Fréttatíminn - 10.07.2015, Síða 2
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Costa del Sol
Frá kr. 139.900
m/allt innifalið
Torremolinos á
Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2-3 í herbergi
Roc Costa Park – 16. júlí í 11 nætur
SÉ
RT
IL
BO
Ð
Kakkalakkar sem kallast hvæsilakkar fást í gæludýraversluninni Furðufuglar og fylgifiskar. Ingólfur Tjörvi segir þá vera fínustu gæludýr.
Mynd/Hari
Hvæsilakk-
inn er afar
skemmti-
legur og
hann hvæsir
ef hann er
ósáttur.
Gæludýr Framandi Gæludýr Festa siG í sessi á íslandi
Kakkalakkar hafa numið land sem gæludýr á Íslandi og eru hvæsilakkar þar vinsælastir en þeir
hvæsa þegar þeir eru ósáttir. Eigandi verslunarinnar Furðufuglar og fylgifiskar flytur kakkalakk-
ana inn, ásamt fleiri framandi gæludýrum, og segist hann hafa viljað auka á fjölbreytnina þegar
kemur að gæludýrahaldi.
É g hef selt um tíu hvæsilakka sem gæludýr,“ segir Ingólfur Tjörvi Einarsson, eigandi verslunarinnar
Furðufugla og fylgifiska í Kópavogi. Hvæsi-
lakki er íslenska heitið yfir kakkalakka af
tegundinni Madagascar Hissing Roach –
Gromphadorhina portentosa – sem Ingólf-
ur Tjörvi selur í versluninni.
Um þrjú ár eru síðan Ingólfur Tjörvi byrj-
aði að selja kakkalakka en hann fór upphaf-
lega að flytja þá inn sem fæði fyrir froskdýr.
Honum fannst skemmtilegt að auka fjöl-
breytnina þegar kemur að gæludýrum og
ákvað að flytja einnig inn kakkalakka sem
gæludýr, en til eru um fjögur þúsund teg-
undir af kakkalökkum og eru þeir afar mis-
jafnir. „Hvæsilakkinn er afar skemmtilegur
og hann hvæsir ef hann er ósáttur,“ segir
Ingólfur Tjörvi. Þessi tegund er vængja-
laus og dafnar best á Íslandi í hlýju búri þar
sem hitinn er á bilinu 24-32°C. „Hann er
ekki meindýr og á ekkert skylt við vængj-
uðu kakkalakkana frá Bandaríkjunum sem
voru uppi á Velli,“ segir hann. Hvæsilakkinn
kostar um 3 þúsund krónur og lifir á ávöxt-
um, grænmeti, mjöli og rotnandi laufblöð-
um. „Hann þarf ekki mikið,“ segir Ingólfur
Tjörvi. Þeir geta fjölgað sér við mikinn hita í
búrinu en lifa ekki utandyra á Íslandi.
Kakkalakkar eru þó ekki einu fram-
andi gæludýrin sem Tjörvi selur því þar er
einnig hægt að fá þúsundfætlur, förustafi
og bænabeiður, svo eitthvað sé nefnt. Mis-
jafnt er hversu mikið framboð er í verslun-
inni sjálfri en Tjörvi segist panta það sem
ekki er til staðar og taki það um 2-4 vikur.
Förustafirnir hafa verið hvað vinsælastir
en þetta eru skordýr sem líkjast helst trjá-
grein, eru algjörlega meinlaus og borða
helst rósablöð og laufblöð. Stórar þúsund-
fætlur eru einnig vinsælar en sú dýrasta,
Risa pillu þúsundfætlan, kostar um 15 þús-
und krónur. Hún er feitlagin, röndótt og
rúllar sér saman í þétta kúlu á stærð við
golfbolta ef hún vill verja sig. Tjörvi segir
að þúsundfætlurnar séu hrifnastar af eplum
og grænu káli. „Þær eru algjörlega mein-
lausar. Við seljum hins vegar ekki stórar
hundraðfætlur því þær geta bitið. Við erum
ekki með nein dýr sem geta verið hættuleg
eða meinsemd,“ segir Ingólfur Tjörvi.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Kakkalakkar seldir
sem gæludýr í Kópavogi
Lúpínan breiðir úr sér
Alger sprenging hefur orðið í útbreiðslu lúpínu í íslenskri
náttúru í sumar, að því er fram kemur í viðtali RÚV við Þóru
Ellen Þórhallsdóttur, prófessor í grasafræði við Háskóla
Íslands. Hún segir á vef RÚV að lúpína hafi náð fótfestu á há-
lendinu, og hafi víðtæk áhrif á plöntu- og fuglalíf í landinu.
