Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Síða 7

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Síða 7
Tjöld ljósum lit löng að prýða með furðu fárámleg farfa skipti; krossaum og pells kasta í þéttan tvist augna og refilsaum einnig sprang og glit. Þannig orti Stefán Ólafsson skáld um kvenlegar listir árið 1645 en ljóðið birtist í Heilræða- kvæðum. Helga Jóna Þórunnardóttir er textíl-framhaldsskólakennari frá Skals Textilseminariet í Dan- mörku. Fyrsta árið í Danmörku var hún nemandi við Skals Hånd- arbejdsskole, þar sem hún lærði m.a. útsaum, fatasaum, vefnað, prjón á vélar, þæfingu og fleira. Að því ári loknu hóf hún nám í Skals Textilseminarium og lauk vorið 2005 námi sem handavinnu- kennari fyrir fullorðna. Aðalfögin þar voru útsaumur, prjón (hand- og vélprjón), vefnaður og fata- saumur. Auk þess sótti Helga Jóna mismunandi vikunámskeið á vegum skólans, s.s. í þrykki, þæf- ingu, skapandi prjónavélanotkun o.fl. Í janúar 2004 hóf hún að kenna útsaum í kvöldskóla á Skals Hånd- arbejdsskole, m.a. til þess að dýpka enn frekar þekkingu sína í útsaumi og einnig kenndi hún or- keringu um tíma. Samhliða þessu hefur Helga Jóna tekið þátt í nokkrum hand- verkssýningum á Íslandi, sem og sýningum á vegum skólanna, tek- ið að sér útsaum fyrir fólk og skrifað greinar í „Dansk Husflid.“ Sýningarnar eru m.a. Töskur, Handverk og hönnun 2003; Allir fá þá eitthvað fallegt, Handverk og hönnun 2003 og 2004; Jólasýning Norrænahússins 2003; Category X, Listasafni Árnesinga 2004; Vest Norden í Laugardalshöll 2004 og Sögur af landi, Handverk og hönn- un 2005. Verðmætamat fólks að breytast Helga Jóna er með útsaums- námskeið heima hjá sér í Vestur- bænum á Víðimel 69 en auk þess kennir hún á námskeiðum hjá Handíðum í Kópavogi. Helga Jóna var spurð að því hvort stöðugt færri Íslendingar kynnu útsaum. „Það var þannig, en mér finnst að þetta sé í sókn aftur, það eru stöðugt fleiri sem vilja læra þetta. Ég er núna með tvo hópa hérna heima á námskeiði, en það er hægt að komast á námskeið hjá mér, bara hafa samband. Að sjálf- sögðu er þetta ekki bara fyrir Vesturbæinga, þetta er opið öll- um. Skýringin á því af hverju handverk nýtur vaxandi vinsælda gæti verið sú að fólk vill stundum vera öðru vísi en fjöldinn og það vill líka læra að skapa eitthvað sjálft, en ekki kaupa flík eins og allir aðrir. Það er alltaf gaman að nota eitthvað sem þú hefur skap- að sjálfur, það verður svo per- sónulegt. Fólk er farið að meta handverk miklu meira en áður var en á tímabili ríkti svolítið mikið í fólki að það borgaði sig alls ekki að gera hlutina sjálfur, og alls ekki að vera með útsaum vegna þess að það væri svo tímafrekt. Ætli verðmætamat fólks sé ekki að breytast, það er að verða öðru vísi í þessu þjóðfélagi þar sem hægt er að fá nánast allt fyrir pen- inga,“ segir Helga Jóna Þórunnar- dóttir. Helga Jóna bendir á, máli sínu til staðfestingar, að handverks- búðum hafi fjölgað undanfarin misseri og verslanir sem hafi starfað um árabil hafi verið að auka sín umsvif. Hún segir að alltaf þurfi að vera endurnýja hug- myndir fyrir nemendurna, það sé kannski ekki svo erfitt þar sem fjölbreytileikinn sé svo mikill. Svo sé það mikilvægt að þetta er ekki dýrt, en það ræðst auðvitað af því hversu margir litir séu notaðir, en hver litur á venjulega mynd kost- ar kannski um 100 krónur, þ.e. ein dokka fyrir utan ramma. Frekar karlar en konur fyrr á öldum „Til þessa hafa eingöngu konur sótt þessi námskeið, en auðvitað eru karlmenn velkomnir. Þetta getur líka verið ágætis tóm- stundagaman fyrir karlana t.d. fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Svo er hægt að taka þetta með sér hvert sem farið er, svo fram- arlega sem ekki er t.d. verið að sauma út í veggteppi eða eitthvað svipað. En líklega eru karlarnir svo feimnir eða óframfærnir og telji að þetta sé eingöngu fyrir konur, þetta sé of fínlegt og kven- legt. En það er mesti misskilning- ur. Í Evrópu fyrr á öldum voru það oft karlmennirnir sem voru á sauma út,“ segir Helga Jóna Þórunnardóttir. OKTÓBER 2005 7Vesturbæjarblaðið Vaxandi áhugi á kvenlegum listum: Fjölbreytt útsaumsnámskeið á Víðimelnum Helga Jóna Þórunnardóttir textílkennari á vinnustofu sinni á Víðimel 69 með ýmislegan fallegan útsaum eftir hana sjálfa.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.