Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Page 4
OKTÓBER 20054 Vesturbæjarblaðið
Þjónustumiðstöðin Vesturgarður opnuð með hausthátíð:
Meirihluti borgarstjórnar sýndi
frábæra takta í því að sippa
Laugardaginn 24. september
sl. var haldinn hausthátíð á
Hjarðarhaganum í tilefni af opn-
un þjónustuskála Vesturgarðs.
Hátíðin hófst með árvarpi borg-
arstjóra, Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur, síðan flutti Skerja-
fjarðarskáldið Kristján Hreins-
son ljóð sem hann afhenti síðan
Vesturgarði; reynt var að slá met
í þátttökufjölda í því að sippa,
sem nokkrir borgarfulltrúar
tóku þátt í og loks var keppt í
óhefðbundnum keppnisgreinum
eins og pokahlaupi þar sem þrír
þátttakendur voru í tveimur pok-
um. Síðast, en ekki síst, fengu
allir viðstaddir súkkulaðiköku.
Fimm þjónustumiðstöðvar hafa
tekið til starfa í Reykjavík. Þar er
veitt þjónusta við einstaklinga og
fjölskyldur, sem áður var veitt var
frá Félagsþjónustunni í Reykjavík.
Auk þess veita þjónustumiðstöðv-
arnar sérfræðiþjónustu frá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og
Leikskólum Reykjavíkur og frí-
stundaráðgjöf frá Íþrótta- og tóm-
stundasviði.
Markmiðið með stofnun þjón-
ustumiðstöðvanna er að bæta
þjónustu borgarinnar með því að
gera hana aðgengilegri fyrir íbúa
og með því að auka samstarf sér-
fræðinga í málefnum barna og
fjölskyldna. Jafnframt munu þjón-
ustumiðstöðvarnar leggja mikla
áherslu á að efla hvers kyns
hverfastarf í samstarfi við íbúa,
félagasamtök að aðra þá sem vilja
láta til sín taka.
Þjónustumiðstöðvarnar eru
Vesturgarður, þjónustumiðstöð
fyrir íbúa Vesturbæjar, er að
Hjarðarhaga 45-47; þjónustumið-
stöð fyrir íbúa Miðborgar og Hlíð-
ar að Skúlagötu 21; þjónustumið-
stöð fyrir íbúa Laugardals- og
Háaleitis að Síðumúla 39; þjón-
ustumiðstöð fyrir íbúa Breiðholts
að Álfabakka 12. Auk þess er
þjónustumiðstöð (útibú frá Breið-
holti) fyrir íbúa Árbæjar og Graf-
arholts að Bæjarhálsi 1. Miðgarð-
ur, þjónustumiðstöð fyrir íbúa í
Grafarvogi og á Kjalarnesi er í
Langarima 21.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, seg-
ir að opnun Vesturgarðs sé liður í
því að færa þjónustuna nær íbú-
unum og þessar þjónustumið-
stöðvar sé verið að opna hverja
af fætur annari um alla borg á
undanförnum helgum. Á þessum
stöðum eiga Reykvíkingar að geta
sótt alla þá þjónustu sem þeir
þarfnast frá borginni. Þessar
þjónustumiðstöðvar muni einnig
skapa sterkari hverfisvitund.T.d.
verði Vesturgarður miðja Vestur-
bæjarins, og þar verður staðið
fyrir hverfauppákomum og fleira
sem tengist þjónustu við Vestur-
bæinga.
Hverfavitund
Vesturbæinga sterk
- Er enginn hætta á því að með
þessum þjónustumiðstöðvum
fjarlægist íbúar Reykjavíkur hver
annan vegna þess að þeir eigi
minna að sækja í miðlæga þjón-
ustu eins og t.d. Ráðhúsið við
Tjörnina?
„Ég held að það sé engin hætta
á því. Það er auðvitað þannig að
það er mjög mismunandi mikil
hverfavitund og hún er mjög
sterk hér í Vesturbænum. Ég held
að Vesturbæingar líti á sig eins og
„Þingeyingana“ í borginni því þeir
finna svolítið til sín. Þessi hverfis-
vitund er einnig vaxandi í öðrum
hverfum borgarinnar, hún er mik-
il í Grafarvogi og einnig töluverð í
Árbænum, en minni annars stað-
ar,“ segir Steinunn Valdís Óskars-
dóttir borgarstjóri í viðtali við
Vesturbæjarblaðið.
- Hver var ástæða þess að borg-
arstjórn ákvað að útfæra þjónust-
una með þessum hætti?
„Þetta er liður í þessum stjórn-
kerfisbreytingum, þetta er upp-
stokkun á stjórnkerfi borgarinnar,
og í því að skilgreina betur borg-
ina sem þjónustuvæna. Reykjavík
er orðin mjög stór og fjölskyldur
sem þurftu áður að leita eftir
þjónustu Reykjavíkurborgar,
hvort sem er vegna skóla, frí-
stundamála, leikskóla, félagslegr-
ar heimaþjónustu, þurftu iðulega
áður fyrr að fara milli margra
staða. Markmiðið er að einfalda
þessar boðleiðir, færa þjónustuna
nær íbúunum og gera þjónustuna
markvissari.
Í framtíðinni á þetta fyrirkomu-
lag einnig að skila sparnaði. Það
fylgir ekki kostnaðarauki rekstri
þjónustumiðstöðvarinnar hér í
Vesturgarði, eða annars staðar í
borginni.“
Ekki kostnaðarauki
„Minnihluti borgarstjórnar-
flokks Sjálfstæðisflokksins hefur
haldið fram að kostnaðurauki
vegna þessara þjónustumið-
stöðva sé um 300 milljónir króna.
Það er rangt, það er hægt að nota
liðlega 100 milljónir króna til að
brúa bil til að koma þjónustumið-
stöðvunum á laggirnar, en af
þeirri upphæð hafa aðeins verið
notaðar um 20 milljónir króna.
Þetta skilar sér til baka,“ sagði
borgarstjóri við formlega opnun
Vesturgarðs 24. september sl.
Fjölbreytt þjónusta
Í Vesturgarði má finna fjöl-
breytta þjónustu en leiðarljósið
er að að hafa viðskiptavininn
alltaf í öndvegi og að traust tengsl
inn á við skapi betri lausnir út á
við. Þarna má finna m.a. úrlausn
vegna:
• Kennsluráðgjafar
• Leikskólaráðgjafar
• Daggæsluráðgjafar
• Sálfræðiráðgjafar
• fjárhagsaðstoðar
• Mati á heimaþjónustu
• Umsókna um leiguhúsnæði
• Innritun í leikskóla
• Umsagna vegna ættleiðinga
• Sérkennsluráðgjafar
• Þjónustu við eldri borgara
o.fl. ■
Borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sýndi að hún hefur engu
gleymt frá því hún var að sippa í barnaskóla. Með henni sippaði
einnig borgarfulltrúinn Stefán Jón Hafstein, sem einnig sýndu mikið
úthald, en sippað var í 3 mínútur.
Kór eldri borgara við Neskirkju söng undir stjórn Ingu J. Backman.
Skerjafjarðarskáldið Kristján
Hreinsson flytur ljóðið
„Garðurinn okkar“ sem var ort í
tilefni dagsins.