Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Side 16
NÓVEMBER 200516 Vesturbæjarblaðið
Bernskuminningar úr Vesturbænum
Í fótbolta á Framnesvellinum
og í róður með Pétri Hoffman
Ég er fæddur þann 11. janúar
1940, vestast í Vesturbænum á
Sólvallagötu 55, sem áður hét
Sellandsstígur 5. Foreldrar mínir
voru Vilhelm Steinsen, spari-
sjóðsstjóri í Landsbanka Íslands
til 50 ára og móðir mín Kristensa
Marta Sigurgeirsdóttir. Afi minn í
föðurætt var Halldór Steinsen,
héraðslæknir í Ólafsvík og alþing-
ismaður Snæfellinga og forseti
efri deildar Alþingis og amma
mín Guðrún Katrín Jónsdóttir var
frá Borgargarði við Djúpavog. Afi
minn og amma í móðurætt voru
Sigurgeir Árnason, bóndi og sjó-
maður frá Stapabæ á Hellnum og
Steinunn Vigfúsdóttir, frá Arnar-
stapa á Snæfellsnesi. Ég er því
Snæfellingar í báðar ættir.
Við vorum fjögur systkinin,
Guðrún, Garðar, Anna Katrín og
Örn. Systur mínar létust báðar
kornungar, 23 ára og 30 ára.
Ólst upp á
Sólvallagötunni
Ég ólst upp á Sólvallagötunni
og bjó þar í rúmlega 21 ár. Í minn-
ingunni voru þetta gjöful og dá-
samleg ár og ég á margs að minn-
ast frá þeim tíma. Aðalleiksvæði
okkar félaganna á þessum tíma
voru Framnesvöllurinn og
Selsvörin og öll óbyggð svæði
þar í kring. Ég man sérstaklega
eftir Pétri Hoffman sem á tímabili
bjó með hinni einu og sönnu
Hunda-Mundu. Hann var fyrir
margar sakir alveg einstakur
„karakter“. Eitt sinn sem oftar fór
ég með honum í róður, í góðu
veðri, til að vitja grásleppuneta.
Allt gekk glimrandi vel, en ekki
þorði ég fyrir mitt litla líf að segja
foreldrum mínum frá þessari sjó-
ferð. Oft fórum við vinirnir líka
með sem hjálparkokkar á ösku-
haugana með Pétri til þess að
finna verðmæta hluti að hans
mati. Rotturnar hlupu allt í kring-
um okkur, sem var auðvitað við-
urstyggileg sjón. En svona var
þetta bara í þá daga.
Margir þekktir merkismenn
áttu heima í námunda við okkar
heimili. Má þar nefna, m.a. Stefán
Jóhann Stefánsson, Eystein Jóns-
son og Steingrím Steinþórsson,
allt fyrrverandi ráðherra, Guð-
laug Rósinkrans, þjóðleikhús-
stjóra, Guðbrand í Ríkinu, Ófeig
Ófeigsson, lækni og Þórð Eyjólfs-
son hæstaréttardómara. Jón
Björnsson, skipstjóra frá Ána-
naustum, Magnús Georgsson,
sundhallarstjóra á Seltjarnarnesi
og bróður hans Guðmund Ge-
orgsson, lækni og nú forstjóra að
Keldum.
Í minningunni ber þó hæst Sól-
mund húsgagnasmið, sem bjó
beint á móti heimili mínu, og var
með stórt og mikið trésmíðaverk-
stæði. Þar var skemmtilegt að
koma fyrir ungan dreng.
Ekki má heldur gleyma Stein-
dóri, sem rak og átti Leigubíla-
stöð Steindórs og var afi Geirs H.
Haarde, utanríkisráðherra.
