Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Side 19

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Side 19
KR-ingar hafa tekið þátt í þrem- ur sundmótum í upphafi vetrar þar sem árangurinn lofar góðu um framhaldið í vetur. 15 sundfé- lög tóku þátt í KR sundmóti sem fram fór í Laugardalslaug 22. til 23. október sl. Mótið er ætlað yngri sundmönnum sundfélag- anna. Keppt var í 33 einstaklings- greinum á mótinu í 3 aldursflokk- um. Fjöldi keppenda var 265 og sjaldan eða aldrei hafa verið jafn margir í Laugardalslauginni og á sunnudagsmorgninum, og létu áhorfendur og keppendur vel í sér heyra og hvöttu sitt fólk af ákefð. Í flokki 10 ára og yngri voru 158 keppendur og fengu allir þátt- tökupening í mótslok. 22 KR- ing- ar tóku þátt í mótinu, og stóðu þau sig vel eins og við var að bú- ast, þar sem þau unnu til nokk- urra verðlauna en öll bættu þau tímana sína. Nærri 50 KR-foreldr- ar komu að framkvæmd mótsins. 5 KR-met í Eyjum Sprettmót ÍBV var haldið í Vest- mannaeyjum 1. til 2. október sl. Á mótinu kepptu 320 sundmenn frá 13 sundfélögum í 3 aldursflokk- um. KR var með 22 keppendur á mótinu. Árangurinn i flokki 12 ára og yngri var sá besti sem KR hef- ur náð á sprettmótinu til þessa, en KR vann til 20 verðlauna af 66 í þessum aldursflokki. Methafar Eftirtaldir settu KR aldurs- flokkamet á mótinu: Hrefna Hörn Leifsdóttir setti KR telpnamet í 50 m baksundi á 33.91 sek. Arna Margrét Ægisdóttir, KR meyjamet í 100 m skriðsund á tímanum 1.07.63 mín. Arna Margrét Ægisdóttir KR meyjamet í 100 m flugsundi á tímanum 1.20.10 mín, 2.sæti Tryggvi Gylfason KR sveinamet 50 m skriðsund á tímanum 31.52 sek. Tryggvi Gylfason KR sveinamet 50 m flugsund á tímanum 36.73 sek. Allir sundmenn 12 ára og yngri voru að bæta sina fyrri tíma. Flestir KR-ingar í 13 til 14 ára flokki voru að bæta sig á mótinu. KR meyjasveitin er mjög sterk í ár og mun eflaust gera sterka atlögu að KR metunum og jafnvel Ís- landsmetum á næstu mánuðum. Vinsæl skriðsundnám- skeið KR heldur reglulega skrið- sundnáskeið fyrir fullorðna í sam- starfi við Vesturbæjalaug. Nám- skeið þessi eru mjög vinsæl en hámarksfjöldi á hverju námskeiði er 15 manns. Kennsla fer fram tvisvar i viku, 5 vikur í senn. Næsta námskeið hefst 8. nóvem- ber nk. Hægt er að skrá sig á nám- skeiðin hjá mads@claussen.dk eða í síma 690-6500. Viðurkenningar fyrir ástundun Sundmenn allra æfingahópa hittast einu sinni í mánuði í KR- heimilinu þar sem farið er yfir æf- ingar mánaðarins og veittar við- urkenningar fyrir ástundun síð- asta mánaðar. Eftir afhendingu viðurkenninga og pizzuveislu er horft á bíómynd og farið í leiki hjá yngstu hópunum. Tvö KR-met á VÍS móti Stór hluti sundmanna A-hóps keppti á VÍS-mótinu 8. til 9. októ- ber sl. þar sem 10 sundfélög tóku þátt. Arna Margrét Ægisdóttir 12 ára setti KR meyja met i 200 m fjórsundi þegar hún synti á 2 mín og 49 sek. Eldra metið var 2 mín. 51 sek., sem Eva Hannesdóttir átti. Inga Björg Jónasdóttir, 14 ára, endurheimti KR telpnametið sitt i 200 m flugsundi á tímanum 2. mín. 45 sek. Eldra metið var 2 mín. 52 sek. Sem Eva María Gísladóttir átti. Aðrir sundmenn KR voru flestir að gera góða hluti á mótinu. ■ NÓVEMBER 2005 19Vesturbæjarblaðið KR-SÍÐAN Björgvin Barðdal, formaður handknattleiksdeildar KR, og Helga Þóra Þórarinsdóttir, þjón- ustustjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á Seltjarnarnesi, skrifuðu nýlega undir 3 ára samn- ing í KR-heimilinu um að allir flokkar KR spili í búningum merktum SPRON. KR sendir í vet- ur flokka til keppni í yngri flokk- unum, og er þegar farið markvisst að vinna að uppgangi handbolt- ans hjá KR eftir að samstarfið við Gróttu á Seltjarnarnesi gekk ekki lengur upp. Ennfremur verður haldið mót í yngri flokkunum í vetur sem mun bera heitið SPRON-mótið. Allir iðkendur KR í handknattleik fá óvænta gjöf frá SPRON. Enn er tækifæri til þess að mæta á æfing- ar í handboltanum og iðka þessa skemmtilegu og ögrandi íþrótt. ■ SPRON styrkir handboltann hjá KR Björgvin Barðdal og Helga Jóna Þórarinsdóttir skrifa undir samstarfs- samning handknattleiksdeildar KR og SPRON. Aftan við þau standa KR-ingarnir Davíð Þór og Þórhildur Tinna. KR-hnátur. Kristin Ferrel, Kolbrún Jónsdóttir, Guðrún Katrin og Karen Jónasdóttir. D-hópar. Verðlaunhafar fyrir ástundun. Árlegt aðventukvöld KR-kvenna verður haldið í félagsheimili KR föstudaginn 2. desember nk., og opnar húsið klukkan 20:00. Gísli Marteinn Baldursson verður ræðumaður kvöldsins og Þóra H. Passauer söngkona syngur fyrir KR-konur og gesti þeirra. Stjórnin hvetur allar KR-konur til að fjölmenna og sýna þar með samstöðu, en ekki síður að taka með sér gesti. ■ KR-konur með aðventukvöld Góð byrjun á vetrarstarfi sunddeildar KR Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 4.- 5. nóv. Bolli Thoroddsen www.bolli.is Sæti 5 Verkfræðinemi HÍ Formaður Heimdallar Annar varaformaður SUS Fulltrúi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins Kosningaskrifstofan opnar 22. október kl. 16 í Borgartúni 6 Allir velkomnir

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.