Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Side 16

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Side 16
Á þessu ári eru 50 ár síðan Skólahljómsveit Vesturbæjar hélt sína fyrstu tónleika. Gunnar Thoroddsen, sem þá var borgarstjóri Reykjavíkur, hafði haft kynni af slíku tónlistarstarfi erlendis. Fyrstu tvær sveitirnar voru stofnaðar samtímis í Reykjavík, ein í Austurbænum og önnur í Vesturbænum. Tveir kunnir tónlistarmenn voru fengnir til að stjórna þessum nýstofnuðu sveitum, Páll Pampichler Pálsson Vesturbæja- sveitinni og Karl Ottó Rúnólfs- son Austurbæjarsveitinni. Ekki hafa verið tíð stjóraskifti í Vesturbænum, því Lárus Halldór Grímsson tónskáld og núverandi stjórnandi, tók við af Páli fyrir 13 árum síðan. Í tilefni af afmælinu, mun Lárus semja þrjú verk, eitt fyrir hverja sveit af þeim þremur, sem eru starfandi innan skólanns. Haldnir verða þrennir „stórtónleikar“ á þessum vetri og nýtt verk frum- flutt á hverjum tónleikum. Lárus segir að í vetur séu starf- ræktar þrjár hljómsveitir, og nemendafjöldi um 120. Næstu tónleikar eru 10. desember nk. í Grandaskóla. Á nýju ári verður farið í flesta skóla sveitarinnar og spilað fyrir nemendur. Í byrjun maímánaðar verður hljóðfæra- kynning í öllum skólum og tekið við umsóknum nýrra nemenda fyrir skólaárið 2006/2007. „Skólahljómsveitin er tónlistar- skóli, þar sem kennt er á öll helstu blásturshljóðfæri og slag- verk. Síðastliðin ár hafa um 120 nemendur verið í námi á ári við hljómsveitina og 10 til 15 kennar- ar hafa séð um einkakennslu nemenda. Nemendum sem eru í öðrum tónlistarskólum, er vel- komið að mæta á samæfingar hljómsveitarinnar sér að kostn- aðarlausu, en þær fara fram í Hljómskálanum við Tjörnina. Mörg börn hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og annara þekktara tónlistarmanna, hafa verið nemendur í skóla- hljómsveitinni síðastliðin ár. Einnig hafa nokkrir af meðlimum „Sinfóníunar“ stigið sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni í Skóla- hljómsveit Vesturbæjar. Ég var sjálfur meðlimur fyrir u.þ.b. 40 árum síðan og lék á þverflautu. Skólagjöld eru einungis 15.000 krónur á ári, en það er rúmlega fimm til sex sinnum ódýrara en allt annað tónlistarnám sem boð- ið er upp á í Reykjavík. Nemend- ur fá 40 til 60 mínúntna einka- kennslu á viku auk tveggja klukkustunda samæfingar. Tónfræðikennsla er fyrir alla nemendur sem taka áfangapróf. Tónlistarnám við hljómsveitina er því mjög góður kostur. Einka- tímarnir fara fram í grunnskóla hvers nemenda, oftast á skóla- tíma. Skólarnir sem Skólahljóm- sveit Vesturbæjar og miðbæjar þjónar eru Melaskóli, Granda- skóli, Vesturbæjarskóli, Austur- bæjarskóli, Hagaskóli, Háteigs- skóli og Hlíðaskóli,“ segir Lárus Halldór Grímsson stjórnandi. Til Worchester til þátttöku á tónlistarhátíð Tónleikaferðir til útlanda, þátt- taka á landsmótum skólahljóm- sveita og aðrar tónleikaferðir inn- anlands, eru stór þáttur í starfi hljómsveitarinnar. Við Skóla- hljómsveit Vesturbæjar eru þrjár til fjórar hljómsveitir starfræktar á þessu skólaári. Nemendum er raðað í hljómsveitir eftir aldri og getu, því eiga allir að geta verið í sveit sem passar þeirra kunnáttu. Í lok maí, er fyrirhuguð tónleika- ferð út á land með yngri sveitirn- ar. Í júni fer elsta sveit skólans til Worcester á Englandi og heim- sækir Worcester City Brass hljómsveitina. Í tilefni af komu skólahljómsveitarinnar þangað verður haldin tónlistarhátíð, sem hljómsveitir úr nágreni Worcest- er taka einnig þátt í. Elstu og duglegustu börnin eru einnig meðlimir í Lúðrasveit Reykjavík- ur. Það er því mikið ferðast og spilað í þessum félagsskap. ■ DESEMBER 200516 Vesturbæjarblaðið Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar hefur starfað í hálfa öld: Sex sinnum ódýrara nám en við tónlistarskólana Frá tónleikum Lúðrasveitar Reykjavíkur í Neskirkju nýverið. Elstu og duglegustu börnin í Skólahljómsveit Vesturbæjar fá að spreyta sig með hljómsveitinni. Skólahljómsveit Vesturbæjar, B-sveit, á æfingu fyrir skömmu í Hljómskólanum undir stjórn Lárusar Halldórs Grímssonar tónskálds.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.