Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4
Þemadagar voru í Tjarnar- skóla í nóvembermánuði og var viðfangsefnið blessað vatnið í öllum sínum fjölbreytilegu myndum. H2O, ský, jöklar, vötn og höf, vatn í lífverum, eyði- merkur, skautasvell, vetnis- strætóar, íshótel, vatn sem heilsulind, vatn sem drykkjar- vatn, kaldavermsl, heimssóknir út um alla borg, s.s. í Háskóla Ís- lands, Skeljung, Hafró, Þrjá Frakka, Egill Skallagrímsson og Vifilfell, Kerfi ehf, Vatnsveitu Hafnarfjarðar o.fl. Það var mikið líf og fjör í skól- anum á á þemadögunum. Máln- ing, penslar, heimsóknir, tilraunir, símtöl, heimildaöflun, viðtöl, sam- vinna, skipulagning, spjall og sam- vera voru í hávegum höfð þessa dagana. Greinilega ekki mikill tími til rólegheita, enda vart ætlast til þess. Krakkarnir fjölluðu m.a. um vetni, ,,Vatn fyrir alla“, vatn í lík- amsstarfseminni, sem drykkur, vatnsskortur, rannsóknir á því hvað gerist ef jöklarnir á Íslandi bráðna, sjórinn sem lífheimur, ís- hótel o.fl. Nemendum var skipt í 7 hópa, sem allir stóðu sig vel. Nemendur sýndu að þeir gátu skipulagt skóladaginn sjálfir, þ.e. hvenær þeir byrjuðu á morgnana, hvenær þeir tóku vinnuhlé, hvenær þeir hættu. Þær æfðu ein- nig samvinnu með frábærum ár- angri. Í lokin fór fram eins konar tilraun eða leikur þar sem krakk- arnir léku vatnsdropa. Það var mjög athyglisvert að fylgjast með því og greinilegt að það er ekki alltaf það sama, vatn og vatn! Reynt að finna svör við flestu sem tengist vatni Þeir Leó Ólafsson, Andri Heiðar Guðlaugsson og Erling Dvíð Erlingsson, nemendur í Tjarnar- skóla, segja að verkefnið hafi ekki síst snúist um hollustu vatnsins, en einnig um nýtingu þess fyrir almenning. Leitað var svara við því hvað vatnið gerir fyrir lík- amann, hversu mikið vatn er í líkamanum og raunar reynt að finna svör við sem flestu sem tengist vatni. „Vatn er í gosdrykkjum, jöklum, ám, jafnvel drullupollum. Við lærðum heilmikið og ýmislegt kom á óvart, m.a. það að ef við drekkum ekki mikið vatn verður blóðið í okkur þykkara og við verðum þreytt, höfum ekki eins mikið úthald. Jafnvel eru dæmi þess að fótboltamaður hafi dáið í leik vegna þess að hann drakk ekki nógu mikið vatn,“ segja þeir Leó, Andri og Erling. Þeir Leó og Andri drekka vatn, og segjast auka það eftir þessa fræðslu, það sé svo gott brennsluefni fyrir líkamann, en Erling segist ekki gera það, honum finnst það bara ekki gott. ■ DESEMBER 20054 Vesturbæjarblaðið www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 3 04 57 11 /2 00 5 Bókmenntirnar þekkir þjóð þær eru til að muna. Hér eru komin „laugarljóð“ að létta tilveruna. Bókmenntir eru með ýmsum hætti, sumt geymist í hjarta þjóð- arinnar að eilífu, annað gleymist fljótt. Nýlega gáfu Vinir Dóra, öðru nafni VD group-Vesturbæjar- laug, út kver eitt stórmerkilegt og er vísan hér í upphafi eitt af inn- leggjum heilbrigðisráðherra, kall- aður Jón heilbrigði í kverinu, raunar inngangur kversins. Vinir Dóra er hópur fólks sem syndir á hverjum morgni í Vesturbæjar- laug undir falslausri stjórn foringj- ans, Dóra járnamanns úr Mos- fellssveitinni, tekur svo til við sér- kennilegar æfingar sem kallast í þeim hópi leikfimi en að marga mati á kannski meira skylt við sér- kennilegt sprikl. Úti í sundlaug- inni dormar svo dómarinn með reiddan refisvöndinn, og gefur frammistöðunni einkunn. Einn dómurinn var svona: Stirðir, feitir staurinn við standa vinir Dóra. Falleinkunn nú fáið þið, fjóra komma fjóra. En ekki er allt alvont, og greini- lega töluvert spunnið í suma þarna, eða hvað? Úti í hretið sér ólmir henda ýtar þessir. Þá vil ég aftur hitta enda ætíð hressir. Spólast þeir um og spyrna fast með spé og gal. Enda þar manna ágætast ég ætla val. Þetta gagnmerka kver heitir hvorki meira né minna en „Minn tími kemur daglega.“ Þar er ekk- ert lítillæti á ferðinni frekar en hjá þeim sem skýrði bæinn sinn „Há- kot.“ Stórt orð hákot. Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður sagði í frægri ræðu, minn tími mun koma, og steytti hnef- ann. Af því tilefni varð til þessi vísa hjá heilbrigðisráðherranum í þingveislu þegar hann var rit- stjóri Tímans, og á vel við þá sem koma hvern morgun í Vesturbæj- arlaug og synda (sumir), fara í heita pottinn (nokkrir), skoða tor- kennilegar flöskur (allmargir), klæða sig undir miklum sögulestri (allir) og fara í kaffi á föstudögum út á Granda (ýmsir). Nú skála ég fremur faglega og fer að því heldur laglega, minnist þið þess, að mjög er ég hress og minn „tími“ kemur daglega. Ýmsra tími kemur daglega í Vesturbæjarlaug Tekið á áður en haldið er út í brauðstritið. Tjörvi Gústavsson með „vatnskubb“ á lofti. Þeir Þeir Leó Ólafsson, Andri Heiðar Guðlaugsson og Erling Davíð Erlingsson, voru mun fróðari eftir þemavikuna um notagildi og nauðsyn vatns. Kverið góða. Vatnið var viðfangsefni þemaviku í Tjarnarskóla

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.