Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Page 1

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Page 1
10. tbl. 8. árg. NÓVEMBER 2005Dreift ókeypis í öll hús í Vesturbæ og Miðborg Eiðistorg • Opið virka daga 9-19 og laug. 10-14 JL húsið • Opið virka daga 9-21og helgar 10-21 Melhaga • Opið virka daga 9-18 og laug. 10-14 Austurstræti • Opið virka daga 10-18           Hrekkjavaka í Selinu Nokkur þeirra barna sem voru á hrekkjavöku í Selinu sl. mánudag. Frístundaheimilið Selið er í Melaskóla. Á mánudaginn var þar hrekkjavökudagur. Foreldra- viðtöl voru í skólanum svo krakkarnir höfðu tök á að mæta klukkan 8:00 um morguninn. Þeir sem vildu og gátu komu í búningum og var mikið glatt á hjalla. Mikið var af alls kyns kynja- verum, vampírum, draugum, ninja, skröttum og nornum en svo voru auðvitað líka nokkuð af spiderman, batman og prinsess- um. Valdir voru flottustu og frum- legustu búningarnir, farið var í rat- leik um nágrennið, farið niður á Tjörn og öndum og smáfuglum gefið, lesnar draugasögur, hlustað á draugahljóð og fleira skemmti- legt. Dagurinn endaði svo á draugamynd „Undir stiga“ og með henni var borið fram popp og djús. Frístundaheimilið Selið í Mela- skóla hefur umsjón með skipu- lagðri tómstundadagskrá fyrir börn í 1. - 4. bekk. Dagskrá hefst við lok venjulegs skóladags og henni lýkur kl. 17:00. Markmið Selsins eru í tvíþætt. Í fyrsta lagi að bjóða upp á skipulagða og metnaðarfulla tóm- stundadagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hver einstaklingur fær að njóta sín. Í öðru lagi er markmiðið að bjóða foreldrum upp á skemmti- legan og öruggan stað fyrir börn þeirra að leika sér á. Eins að for- eldrar geti verið vissir um að eftir- lit með börnunum sé skilvirkt og faglegt en þó á mannlegum nót- um. Í Selinu leitast starfsfólk við að leiðbeina börnunum í leikjum og ýmiss konar verkefnum, þar sem áhersla er lögð á samvinnu, vinskap og skemmtun. Selið er því góð viðbót fyrir skólastarfið, bæði fyrir börnin og foreldra þeirra sem geta treyst því að börnin þeirra eru í öruggri umsjón við skemmtilega iðju áður en þau eru sótt og haldið er heim á leið. ■Marta – 6. sætið

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.