Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 4

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 4
4 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2007 Austurbæjarskólinn tók til starfa haustið 1930. Áður hafði skólinn við Tjörnina, síðar nefndur Mið- bæjarskólinn, verið aðalskóli bæj- arins. Áratugurinn 1920 til 1930 fór í undirbúning og byggingu skólans sem reis í austanverðu Skólavörðuholti og var í fyrstu kallaður Nýi barnaskólinn. Sigurð- ur Guðmundsson, húsameistari gerði teikningar og sá um bygg- inguna. Austurbæjarskóli er fyrsta húsið í Reykjavík sem hitað er upp með hitaveituvatni. Ásmund- ur Sveinsson, myndhöggvari gerði lágmyndir yfir báðum aðaldyrum skólans og einnig yfir dyrum á austurgöflum. Árið sem skólinn tók til starfa var ákveðið að færa skólaskylduna niður um 2 ár, börn- in hæfu skólagönguna 8 ára göm- ul. Fyrsti skólastjórinn var Sigurð- ur Ó. Thorlacius og 32 kennarar störfuðu við skólann. Í skólanum voru 30 almennar kennslustofur. Auk þeirra voru margar sérgreina- stofur: teiknistofa, kennslueldhús, smíðastofa, sundlaug, fimleikasal- ur, handavinnustofa stúlkna, sam- komusalur fyrir skemmtanir (jóla- skemmtanir), kvikmyndasýning- ar og söngsalur. Einnig sérbúnar náttúrufræði- og landafræðistofur velbúnar kennslugögnum. Þetta kallaði á nýja og frjálslegri kennsluhætti. Frá upphafi voru þér- ingar felldar niður og ákveðið var að börnin gengu frjáls inn í skól- ann en skipuðu sér ekki í raðir úti í porti. Margir af kennurum Austur- bæjarskóla hafa verið mikilvirkir rithöfundar,s.s. Jóhannes úr Kötl- um, Gunnar M. Magnúss, Ragnheiði Jónsdóttur, Vilborgu Dagbjarts- dóttur og Stefán Jónsson en í dag er sérstakur dagur nefndur eftir honum í skólanum, Stefánsdagur. Í fyrsta sinn sem haldið var upp á daginn var dagskrá flutt í portinu fyrir framan skólann. Hann kaus að starfa með börnum og skrifa bækur handa þeim. Ljóð hans og sögur eru dýrmætur fjársjóður, en á bóka- safni skólans er sérstakur rekki sem er tileinkaður þeim rithöfundum sem hafa kennt við skólann, þar með fyrsta skólastjóranum, Sigurði Thorlacius. Núverandi skólastjóri er Guð- mundur Rúnar Sighvatsson, en hann segir að í dag noti hann ekki millinafnið, þó standi R-ið eftir í opinberum gögnum. Hann er fædd- ur og uppalinn norður á Húsavík en fluttist suður með foreldrunum 6 ára gamall og bjó fjölskyldan við Tunguveg í Smáíbúðahverfinu þar til hann var 14 ára er hún fluttist á Kleppsveg. Guðmundur gekk í Breiðagerðisskóla og síðan Réttar- holtsskóla þar sem hann útskrifað- ist sem gagnfræðingur. Guðmundur var ekki ákveðinn í því hvað hann vildi læra að gagnfræðaprófi loknu en hann kemur úr iðnaðarmanna- fjölskyldu og því fannst honum á þeim tíma að það lægi beinast við. Hann hafði m.a. verið í bygginga- vinnu með föður sínum sem var múrari. Í eitt ár vann Guðmundur í byggingavinnu upp í Blöndubakka í Breiðholti, en þá var Breiðholts- hverfið að myndast. En eftir þann vetur gerði hann sér fullkomlega grein fyrir því að þetta var ekki atvinna sem hann vildi gera að sínu ævistarfi. “Þá datt mér í hug að fara í Kenn- araskólann sem á þeim tíma var eina leiðin fyrir mig nema að fara á Samvinnuskólann á Bifröst. Þá eygði ég þann möguleika að fara í framhaldsnám eftir kennaranám- ið, var ekki á þeim tíma að hugsa um að fara í kennslu, var fremur að hugsa um að finna mér ákveðinn farveg í lífinu. Ég lauk kennaraprófi 1973, og var í síðasta útskriftar- hópnum samkvæmt gamla kerfinu. Á þeim tíma var ég að vinna í Hval- stöðinni á sumrin og um haustið fór ég aftur í Kennaraskólann til að bæta við mig einu ári til að ljúka stúdentsprófi. Um haustið hafði samband við mig yfirkennari Aust- urbæjarskóla, Hjalti Jónasson, sem hafði unnið með mér í Hvalstöðinni, og bauð mér kennarastöðu sem var að kenna samfélagsgreinar tvo tíma á dag eftir hádegi. Ég þáði það enda hentaði það mér ágætlega samhliða náminu við Kennaraskólann.” Í Austurbæjarskólanum í rúm 34 ár! Guðmundur segir að sér hafi lík- að kennarastarfið strax býsna vel svo þegar vertíðinni lauk haustið 1974 ákvað hann að þiggja fullt starf sem kennari við Austurbæjarskól- ann, og er þar enn! Guðmundur verður skólastjóri í janúarmánuði 1995 en þar áður hafði hann gegnt starfi aðstoðar- skólastjóra. - Var það rökrétt framhald hjá þér að taka að þér starf skólastjóra, eða varstu efinn? “Auðvitað hugleiddi ég það um stund. En á þessum árum sem ég hef verið skólastjóri hefur starfið breyst alveg gríðarlega, orðið mun meira