Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Síða 11
Allmörg undanfarin ár hafa
verið haldin jóganámsskeið á
Aflagrandanum undir heitinu
JÓGA OG HEILSA. Þessi náms-
skeið eru öllum opin en flestir
sem koma eru úr Vesturbænum
eða nánasta umhverfi. Konur eru
í meirihluta og þær eru gjarnan á
miðjum aldri. Námskeiðin eru
haldin alla virka daga frá klukk-
an 18.00 til 19.00 nema föstu-
daga, og þriðjudags- og fimmtu-
dagsmorgna eru jóganámskeiðin
frá klukkan 09.00 til 10.00.
Jóga vekur stundum svolitla for-
vitni almennings, margir telja
þetta vera sprottið upp af ein-
hverri dulúð, en hins vegar er
raunar engin dulúð kringum það.
Á síðasta áratug hefur fjöldi jógaá-
stundenda margfaldast hér á
landi, raunar má segja að hér hafi
orðið jógasprenging. Samhliða
þeirri fjölgun, en þó öllu hraðar, er
orðinn til stór hópur af fólki sem
hefur sótt jógakennara- eða leið-
beinendanámskeið af ýmsu tagi.
Hildur Björg Eydal jógakennari og
jógaþerapisti sér um starfssemina
á Aflagranda. Hún var spurð hverj-
ir sæktu þessi námskeið og hvern-
ig þau væru og eins hvort jóga
væri betra fyrir konur en karla.
„Jóga er gott fyrir alla, konur
sem karla og fólk á öllum aldri. En
það má kannski segja að jóga sé
sérstaklega gott fyrir fólk á miðj-
um aldri þegar líkaminn þarf á því
að halda að viðhalda styrk sínum
og sveigjaleika og til að fyrirbyggja
stirðleika og liðverki. Konur sem
eru meðvitaðar um heilsu eru sér-
staklega duglegar að sækja þessa
líkamsrækt, þær virðast gera sér
mjög vel grein fyrir hve mikilvægt
það er að huga bæði að líkamlegri
og andlegri heilsu.
Konur sem oft eru undir miklu
álagi finna vel hvað jóga gerir
þeim gott bæði til að styrkja og
byggja upp líkamann og til að læra
að slaka á og vinna gegn streitu.
Karlmenn mættu vera duglegri að
taka þátt en það kemur örugglega,
það er bara að byrja og prófa.
Jóga er alls ekki eingöngu konu-
sport en karlmenn halda kannski
og þessi mjúka, hæga og rólega lík-
amsþjálfun sé einkum ætluð kon-
um en það er algjör misskilningur.
Karlmenn hafa ekki síður gott af
jóga, þeir sem eru oft í miklu stres-
si og hraða hafa einmitt gott af því
að hægja á sér og slaka á. Góð lík-
amsþjálfun þarf ekki bara að vera
púl og hraði. Það tilheyrir því líka
að byggja sig upp að læra að slaka
á og hugsa um andlega líðan,“ seg-
ir Hildur Björg Eydal.
- Hvernig tengist jóga heilsunni,
er það heilsubætandi?
„Jóga er einstök aðferð til að
byggja líkamann upp, minnka and-
lega spennu og kyrra og róa hug-
ann. Líkamsæfingarnar sem eru
framkvæmdar hægt og rólega
styrkja líkamann, losa um spennu í
vöðvum, koma betra jafnvægi á
taugakerfið, örva innri líffæri lík-
amans og auka mjög sveigjanleika
í liðum.
Jóga sem er byggt á þúsunda
ára gamalli reynslu hefur löngu
sannað gildi sitt sem sú heilsurækt
sem eykur bæði andlega og líkam-
lega vellíðan og hefur því veruleg
áhrif á að viðhalda góðri heilsu.“
- Það munu vera til margar teg-
undir af jóga. Hvaða jóga kennir
þú?
