Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 8
Húsalengjan við Ljósvallagötu breytir ekkert um svip þegar gengið er frá Ásvallagötunni í átt að Hringbrautinni fyrr en komið er út á enda. Húsið nr. 32 sker sig verulega úr, en þar er virðulegur bogi á húsinu með svölum yfir og all sérkenni- legum gluggum til beggja handa. Framan við húsið er mikill en ekki mjög hár steingarður sem er orðinn mjög mosavaxinn. Ein- hverjum kann að þykja garðurinn ljótur fyrir bragðið, en öðrum ekki. Það er nefnilega ákveðinn stíll yfir svona mosavöxnum steingarði, hann er öðru vísi en gengur og gerist þar sem allt er skafið og þvegið, jafnvel málað. Það væri hins vegar slys ef það yrði gert þarna. Þarna bjó um tíma Ragnar Kjartansson mynd- höggvari, faðir Kjartans Ragnars- sonar leikara, leikritaskálds og leikstjóra. Þá sem þekkja til í Aðaldal í Þingeyjarsýslu rekur hins vegar í rogastans þegar komið er fyrir hornið og haldið til norðurs eftir Hringbrautinni því yfir dyrum Hringbrautar 44 stendur skýrum stöfum „Grenjaðarstaður.“ Ástæðan mun vera sú sam- kvæmt bók Guðjóns Friðriksson- ar, Indæla Reykjavík, að þarna bjó sr. Helgi Hjálmarsson sem um alllangt skeið var prestur á Grenjaðarstað. Á sínum tíma var Grenjaðar- staður höfuðból sveitarinnar. Hugsanlegt er að kunnur for- smiður á sinni tíð, Árni Hall- grímsson frá Garðsá, sé höfund- ur gömlu frambæjarhúsanna sem þar standa en minna er vitað um bakhúsin. Í nyrsta bæjarhúsinu var starfrækt pósthús á síðari hluta 19. aldar og fram yfir alda- mótin 1900. Bærinn þótti reisu- legastur allra bæja í héraðinu og allt að þrír tugir manna voru þar í heimili. Búið var í gamla bæn- um fram til 1949. Það væri ósann- gjarnt að segja að jafn mikil reisn væri yfir Hringbraut 44, þó gott hús sé! ■ DESEMBER 20058 Vesturbæjarblaðið Bogadregin framhlið og Grenjaðarstaður Ljósvallagata 32 sker sig frá heildarmyndinni. Grenjaðarstaður hinn syðri. Gleðileg jól og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Þar sem Skerfirðingum finnst skemmtulegt að versla Gleðileg jól og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.