Knattspyrnan í öndvegi
Knattspyrnan var auðvitað
númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur
félögunum. Við æfðum frá
morgni til kvölds á sumrin og
ekkert annað komst að. Eftir að
við fórum að æfa hjá KR, þá var
fyrst útiæfing í KR og þar á eftir
var farið sem leið lá út á Fram-
nesvöll og haldið áfram til myrk-
urs. Það má því segja að uppi-
staðan í 3. flokki KR-56 hafi
flestallir alist upp á Framnesvell-
inum. Við höfum síðan haldið
saman öll þessi ár, sem eru tæp-
lega 50. Tveir af félögum okkar úr
KR-56 eru nú látnir.
Leikfélagar mínir voru æði
margir og góðir á þessum árum
en sérstaklega vil ég þó nefna
góðan æskuvin minn, Þórólf
Beck, en við vorum allt í öllu á
Framnesvellinum. Eins og allir
vita varð Þórólfur einn af fyrstu
atvinnuknattspyrnumönnum
þjóðarinnar.
Af góðum vini má ég síst gley-
ma Daníel Benjamínssyni, oftast
nefndur Dalli dómari, sem var
bæði frábær knattspyrnumaður
og dómari og Vali Páli Þórðar-
syni, markmanni, besta vini
mínum.
Ég gekk í raðir Víkings þegar ég
var 11 ára gamall og æfði og
keppti með þeim í tvo mánuði.
Lengri varð sú dvöl mín nú ekki.
Síðar ákvað ég að ganga til liðs
við KR, sem var mjög eðlilegt, þar
sem ég bjó á yfirráðasvæði KR.
Það var líka mitt gæfuspor.
Þar hef ég síðan alið allan minn
aldur.
Sjálfblekungur afa
konunnar
Sumarið 1953 fór ég í sveit að
Furubrekku í Staðarsveit, þá 13
ára gamall, og var þar í þrjá mán-
uði. Þarna um sumarið kom í
heimsókn eldri maður að nafni
Guðmundur Pálsson, sem þá var
farandprédikari á vegum Að-
ventista. Hann tjaldaði rétt við
bæinn á meðan hann dvaldi og
prédikaði í sveitinni. Hjónin sem
ég var hjá fengu síðar um sumar-
ið bréf frá honum þar sem hann
taldi sig hafa týnt forláta sjálf-
blekung við tjaldstæðið og spurði
hvort drengurinn gæti farið og at-
hugað staðinn, ef hann fengi til
þess tækifæri. Fundarlaun voru í
boði. Pennann góða fann ég síðar
og var hann sendur í pósti til
gamla mannsins. Ég fékk síðan
fundarlaunin í pósti sem voru
fimmtíu krónur og voru miklir
peningar í þá daga. Þessa
skemmtilegu sögu finnst mér rétt
að segja frá því að síðar kom í
ljós að gamli maðurinn var afi
konunnar minnar og ég á ennþá
bréfið, sem hann sendi. Skemmti-
leg tilviljun, eða hvað?
Í landsleik gegn Dönum á Laugardalsvelli 1959.
Á gamla Framnesvellinum sem fóstraði margan leikmann KR. Örn
Steinsen fyrir miðju í aftari röð, og auðvitað með bolta.
40 árum síðar kom III flokkurinn saman, en það hefur hann reyndar
gert oftar gegnum tíðina.
Fjölskyldan fyrir um 25 árum síðan.
III flokkur KR A 1956 sem hafði fáheyrða yfirburði það sumar. Unnu alla leikina sem þeir léku. Í Reykjavík-
urmóti var markatalan 15:0, í Íslandsmóti 26:1 og í Haustmóti 12:3 eða alls í 11 leikjum 53:4. Liðið skoraði
því að meðaltali nær 5 mörk í hverjum leik. Margir þessara stráka urðu síðan leikmenn í sigursælasta liði
KR fyrr og síðar. Fremri röð f.v.: Gunnar Felixson, Björgólfur Guðmundsson, Úlfar Guðmundsson, Kristinn
Jónsson, Þórólfur Beck og Magnús Jónsson. Aftari röð: Ólafur Stefánsson, Þorkell Jónsson, Gylfi Gunnars-
son, Valur P. Þórðarson, Örn Steinsen, Skúli B. Ólafs og Sigurgeir Guðmannsson þjálfari.