Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Síða 14
Marta Guðjónsdóttir sækist eft-
ir 6. sætinu í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna þann 4. og 5. nóvember
nk. og segist með góðri sam-
visku geta fullyrt að hún sé bæði
KR-ingur og Vesturbæingur.
„,Fjölskyldan flutti úr Þingholt-
unum vestur á Fálkagötu þegar ég
var þriggja ára og þar ólumst við
systkinin upp, m.a. í leikarablokk-
inni frægu þar sem Halldór Lax-
ness og Auður áttu íbúð, sem og
Nína Tryggvadóttir myndlistar-
kona. Halldór bjó fyrir ofan okkur
og það kom fyrir að ganghurðin
var opin hjá okkur en Halldór var
á leiðinni upp í sína íbúð, - en svo
þungt hugsi að hann og hundur-
inn hans, Lubbi, voru komnir inn
á stofugólf hjá okkur áður en
nokkur vissi af. Halldór leit þá á
okkur undrunaraugum, setti fram
hökuna og sagði á sinn einstæða
hátt: „Ó afsakið gott fólk, afsakið
gott fólk. Lubbi minn komdu!’’ -og
tók strikið fram á gang. Hann var
alltaf eins og klipptur út úr tísku-
blaði, elegant og háttvísin upp
máluð.
Á unglingsárunum bjuggu við á
Meistaravöllunum en við hjónin
hófum svo okkar búskap á Víði-
melnum. Við höfum svo átt heima
í Skerjafirðinum í sextán ár,“ segir
Marta Guðjónsdóttir.
„Við systurnar vorum í Mela- og
Hagaskóla og æfðum bæði hand-
bolta og körfubolta með KR. Mað-
urinn minn, Kjartan Gunnar Kjart-
ansson, er einnig KR-ingur, er
einn höfunda 100 ára afmælisbók-
arinnar, Fyrsta öldin, og sonur
okkar, Vilhjálmur Andri, keppti
með félaginu í mörg ár. Hann og
dóttir okkar tilheyra þriðju kyn-
slóð KR-inga í fjölskyldunni.“
- Munt þú kannski fyrst og fremst
líta á þig sem málsvara Vesturbæj-
arins og KR ef þú kemst að sem
borgarfulltrúi?
„Ég mun fyrst og fremst líta á
mig sem málsvara Reykvíkinga.
Enginn ætti að bjóða sig fram í
borgarstjórn án þess að taka það
starf mjög alvarlega fyrir alla
Reykvíkinga. Ég hef reyndar lengi
verið þeirrar skoðunar að samfé-
lagið og fjölmiðlar hafi vanmetið
þau pólitísku áhrif sem felast í
borgarstjórn og borgarráði.
Fimmtán borgarfulltrúar hafa
feikilega mikil áhrif á nánasta um-
hverfi Reykvíkinga og reyndar
allra íbúa höfuðborgarsvæðisins,
sem telja meira en helming þjóð-
arinnar.’’
- Þýðir það að þú ætlir kannski
að vanrækja Vesturbæinn?
„Að sjálfsögðu ekki! Vesturbær-
inn er, - og verður alla tíð, - minn
heimur, í mjög veigamiklum skiln-
ingi. Það væri rangt af mér, og
ósanngjarnt af öðrum, að reyna
að hafna þeirri staðreynd. Ég sé
enga ástæðu til að spara krafta
mína gagnvart KR og Vesturbæn-
um, bara vegna þessa að ég er
Vesturbæingur. Reyndar ætti það
að vera mikilvægt málefni borgar-
stjórnar að huga að og hlúa að öll-
um eldri hverfum borgarinnar.
Hverfi verða aldrei fullbyggð.“
- Hvar kreppir skóinn hjá KR og
Vesturbænum?
„KR er elsta knattspyrnufélag
landsins og hefur um langt árabil
verið eitt fjölmennasta æskulýðs-
félag þjóðarinnar. Sú margra ára-
tuga viðleitni félagsins að halda
börnum og unglingum að upp-
byggilegu íþróttastarfi verður
seint fullmetin eða þökkuð. Sú var
tíðin að KR var ætlað allt svæðið
frá núverandi æfingasvæði félags-
ins og norður að Eiðisgranda. Þá
voru menn framsýnir. En við það
var því miður ekki staðið. Kannski
vegna þess að KR-ingar hafa ætíð
verið duglegri en aðrir að bjarga
sér sjálfir.’’
