Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Page 11
Hvað varð um yður, Austur-
strætisdætur, spurði Tómas Guð-
mundsson. Og spurningin hefur
aldrei verið jafn viðeigandi og nú
að mati Gísla Marteins Baldurs-
sonar. Þessi gata sé aðeins skugg-
inn af sjálfri sér.
„Myndin til vinstri hér var tekin
fyrir nokkrum dögum af Austur-
stræti á milli Lækjargötu og Póst-
hússtrætis. Þarna er krot á götu-
stöplum og veggjum, þarna eru
tyggjóklessur og þarna er al-
mennt óyndislegt að vera. Þarna
er bannað að vera með hunda,
meira að segja þótt fólk hafi þesa
vini sína í ól. Við eigum að gera
betur en þetta, og þeir sem segja
að þetta ástand sé óviðráðanlegt,
eitthvað náttúrulögmál, eiga ekki
að vera í borgarstjórn. Þeir geta
bara verið í einhverju öðru. Það
er á ábyrgð borgaryfirvalda að
þetta skuli vera svona. Þarna var
einu sinni allt iðandi af lífi. Götu-
markaðir, fólk sat í sólbaði á
bekkjunum undir veggjum Út-
vegsbankans og umhverfið var
hreint og fallegt. Og síðast en ekki
síst: Þarna var fólk!,“ segir Gísli
Marteinn.
„Austurstræti, ys og læti. Fólk á
hlaupum í innkaupum. Fólk að
tala, fólk í dvala og fólk sem ríkið
þarf að ala,“ eins og Laddi kvað,
svo vitnað sé í fleiri en einn lista-
mann sem ort hefur um Austur-
strætið. Þið sjáið á þessum mynd-
um hvernig þetta var, og þótt
gamla myndin til hægri sé vissu-
lega tekin að sumarlagi en sú nýja
um haust, þá er sáralítill munur á
götunni núna á haustdögum, eða
um sumar, enda varla nokkur
gróður, fáir á ferli og veggjakrot
og óhreinindi alveg jafn mikil.“
Samtök um að gera Aust-
urstrætið aftur yndislegt
„Við eigum að bindast samtök-
um um að gera Austurstrætið aft-
ur jafn yndislegt og það var hér á
neðri myndinni. Þannig að í fram-
tíðinni vakni endurminningar hjá
fólki um þessa góðu götu, eins og
Tómas sagði. Í ljóðinu Austur-
stræti gerir Tómas einmitt versl-
un og viðskipti að umtalsefni, því
hann skildi að þessir þætti stuðla
að mannlífi. Það voru mikil mis-
tök hjá einum af þremur borgar-
stjórum R-listans á þessu kjör-
tímabili, að gefa út dánarvottorð
fyrir verslun í miðborginni. Auð-
vitað getur hún þrifist með mikl-
um glæsibrag. Það sýnir til dæmis
frábær verslun Eymundssonar.
Við þurfum bara fleiri slíkar og
við þurfum borgaryfirvöld sem
gera versluninni kleift að blóm-
stra með skynsamlegri bílastæða-
stefnu, almennilegum þrifum á
borginni og snjöllum hugmyndum
sem kveikja líf. Ég enda þetta bara
á borgarskáldinu og hvet ykkur til
að lesa. Hver myndi kveða svona
um Austurstrætið einsog það er í
dag?“
Því lífið heldur áfram, Austurstræti,
og önnur kynslóð tekur við af hinni,
sem forðum daga fór með þys og læti
og fagnaði og hló á gangstétt þinni.
Svo jafnvel þó að þynnist okkar flokkur,
við þurfum ekki heimsins vegna að kvíða.
Því eilífðina munar minnst um okkur,
- og munar ekki vitund um að bíða!
Strætið mitt! Þú ert enn á æskuskeiði,
órótt þitt skap og fullt af strákapörum.
Siðferðið stundum einsog hurð á hjörum.
Hverfult að börn þín skuldir sínar greiði.
NÓVEMBER 2005 11Vesturbæjarblaðið
Mikil breyting á Austurstræti á 30 árum
www.hannabirna.is
Kosningaskrifstofa stuðningsfólks Hönnu Birnu
er í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll.
Sími 561 0900 - hannabirna@hannabirna.is
HEIMSINS BESTA
HÖFUÐBORG
Ég vil vinna að því að gera Reykjavík að heimsins
bestu höfuðborg. Með nýjum áherslum, auknu vali
og öfl ugri sókn getum við tryggt fl eiri tækifæri fyrir
Reykvíkinga og borgina okkar.
Hanna Birna
- 2. sætið!
Við mælum þig út
Opnunartími:
Virka daga 9-21
og um helgar 10-21
JL húsinu
Í apóteki Lyf & heilsu í JL húsinu við Hringbraut er
boðið upp á þrenns konar mikilvægar mælingar sem
segja til um líkamsástand þitt.
Við mælum:
• Blóðþrýsting
• Blóðsykur
• Blóðfitu (kólesteról)
Pantaðu tíma í mælingu í síma 561 4600
Austurstæti í dag, ........... og 1974.