stjórnunarstarf. Vegna stærð- ar skólans kenni ég ekkert en á síð- ustu árum hefur fjöldi nemenda verið á bilinu 500 til 600, eru nú 525. Svo er þetta samfélag hér í skól- anum mjög flókið en hér er hlutfall innflytjenda eða nýbúa mjög hátt, eða nær fjórði hver nemandi. Fjöldi nemenda hér er því tvítyngdur, not- ar íslensku í skólanum en annað tungumál heima. Þessari samsetningu hefur ekki fylgt nein átök milli nemenda, íslensku krakkarnir taka því sem sjálfsögðum hlut að mæta öðrum nemenda af asískum eða afrískum uppruna.” Nýbúadeild var stofnuð við Aust- urbæjarskólann 1994 og þá voru það 8 nemendur sem nutu þeirr- ar þjónustu. Í dag eru þau yfir 100 talsins. Þessir krakkar hafa sinn heimabekk en eru tekin út úr bekkn- um í sérstaka íslenskukennslu, og stundum í stærðfræði, ensku eða annað fag ef talin er þörf á því. Aust- urbæjarskólinn er ekki safnskóli fyr- ir börn nýbúa, það búa einfaldlega svo margir nýbúar á skólasvæðinu en samt er starfrækt sérstök mót- tökudeild þar sem koma börn úr öðrum skólahverfum, jafnvel öðrum sveitarfélögum. Guðmundur skóla- stjóri telur ástæðu þess fyrst og fremst þá að í skólanum sé til stað- ar þekking á málum innflytjenda sem ekki sé í eins ríku mæli annars staðar og eins hafi Nína Magnús- dóttir kennari, sem hefur umsjón með kennslu nýbúa, á sér ákveðið og jákvætt orð meðal nýbúa. Skól- inn fær aukafjármagn með hverjum nemanda sem þannig kemur í skól- ann. Enginn í kennarahópnum í Aust- urbæjarskólanum hefur verið þar áður sem nýbúanemandi, en einn kennarinn er þó af tékknesku bergi brotinn. Skólastjóri telur þó að það muni gerast fyrr en seinna. Stjörnusjónauki gerður upptækur af hernaðaryfirvöldum - Saga Austurbæjarskóla er löng og merkileg og tengist sögu Reykja- víkur. Er því eitthvað haldið á lofti innan veggja skólans? “Skólinn tók til starfa árið 1930, og var 3 ár í byggingu. Meðal okkar starfsmanna er það stundum gert og henni er oft haldið að gestum sem hingað koma. Oftast er það gert með því að sýna gestum okk- ar skólann og sýna þeim og segja frá byggingasögunni. Hér er enn að finna sömu dúkana á gólfum og fleira sem það hefur verið verulega vandað til verks á sínum tíma. Skól- inn er fyrsta húsið sem var tengt Hitaveitu Reykjavíkur og var það strax og hann tók til starfa, en upp- haflega var það tilraunaverkefni en auk skólans voru það nokkur hús við Bergþórugötu og Njálsgötu. Skólinn var hersetinn af Bretum strax og þeir komu hingað 10. maí 1940 og þá var skólaportið fullt af hergögnum. Stjörnusjónauki sem keyptur hafði verið til skólans var gerður upptækur af Bretum en síð- an var honum skilað, en án allra spegla og glerja, bara tómur hólkur! Bretadrottning skuldar okkur því enn eitthvað frá stríðsárunum! Börnin voru send heim um vorið en fengu að koma í skólann um haustið, þá höfðu Bretarnir fært sig.” Þriðjungur kennara karlmenn Um 50 kennarar eru við Austur- bæjarskóla, þar af fjórir leiðbeinend- ur sem þó eru allir í námi, og tveir þeirra útskrifast um næstu áramót. Guðmundur skólastjóri telur það viðundandi ástand þó auðvitað sé það draumastaða allra skólastjóra að vera eingöngu með réttindafólk við kennslu, helst að margir séu að bítast um hverja lausa kennara- stöðu. “Þriðjungur starfsmanna hér eru karlmenn sem er óvenjulega hátt hlutfall miðað við heilstæðan grunn- skóla. Það segir okkur að kennara- starfið sé ekki vel launað. Samning- ar kennara eru lausir næsta vor og ég tel að það verði gert allt til þess að ná samningum en það situr svo- lítið í kennurum að hafa fengið á sig lagasetningu síðast. Ég má varla til annars hugsa en skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti haustið 2008, það væri mjög slæmt ef skól- inn byrjaði á því að byrja ekki!” Ég vona að sveitarstjórnarmenn skilji þá stöðu sem komin er upp og geri það sem þarf til þess að samn- ingar náist. Kannski væri heppilegt að Reykjavíkurborg klyfi sig út úr samstarfi við önnur sveitarfélög, þ.e. hætti þáttöku í Launanefnd sveitarfélaga,” segir Guðmundur R. Sighvatsson, skólastjóri Austur- bæjarskóla. Guðmundur R. Sighvatsson með nemendurm á göngum skólans. Um fjórðungur nemenda eru nýbúar ������ � � ��������� ��������������� ���������� ������� Nemendur eru 525 en þetta samfélag hér í skólanum mjög flókið en hér er hlutfall innflytjenda eða nýbúa mjög hátt, eða nær fjórði hver nemandi. Fjöldi nemenda hér er því tvítyngdur, notar íslensku í skólanum en annað tungumál heima.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.