Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Page 13
Hanna Birna Kristjánsdóttir er
39 ára gömul, stjórnmálafræðing-
ur með BA próf frá Háskóla Ís-
lands og framhaldsnám í evrópsk-
um og alþjóðlegum stjórnmálum
frá Edinborgarháskóla. Hún hefur
vakið athygli fyrir skeleggan mál-
flutning og baráttugleði í stjórn-
málum.
Samhliða námi starfaði Hanna
Birna m.a. við afgreiðslustörf,
vann í Seðlabanka Íslands og fyrir
Öryggismálanefnd. Að loknu námi
starfaði hún um tíma fyrir
menntamálaráðuneytið, en árið
1995 var hún ráðin framkvæmda-
stjóri þingflokks Sjálfstæðis-
manna. Frá árinu 1999 hefur hún
verið aðstoðarframkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins og frá árinu
2002 borgarfulltrúi. Hanna Birna
er gift Vilhjálmi Jens Árnasyni
heimspekingi og eiga þau tvær
dætur, Aðalheiði 7 ára og Theó-
dóru Guðnýju eins árs.
- Á hvað leggur þú helst áherslu
varðandi borgarmálin?
„Ég held að megináherslu minni
í stjórnmálum verði best lýst
þannig að ég vil auka val íbúa á
öllum sviðum. Mig langar að búa
til borg, þar sem afskipti hins op-
inbera ráðast fyrst og síðast af
því að tryggja fólki fjölbreytt val,
en felast hvorki í því að velja fyrir
fólk né hafa vit fyrir því. Ég
treysti fólki best til að ráða eigin
ráðum og vil þess vegna sjá aukið
val í öllum málaflokkum , hvort
sem um er að ræða fjölbreytt val í
húsnæðismálum, fjölbreytt val í
þjónustu við foreldra og börn eða
fjölbreytt val fyrir eldri borgara
varðandi þá mikilvægu þjónustu
sem við eigum að veita þeim
hópi.
Því miður hefur Reykjavíkurlist-
anum ekki tekist að nýta þau fjöl-
mörgu tækifæri sem Reykjavík og
Reykvíkingar hafa haft. Borgin
hefur ekki vaxið sem skyldi, ekki
hefur tekist að halda úti þeirri
þjónustu sem hún á að sinna, auk
þess sem skattar og álögur hafa
hækkað verulega, líkt og skuldir
borgarinnar. Nú er svo komið að
skuldirnar eru í kringum 70 til 80
milljarðar króna, en þegar vinstri
meirihlutinn tók við stjórn hér
voru þessar skuldir aðeins um 4
milljarðar króna. Auðvitað er
þetta algjörlega óviðunandi og
segir kannski allt sem segja þarf
um stjórn R-listans á borginni.“
- Lóðaskortur hefur verið í
Reykjavík. Hvernig ætlar þú að
leysa það?
„Ég hef miklar áhyggjur af því
hvernig haldið hefur verið á lóða-
málum og skipulagsmálum al-
mennt í Reykjavík. Ég hef áhyggj-
ur af því, vegna þess að val íbúa
varðandi ný byggingarsvæði og
fjölbreyttar gerðir íbúða er afar
takmarkað. Þetta hefur valdið því
að fjölgun íbúa hér er í engu sam-
ræmi við það sem er að gerast í
nágrannasveitarfélögum okkar.
Fólk flytur einfaldlega annað. Mér
finnst þetta óskiljanleg stefna í
sveitarfélagi þar sem landrými er
nægt. Mér finnst að við eigum að
tryggja fjölbreytt og nægilegt
framboð lóða, jafnt undir sambýli
og sérbýli. Við eigum að skipu-
leggja ný hverfi með hliðsjón af
því að þar geti fólk á ólíkum aldri
og við ólíkar aðstæður búið.“
Vill tryggja nægt framboð
lóða
- Hvernig hyggjast sjálfstæðis-
menn aðstoðað unga húsbyggjend-
ur í borginni að koma sér þaki yfir
höfuðið?
„Með því að tryggja nægt fram-
boð lóða og þar með íbúðahús-
næðis, þannig að framboð fjöl-
breyttra eigna standi þessum
hópi til boða og verðið sé ekki
sprengt upp vegna þeirrar
skömmtunarstefnu sem hér hefur
alltof lengi ríkt. Að auki skiptir
ungt fólk eins og alla aðra að álög-
ur séu sem lægstar, fasteigna-
gjöldum sé stillt í hóf og útsvar
eins lágt og mögulegt er.“
- Hvernig er komið fyrir Reykvík-
ingum ef sjálfstæðismönnum mis-
tekst að ná meirihluta í borginni?
„Ég held að það skipti afar
miklu máli fyrir borgina okkar og
alla borgarbúa að áherslur Sjálf-
stæðisflokksins verði ráðandi hér
í Reykjavík að loknum næstu
kosningum. Ég er sannfærð um að
þá mun Reykjavík ná forystu á ný
og sækja fram á öllum sviðum. Ég
er einnig sannfærð um að það
mun bæta lífsgæði allra Reykvík-
inga og tryggja að tækifærin verði
nýtt til fulls.“
Ekkert kosningabandalag
Hanna Birna segir það alrangt
að hún og Gísli Marteinn Baldurs-
son, sem sækist eftir 1. sætinu
séu í kosningabandalagi. Hún seg-
ist eiga nóg með eigin baráttu og
blanda sér ekki í slaginn um 1.
sætið. Hún segist hlakka til sam-
starfs við Gísla Martein og Vil-
hjálm Vilhjálmsson, hvernig sem
prófkjörið fari. ■
NÓVEMBER 2005 13Vesturbæjarblaðið
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi sækist eftir 2. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningunum:
Treystir fólki til að ráða eigin ráðum
Hanna Birna Kristjánsdóttir
stjórnmálafræðingur.
Svæðisskrifstofa Reykjaness leitar að starfsfólki
til starfa á heimili fólks með fötlun að Sæbraut á
Seltjarnarnesi. Um er að ræða vaktavinnu í
starfshlutföllum frá 30 - 100%. Spennandi starf
fyrir metnaðarfullt og áhugasamt starfsfólk.
Boðið er upp á öflugan stuðning í starfi, þjálfun
og námskeið.
Nánari upplýsingar um starfið og önnur störf hjá
Svæðisskrifstofu eru veittar á skrifstofutíma í síma
525-0900. Umsóknareyðublöð má nálgast á
skrifstofunni að Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði
og á heimasíðu okkar www.smfr.is.
Laus störf
á Seltjarnarnesi !