Nú þrengir hins vegar að að-
stöðu KR-inga og því er brýnt að
félaginu verði tryggð sem fyrst
framtíðaraðstaða og er þá nær-
tækast að bæta við SÍF-lóðinni
sem er í aðeins 100 metra fjar-
lægð frá KR-svæðinu. Einnig þarf
að tryggja æfingasvæði fyrir félag-
ið og í samráði við það á fleiri
stöðum, og byggja upp góða
sparkvelli sem víðast í Vestur-
bænum. Við megum aldrei
gleyma því að félagsstarf KR
hefur verið, er og verður, ómetan-
legt forvarnarstarf.’’
Undirgöng frá
háskólasvæðinu
- Er eitthvað fleira sem betur má
fara?
„Að sjálfsögðu. Ég hef t.d. lengi
verið þeirrar skoðunar að huga
þurfi að undirgöngum fyrir gang-
andi vegfarendur frá háskóla-
svæðinu austan Suðurgötu og
vestur að Þjóðarbókhlöðunni, og
eins frá Félagsstofnun stúdenta
og norður yfir Hringbraut.“
- Þú hefur verið að viðra hug-
myndir um Vesturbæjarlaugina,
ekki satt?
„Jú. Vesturbæjarlaugin hefur
lengi gegnt mikilvægu hlutverki
sem kennslulaug, æfingarlaug og
almenningslaug. Hún hefur verið
endurbætt en í þeim efnum má
gera miklu betur. Ég hef lengi haft
áhuga á því að Vesturbæjarlaug
og umhverfi hennar verði gert að
myndarlegri miðstöð fyrir al-
menningsíþróttir í Vesturbænum.
Þetta skemmtilega miðsvæði
mætti gera að íþrótta- og úti-
vistarperlu ef viljinn væri fyrir
hendi.“
- Að lokum Marta, - ertu íhalds-
söm á umhverfið og mótun þess?
„Bæði og!
Það er skylda okkar að búa í
haginn fyrir komandi kynslóðir og
gera slíkt af ítrustu framsýni á öll-
um sviðum. En það merkir ekki
að við eigum að afneita fortíðinni.
Víða í Vesturbænum er að finna
kennimörk um fyrri tíma búsetu-
og atvinnuhætti. Ég vil varðveita
þau og merkja eftir aðstæðum.
Það yrði komandi kynslóðum
ómetanleg verðmæti. Ég nefni t.d.
grásleppuskúrana við Ægisíðu og
dráttarbrautirnar þar sem eru
elstu minjar um smábátaútgerð í
Reykjavík. Þá mætti færa í upp-
runalegt horf og koma þar upp
margmiðlunarskjám með upplýs-
ingum. Eins vil ég minnast á sjó-
varnargarðinn niður af Reynis-
stað í Skerjafirði sem nú er að
hruni kominn. Ég hef unnið mjög
eindregið að friðun og uppbygg-
ingu þessara mannvirkja í um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd og
mun halda því áfram. Vesturbær-
inn á sér spennandi framtíð en
hann á sér líka merka sögu.“ ■
Einn þeirra sem gefur kost á
sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins nú um helgina er Ragnar
Sær Ragnarsson, fyrrum sveitar-
stjóri og leikskólakennari.
Ragnar bjó lengi í Vesturbænum
og rak hér um árabil einkarekna
skólastofnun.
Ragnar var spurður fyrst að því
hvenær hann hefði fyrst flutt í
Vesturbæinn.
„Fyrsta íbúðin sem ég eignaðist
var risíbúð við Garðastræti 6. Þá
var ég 19 ára og sumarlaunin í
álveri í Noregi dugðu fyrir útborg-
un en afgangur kaupverðsins var
tekinn að láni. Ég átti þessa íbúð í
6 ár en síðar bjó ég við Ásvalla-
götuna.“
- En hvernig atvikaðist það að
þú fórst að reka skólastofnun
hérna og hvernig gekk sá rekstur?
„Það var ljóst að það var erfitt
fyrir ungan fjölskyldumann að lifa
af á launum sem greidd voru leik-
skólakennurum, ekkert ólíkt því
sem það er í dag. Ég fór á fund
þáverandi borgarstjóra Davíðs
Oddssonar og lagði fyrir hann
hugmynd um að ég seldi borginni
þjónustu fyrir 22 börn, eða ræki
fyrir borgina sambærilegt heimili
og borgin væri að gera. Ég hefði
að öðru leiti frjálsar hendur með
reksturinn. Davíð tók ekki marga
daga í að hugleiða málið og þrem
mánuðum síðar var ég búin að
kaupa húsnæði sem tók um mán-
uð að gera upp. Galdurinn við
reksturinn var að kennarar gætu
sinnt fleiri börnum en almennt
var hjá borginni og því voru sex
börn á hvern kennara í heima-
námi og tómstundum á Marargöt-
unni á móti skólatímanum eða 24
börn á hverjum tíma. Þetta gekk í
áratug eða þar til heilsdagsskól-
inn byrjaði og börnin hófu öll
skólagöngu að morgni. Ekki var
vilji borgaryfirvalda að halda
þessu gangandi eftir það og reka
áframhaldandi tómstundaþjón-
ustu fyrir börn á þessum stað og
breyttist starfsemin í leikskóla.