„Ég kenni svokallað Hathajóga
sem er einna algengast á Vestur-
löndum. Hathajóga byggir á sér-
stökum líkamsstöðum, önd-
unaræfingum, slökun og hug-
leiðslu. Ég legg sérstaklega mikla
áherslu á að kenna góða slökun og
hver tími hjá mér endar alltaf með
langri slökun. Ég hef fengið ein-
staklega góð prógrömm í þessu
skyni í samráði við erlenda aðila
sem vinna á svipuðum nótum og
ég. Fólk í nútímasamfélögum þarf
að læra og kunna að slaka á og
finna innri hvíld.“
- Af hverju er svo mikilvægt að
kunna að slaka á?
„Í hraða dagsins gleymum við
oft líkamanum en keyrum okkur
áfram. Við hlustum oft ekki á þau
merki sem líkaminn er að gefa okk-
ur um að við séum undir of miklu
álagi og það geti verið heilsu okk-
ar hættulegt. Líkaminn bregst
alltaf við of miklu álagi eða streitu
eins og það er líka kallað. Streitu-
viðbrögð eru mismunandi frá ein-
um einstaklingi til annars. En al-
geng streitueinkenni eru t.d. þrey-
ta, spenna í líkamanum, magaverk-
ir og svefntruflanir. Einnig er al-
gengt að fólk verði önugt, óþolin-
mótt og lítið þurfi til að koma við-
komandi úr jafnvægi.
Þegar fólk lærir djúpa slökun
lærir það að höndla streitu betur,
slökunin hefur áhrif á allt líkams-
kerfið, vöðvar slaka á, djúp öndun
róar hugann og manneskjan finnur
velllíðan og innri ró. Rannsóknir
sýna jákvæð áhrif slökunar koma
m.a. fram í betra ónæmiskerfi og
eykur hæfni mannsins til að lækna
sig sjálfur.“
- Hvað þarf að stunda jóga oft til
að það geri gagn. Er kannski nóg
að mæta „stundum“?
„Það er kannski ekki hægt að
gefa neina eina uppskrift af því en
allir finna að regluleg ástundun
hefur mikil og góð áhrif. Þú finnur
vellíðan bara þegar þú prófar jóga
en ef þú stundar það tvisvar eða
þrisvar í viku þá kemstu að raun
um að þú nærð verulegum ár-
angri. Allt sem þarf í byrjun er að
gefa sér tíma, vera jákvæður og
hafa lögun til að vilja lifa heilsu-
samlegra lífi þar sem maður sjálf-
ur er virkur þátttakandi til að bæta
líkamlega sem andlega heilsu
sína. Margir sem byrja að stunda
jóga finna að þeir geta hreinlega
ekki verið án þess.“
- Er jóga fyrir alla, geta allir lært
jóga?
„Já, það geta allir lært það. Sum-
ir virðast hræddir um að jóga sé
svo flókið og erfitt að þeir ráði
ekki við það. Jóga sem ég kenni er
alhliða og miðast við að allir geti
verið með. Prógrammið er ólíkt frá
skipti til skipti en margt er líka
endurtekið þannig að fólk lærir að
verða betra og betra að gera sum-
ar æfingar. Hver og einn gerir bara
eins og hann getur og á sínum
hraða. Auðvitað er hægt að hafa
prógrammið með erfiðum æfing-
um en mér finnst aðalmarkmiðið
að vera með prógram sem hentar
öllum þó svo að ég geti haft
prógrammið misþungt,“ segir Hild-
ur Björg Eydal.
Þeir sem vilja kynna sér
starfssemina betur geta bæði far-
ið inn á heimasíðuna www.jogaog-
heilsa.com eða haft samband í
síma 864-4476. ■
OKTÓBER 2005 11Vesturbæjarblaðið
Félagsmiðstöðin Aflagranda 40:
Jóga og heilsa fyrir alla
Vesturbæjarblaðið vakti á því athygli í vor að umferðarhraði um
Ægisíðuna væri allt of mikill. Það var eins og við manninn mælt,
hafist var handa við að setja upp hraðahindranir. Margir íbúar við
Ægisíðu eru mjög sáttir við þessa framkvæmd því hún hefur dreg-
ið mjög úr umferðarhraðanum, sem mörgum stóð stuggur af.
Svona hraðahindranir mætti víðar setja upp.
Hraðahindranir á Ægisíðu