Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 11
DESEMBER 2005 11Vesturbæjarblaðið ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 25 92 2 1 0/ 20 04 410 4000 | landsbanki.is Njótið aðventunnar Birtumeðferð í Vesturbæjarlaug Rannsóknir hafa leitt í ljós að skammdegisóyndi hrjáir 10,5% Íslendinga eða nær 30 þúsund manns, þar af um 12 þúsund Reykvíkinga! Það lýsir sér sem geðlægð sem kemur ávallt fram ásama tíma ár hvert og stendur yfir vetrarmán- uðina. Einkenni vetraróyndis eru m.a. þunglyndi, depurð, skert virkni eða athafnaleysi, kvíði, bráðlyndi, þreyta að degi til, auk- in svefnþörf og kyndeyfð. Erlend- ar rannsóknir sýna að birtumeð- ferð dregur verulega úr þessum einkennum. Birtumeðferð gengur út á það að viðkomandi situr fyr- ir framan sérstakt ljós í ákveðinn tíma. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að lækningamáttur ljóss nærtil fleiri kvilla. Nefna má flugþreytu, vanlíðan af völdum vaktavinnu, svefntruflanir, sí- þreytu, fyrirtíðarspennu og þunglyndi á meðgöngu. Í Vesturbæjarlaug hafa verið settir upp sérstakir lampar á veg- um ÍTR, birtulampar, sem hann- aðir hafa verið sérstaklega til að draga úr skammdegisóyndi. Þeg- ar sest er fyrir framan lampann er árangursríkast að horfa í miðju hans. Þeir sem eru þjáðir af skammdegisóyndi og telja að það trufli líf sitt en finna ekki nokkra bót að sitja fyrir framan lampann, ættu skilyrðislaust að leita læknis. ■ Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi og formaður ÍTR, settist fyrir framan einn lampann þegar þeir voru teknir í notkun. Henni til halds og trausts er Sigmar B. Hauksson, sem áður sótti Vesturbæjarlaug, en hefur nú fært sig um set. Kannski lamparnir dragi hann vestur eftir aftur. Gististaðurinn Þrjár systur á horni Ránargötu og Ægisgötu hefur vakið sérstaka athygli, sér- staklega útlendinga, vegna nokk- urs suðræns útlits hússins, ekki síst gluggaumgjörð þess. Eigand- inn, Þórður Benediktsson, segir að síðasta sumar hafi verið mjög gott og nýtingarhlutfall gistingar býsna hátt. Næsta sumar verða 5 íbúðir til leigu á Þremur systrum eins og síðasta sumar en í vetur séu þar fastir viðskiptavinir sem verði þar allt til vors. Á sumrin er hægt að fá morgun- mat í íbúðirnar en honum er þá komið fyrir í kæliskápnum kvöld- ið áður. En oftast sér fólk um sig sjálft. Þórður hefur nú keypt annað hús á mótum Ægisgötu og Mýrar- götu en þar var áður blikksmiðja. Húsið verður ekki afhent Þórði fyrr en 1. janúar nk. og þá fljótlega verður hafist handa við að inn- rétta. „Ætli þessi gamla blikksmiðja verði ekki fyrst og fremst vetrar- leiguhús en ólíklegra að þær íbúð- ir sem þar verða verði sérstak- lega leigðar út á sumrin til ferða- manna. Það er hins vegar ekki gott að segja hvað verður, þetta er kannski meira spurning um hvað ég hef þrek og vilja til að gera. En það væri gaman að geta leigt það út strax næsta sumar. Ætli þar verði ekki 5 íbúðir, svip- að og hér uppi á Ránargötunni,“ segir Þórður Benediktsson. ■ Þrjár systur á Ránargötunni Þrjár systur á horni Ránargötu og Ægisgötu

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.