Á þeim tímamótum ákvað ég
að gera nýja hluti og réð mig sem
sveitarstjóra í Biskupstungur en
aðrir héldu áfram rekstri leikskól-
ans.
Þessi tími var samt ógleyman-
legur og ég held að börn þeirra
foreldra sem nýttu þessa þjón-
ustu hafi notið þess. Ætli það hafi
ekki dvalið hjá mér börn frá um
300 heimilum í Vesturbænum á
þessum 10 árum.
Á þeim tíma sem ég rak skóla-
dagheimilið bjó ég í 6 ár að
Ásvallagötu 46. Það var gott að
búa nálægt vinnustaðnum og um-
ferðavandamál voru ekki til að-
eins reiðhjól og rómantík. Það var
oft farið niður í bæ á kaffihús og
spjallað við vini og Vesturbæjar-
sundlaugin var fastur liður þar
sem stelpurnar sleiktu sólskinið á
sumrin!“
- En þú komst eitthvað nálægt
félagsmálum hér í Vesturbænum?
„Árið 1997 tók ég við for-
mennsku í íbúasamtökum Vestur-
bæjar af Bryndísi Schram. Það
voru fjölmargar hugmyndir uppi
hjá stjórninni og við fórum yfir
skipulagshugmyndir en megin-
hugmyndin á þessum tíma var
samt að koma upp hverfishúsi,
smá aðstöðu fyrir þá íbúa sem
hefðu áhuga á því að hittast með
áhugamál sín og ditta að hlutum.
Svo má nefna að ég rak á eigin
vegum smíðavöll eitt sumar fyrir
öll börn í Vesturbænum. Ég fékk
bróður minn til að stýra því verk-
efni sem gekk vel og var mjög vel
sótt. Ég fékk leyfi til að hafa þetta
á skólalóð Vesturbæjarskóla og
var að vekja athygli á aðstöðu-
leysi barna í hverfinu með þessu
framtaki. Borgaryfirvöld sáu ekki
þörfina á þessu og því var þetta
aðeins starfrækt eitt sumar á
þessum stað.“
Sveitarstjóri í 7 ár
- En hvað kom til að þú fluttir aft-
ur til borgarinnar og hvaða erindi
telur þú þig eiga í prófkjörsslag-
inn?
„Það var nú aldrei ætlunin að
gera sveitarstjórastarfið fyrir
austan fjall að ævistarfi og við
hjónin eigum bæði rætur okkar í
Reykjavík. Auk þess fer að líða að
því að dóttir okkar fari í fram-
haldsskóla og þá þykir okkur
betra að vera hér í höfuðborginni.
Ég hef mikinn áhuga á sveitar-
stjórnarmálum og tel mig búa yfir
töluverðri þekkingu á því sviði. Ég
var sveitarstjóri í Biskupstungna-
hreppi og síðar Bláskógabyggð í
sjö ár og nú þegar ég er fluttur
aftur til Reykjavíkur þá upplifi ég
umhverfið á annan hátt en áður
og í ljósi reynslu minnar finnst
mér ég sjá frekar það sem má bet-
ur fara og hvaða lausna má leita,“
segir Ragnar Sær Ragnarsson.
Opnuð hefur verið heimasíðan
www.ragnarsaer.is og kosninga-
skrifstofa að Ármúla 1. ■
NÓVEMBER 200514 Vesturbæjarblaðið
KR-ingur í kosningaham:
Marta Guðjónsdóttir sækir upp
hægri kantinn og stefnir á 6. sætið
Marta Guðjónsdóttir býr í Skerja-
firðinum en á myndinni er hún
stödd við Ægisíðuna. Hún segist
halda mikið upp á gömlu grá-
sleppuskúrana við Ægisíðuna og
umhverfi þeirra. Þeir hafi sögu-
lega skírskotun. Þá mætti færa í
upprunalegt horf og koma þar
upp margmiðlunarskjám með
upplýsingum.
Ragnar Sær var um tíma fomaður Íbúasamtaka Vesturbæjar:
Vill skipa 5. sætið á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
Ragnar Sær Ragnarsson.
Dregið hvar í „opnunarleik“ Lyf & heilsu Eiðistorgi sem stóð yfir í
september. Vinnigshafinn er Ragnar Marinósson og vann hann
gjafabréf frá Iceland Express fyrir 30 þúsund krónur.
Vantar þér
góðar síðbuxur?
Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu
Sími 552 3970 • Seltjarnarnesi
Opið
mán - föst
14 - 18