„Ég sé ekki betur en að það hafi hreinlega orðið sprenging í
útbreiðslunni og manni finnst eins og hún sé komin nokkurn
veginn út um allt,“ segir Þóra Ellen þar. „Lúpínan hefur
náttúrulega svo margþætt áhrif á annan gróður, á fuglalíf
þar sem hún tekur yfir mólendi, hún hefur auðvitað áhrif á
allt vistkerfið. Síðan hefur hún auðvitað líka gríðarleg áhrif
á landslag, liti og hvernig fólk upplifir land sem það gengur
í gegnum líka.“
Gjaldskylda í bílastæði á
Þingvöllum
Þingvallanefnd hefur ákveðið að hefja
innheimtu bílastæðagjalds á afmörkuðum
bílastæðum á Þingvöllum, að því er fram
kemur í tilkynningu frá þjóðgarðsverði.
Gjaldskylt verður í bílastæði á Hakinu við
efri enda Almannagjár en þar er gestastofa
þjóðgarðsins; á svokölluðu Þingplani þaðan
sem gengið er upp í Almannagjá af Efrivöll-
um og á Valhallarplani þar sem hótelið stóð
áður. Samkvæmt gjaldskránni er gjald fyrir
hvern einkabíl kr. 500 á sólarhring en allt að
3.000 krónum fyrir hópferðabíla.
Landsbankinn byggir
fyrir 8 milljarða
Landsbankinn hefur tilkynnt um fyrir-
hugaða byggingu nýrra höfuðstöðva við
Austurhöfn í Reykjavík. Alls er gert ráð
fyrir að framkvæmdin kosti um 8 milljarða
króna. Byggingin mun hýsa alla miðlæga
starfsemi bankans. Haldin verður hön-
nunarsamkeppni um húsið og jafnframt
kallað eftir hugmyndum um nýtingu á
gamla bankahúsinu við Austurstræti 11. Í
tilkynningu frá bankanum kemur fram að
nýja byggingin skuli vera borgarprýði og
falla vel að umhverfinu. Þá sé það kappsmál
að gamla Landsbankahúsið fái verðugt
hlutverk í almannaþágu til framtíðar. Sú
bygging sé hluti af sögu byggingarlistar hér
á landi og eitt helsta kennileiti miðborgar
Reykjavíkur.
Tollur af fatnaði
afnuminn
Tollar af fatnaði og skóm verða afnum-
dir um næstu áramót. Aðrir tollar, að
matvöru undanskilinni, verða afnumdir um
áramótin 2016-17, að því er fram kemur
í tilkynningu frá fjármála- og efnahags-
ráðuneytinu. Almenn vörugjöld höfðu áður
verið afnumin um síðustu áramót. „Tollar
hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga
úr alþjóðaviðskiptum í heild sinni. Þegar
tollur er lagður á innflutta vöru hækkar
verðið sem innlendir neytendur þurfa að
greiða fyrir vöruna sem aftur dregur úr
eftirspurn eftir henni. Afnám tolla lækkar
vöruverð til neytenda, bætir samkeppnis-
hæfni seljanda og eykur skilvirkni á
innlendum markaði“, segir í tilkynningu frá
ráðuneytinu.
HúðFlúr rúnum skreyttir erlendir Ferðamenn
V ið tökum eftir mikilli aukn-ingu erlendra ferðamanna sem koma til okkar og það
er tvennt sem er áberandi vinsæl-
ast hjá þeim: Vegvísir og Ægis-
hjálmur,“ segir Elísabet Hilmars-
dóttir starfsmaður hjá Reykjavík
Ink. Búri, húðflúrari hjá Íslenzku
húðf lúrstofunni tekur í sama
streng: „Vegvísir og Ægishjálm-
ur eru þessi helstu túristatattú,“
segir hann.
Búri bendir á að þetta séu af-
skaplega fallegir galdrastafir og
táknrænt fyrir ferðamenn á Ís-
landi að fá sér Vegvísi. „Ægis-
hjálmurinn er mjög stílhreinn.
Ferðamenn eru líka mjög hrifnir
af rúnum og velja þær eftir merk-
ingu, svipað og þegar fólk var að
fá sér kínversku táknin hér áður
fyrr,“ segir hann. Björk Guð-
mundsdóttir tónlistarkona er með
Vegvísi á upphandleggnum og er
það eflaust hluti af vinsældunum.
Elísabet segir ferðamennina
ýmist detta inn af götunni og
biðja þá um smærri flúr sem eins-
konar minjagrip, á meðan aðrir
hafa samband áður en þeir koma
til landsins og þá er sérstaklega
vinsælt að panta tíma hjá Ólafíu
Kristjánsdóttur húðflúrara sem er
eini íslenski flúrarinn á Reykjavík
Ink. „Það eru margir mjög spennt-
ir fyrir að hitta hana og láta hana
flúra sig,“ segir hún. -eh
Sjá nánar á bls. 46
Túristar fá sér Bjarkartattú
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er
með Vegvísi á upphandleggnum.
2 fréttir Helgin 10.-12. júlí 2015