Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 21

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 21
DESEMBER 2005 21Vesturbæjarblaðið Aðventa stendur yfir með mikl-um önnum, ys og þys, glað- værð og geðshræringu, söng og svellandi kæti. Hátíð! Allir með! Hvað er að gerast? Er verið að fagna sigri í knattspyrnu eða körfubolta? Er fagnaðarlátum stjórnað af klapp- stýrum? Nei, gleðin stafar af því að á aðventu rifjar kirkjan og hennar fólk upp gamla frétt frá Jerúsalem. Jer- úsalem hefur lengi verið ofarlega á baugi í fréttum heimsins. Hvert er innihald þessarar gömlu fréttar sem er sífellt ný? Hún fjallar um mann sem kom og vitjaði borgar og fólks- ins þar. Hver var að koma til borgar- innar? Hver vakti slíka athygli? Það var hvorki poppstjarna né íþrótta- hetja, frambjóðandi eða kvikmynda- stjarna. Landsbyggðamaður var á leið inn í höfuðborgina - ekki í glæsi- vagni eða á gæðingi - heldur á áburðardýri - á asna. Þannig vildi Hann hafa það, Hann sem kom, sá og sigraði. Ekki með ofbeldi eða svikum, heldur með kærleikann ein- an að vopni, hógvær og lítillátur. Þannig var Jesús og þannig er Hann, kemur sífellt á óvart - birtist þar sem síst skyldi af því að viska Hans er er mönnum vitrari. Hann sá fyrir sér nýja framtíð friðar og hagsældar fyrir alla menn. Jesaja spámaður tal- aði um komu manns sem mundi hafa djúptæk áhrif á samtíð sína og sögu. Hann sá fyrir sér friðarríki fyr- ir tilstilli þessa manns þar sem mannkyn hefur lagt af verk myrk- ursins, hafnað vopnavaldi og smíð- að nytjahluti úr stríðstólum og nýt- ur ávaxtar iðju sinnar í hjartans ein- lægni og fölskvalausum fögnuði. Fylgjendur Krists sáu þessa spá- dóma alla rætast í honum sem er og var og kemur, eins og Jóhannes postuli orðaði það. Hann lifir, hann er frá eilífð og hann lifir um eilífð, kemur stöðugt í orði sínu og anda, kemur til þeirra sem vænta hans. Enn bíður mannkyn friðarríkis Drottins. Enn knýr Hann á dyr hjart- na okkar. Adventus Domini - að- venta - koma Drottins. Hvers vegna knýr hann á? Hann vill gefa okkur nýja von og trú. Aðventa og jól eru kristinn arfur sem minna á mikilvægi boðskapar Krists. Orð hans og athafnir, dæmisögur og tilsvör eru mikilvæg undirstaða fyrir heilbrigt og gott mannlíf. Um þessar mundir er minnt á aðstæður barna undir slag- orðinu verndum bernskuna. Mikil- vægt er að börn búi við öryggi og að fullorðnir gefi sér tíma með þeim. Að sitja með barninu, segja því sögur, tala um Guð og kærleika hans í Jesú Kristi, biðja með því, uppfræða um inntak aðventu og jóla er mikilvægara en veraldlegar gjafir. Nærvera og hlýja mynda sjóð í sálu barnsins sem gefur meiri arð en nokkuð annað. Tölvuleikir, sjón- varpsþættir, leikföng. Allt getur það verið skemmtilegt og fræðandi en kemur ekki í stað gefandi stundar með mömmu eða pabba, ömmu eða afa. Það þekkjum við sem nutum slíkra stunda í bernsku. Fræðimenn hafa sýnt fram á að manneskjan mótast meir í frumbernsku en áður var vitað. Fyrstu árin skipta gríðar- lega miklu og mikilvægt er að barn- ið skynji að yfir því vakir kærleiks- ríkur Guð. Að signa yfir barnið, biðja með því og tala við Guð skap- ar í sálu þess það sem fræðimenn kalla grundvallar traust en það legg- ur grunn að jafnvægi í sálarlífi sem getur varað ævina út. Hugum sér- staklega að börnunum á aðventu - og barninu í okkur sjálfur. Guð gefi okkur kyrrláta aðventu og helga jólagleði þegar hátíðin gengur í garð. ■ Ingólfur Margeirsson rithöf- undur og fyrrum ritstjóri Vestur- bæjarblaðsins segir að áfallið sem hann varð fyrir sé opnun til lífsins. Út er komin bókin „Afmörkuð stund“ eftir Ingólf Margeirsson en bókin fjallar um þá stund er Ingólf- ur varð fyrir heilablóðfalli haustið 2001. Bókin er um baráttu hans fyrir lífinu og hugleiðingar og þanka sem fylgdu þeirri baráttu. Vesturbæjarblaðið bað Ingólf að segja lítillega frá bók sinni. „Margir hafa orðið til þess að stimpla þessa frásögn sem bar- daga við dauðann, sem er vissu- lega rétt, en bókin fjallar mun meira um lífið og er eins konar óður til lífsins,“ segir Ingólfur. „Í slíkri stöðu sem ég lenti óvænt í eins og margir Íslendingar, frammi fyrir gildi lífsins. Allt snerist á hvolf; hlutir sem áður voru neðar- lega á forgangslistanum, urðu skyndilega ofarlega og lífið varð mér snögglega meira virði en áður. Ég gerði upp sakirnar við fortíðina og uppgötvaði margt skrítið og óvænt. Áfallið var því að mörgu leyti opnun til lífsins. Fjölskyldulífið breyttist líka. Ég lét t.d. af störfum sem ritstjóri Vesturbæjarblaðsins og Sæmund- ur Guðvinsson aðstoðarritstjóri tók við meðan honum entist líf. Ég hélt þó áfram að skrifa í blaðið vegna þess að ég ber mjög hlýjar taugar til blaðsins. Hins vegar inn- ritaði ég mig í sagnfræði við há- skóla Íslands og lýk þaðan bráð- um BA prófi og get þá kallað mig sagnfræðing. Það opnast því alltaf nýjar dyr fyrir framan mann þegar dyrnar að baki lokast. Og ég lauk bók minni á árinu og kom henni út. Fyrir það er ég þakklátur því þessi skrudda er mér mikils virði. Með bókinni hef ég getað hyllt lífið,“ segir Ingólfur Margeirsson höfundur bókarinnar Afmörkuð stund. ■ Óður til lífsins Bók Ingólfs Margeirssonar „Afmörkuð stund.“ Á KROSSGÖTUM EFTIR SÉRA ÖRN BÁRÐ JÓNSSON Lagt fyrir í andlegan sjóð

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.