludagsins miða fyrst og fremst að því markmiði. Það er frábært að sjá og finna hversu dýr- mætt starf er unnið á leikskólum Vesturbæjar. Til hamingju með það!

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.