Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Page 14

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Page 14
OKTÓBER 200514 Vesturbæjarblaðið Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGLÝSINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Myndasagan eftir Þuríði Blævi Jóhannsdóttur Ægisbúar með Hrekkjavöku- útilegu við Úlfljótsvatn Sumarið var afar gott hjá Ægis- búum en starfssvæði þess er Vesturbærinn og Seltjarnarnesið. Starfsemi Ægisbúa er hafin en þeir hafa starfsaðstöðu í íþrótta- húsi Hagaskóla. Eins og síðastlið- in sumur hefur skátafélagið Ægis- búar rekið Útilífsskóla og var hann vel sóttur í sumar. Krakkar í Vesturbæ og af Seltjarnarnesinu tóku þátt og skemmtu sér vel við ýmiskonar verkefni, leiki, glens og gaman. Krakkarnir fóru m.a. að dorga við höfnina, í vettvangs- ferðir í Öskjuhlíð og Elliðaárdal, fóru í sund og einnar nætur úti- legu við Úlfljótsvatn í tjaldi. Við þökkum öllum þátttakendum fyrir samveruna í sumar. Hápunktur sumarsins var þegar Ægisbúar fóru á Landsmót skáta vikuna 19 til 26. júlí sl. Um 90 Æg- isbúar fóru á landsmótið og skemmtu sér sem aldrei fyrr. Blíð- an var einstök á meðan mótinu stóð, 20-30 stiga hiti allan tímann og margt um að vera. Klifur, sig, bátar, vatnasafarí, ýmsar þrautir og leikir. Að sjálfsögðu kynntust Ægisbúar fullt af öðrum skátum, innlendum og erlendum. Farar- stjóri Ægisbúa hafði lofað því að éta hatt sinn ef að einn skáti gæti sagt að honum þætti allt við landsmótið leiðinlegt. Hatturinn er enn á sínum stað, óétinn! Starfið er hafið á ný í Ægisbú- um með skemmtilegu fundarstarfi og enn þá skemmtilegri útilegum. Á fundum verður lögð áhersla á leiki og gagnlega kunnáttu. Ylfing- ar (8-9 ára) munu fara í spennandi dagsferðir en skátar (10-12 ára) fara í útilegur. Framundan eru sveitarútilegur Sjórara, Hafmeyja og Sefmeyja. Hápunkturinn verð- ur helgina 21-23. október nk. þeg- ar Hrekkjavökuútilegan verður haldin við Úlfljótsvatn. Verða nornir? Verða hrekkir? Vitað er að Paddan mætir. Óhætt er að hvetja alla hressa krakka til að vera með skátaævin- týrinu, það er aldrei of seint að byrja. Skátastarfið er nokkuð sem er varanlegt, fólk býr að því alla tíð. ■ Hressir strákar í vagni í Útilífsskóla Ægisbúa. MARTA GUÐJÓNSDÓTTIR 6. SÆTIÐ Kosningaskrifstofa Mörtu í Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, þriðju hæð, er opin alla virka daga frá klukkan 16.00 - 19.00. Laugardaga og sunnudaga er opið frá klukkan 14.00 - 18.00. Kjósum Mörtu í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Marta er traust, áræðin og framsækin. Marta situr nú í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og hefur á kjörtíma- bilinu setið í umhverfis-og heilbrigðisnefnd, velferðarráði, hverfisráði Kjalarness og er auk þess varamaður í menntaráði. stuðningsmenn Marta er formaður Félags sjálfstæðismanna í Nes-og Melahverfi. Samkeppni um ljósker í húsi OR Ljóstæknifélag Íslands varð 50 ára 22. október 2004. Markmið félagsins er að stuöla að betri lýsingu og sjónskilyrðum og veita almenna, hlutlausa fræðslu um allt er varðar lýsingu og sjónstarf. Félagið vinnur að þessu markmiði sínu með því að stuðla að flutningi erinda, um- ræðum, útgáfu rita, námskeiðum og sýningum eða með öðru móti er henta þykir. Í desembermánuði verður fé- lagið með sýningu í húsi Orku- veitu Reykjavíkur í sal sem heitir 100 gráður en sýningin tengist samkeppni sem fer fram um ljós- ker í öllum mögulegum útgáfum og útfærslum. Markmiðið er að auka áhuga folks á hönnun lýs- ingar og ljósgjafa. Sýningin hefst 3. desember nk. En úrslit í samkeppninni verða kynnt 14. janúar 2006. Vegleg verðlaun eru í boði, en sá sem hreppir 1. verðlaun fær 500 þúsund krónur. ■

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.