Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 10.07.2015, Qupperneq 2
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Costa del Sol Frá kr. 139.900 m/allt innifalið Torremolinos á Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2-3 í herbergi Roc Costa Park – 16. júlí í 11 nætur SÉ RT IL BO Ð Kakkalakkar sem kallast hvæsilakkar fást í gæludýraversluninni Furðufuglar og fylgifiskar. Ingólfur Tjörvi segir þá vera fínustu gæludýr. Mynd/Hari Hvæsilakk- inn er afar skemmti- legur og hann hvæsir ef hann er ósáttur.  Gæludýr Framandi Gæludýr Festa siG í sessi á íslandi Kakkalakkar hafa numið land sem gæludýr á Íslandi og eru hvæsilakkar þar vinsælastir en þeir hvæsa þegar þeir eru ósáttir. Eigandi verslunarinnar Furðufuglar og fylgifiskar flytur kakkalakk- ana inn, ásamt fleiri framandi gæludýrum, og segist hann hafa viljað auka á fjölbreytnina þegar kemur að gæludýrahaldi. É g hef selt um tíu hvæsilakka sem gæludýr,“ segir Ingólfur Tjörvi Einarsson, eigandi verslunarinnar Furðufugla og fylgifiska í Kópavogi. Hvæsi- lakki er íslenska heitið yfir kakkalakka af tegundinni Madagascar Hissing Roach – Gromphadorhina portentosa – sem Ingólf- ur Tjörvi selur í versluninni. Um þrjú ár eru síðan Ingólfur Tjörvi byrj- aði að selja kakkalakka en hann fór upphaf- lega að flytja þá inn sem fæði fyrir froskdýr. Honum fannst skemmtilegt að auka fjöl- breytnina þegar kemur að gæludýrum og ákvað að flytja einnig inn kakkalakka sem gæludýr, en til eru um fjögur þúsund teg- undir af kakkalökkum og eru þeir afar mis- jafnir. „Hvæsilakkinn er afar skemmtilegur og hann hvæsir ef hann er ósáttur,“ segir Ingólfur Tjörvi. Þessi tegund er vængja- laus og dafnar best á Íslandi í hlýju búri þar sem hitinn er á bilinu 24-32°C. „Hann er ekki meindýr og á ekkert skylt við vængj- uðu kakkalakkana frá Bandaríkjunum sem voru uppi á Velli,“ segir hann. Hvæsilakkinn kostar um 3 þúsund krónur og lifir á ávöxt- um, grænmeti, mjöli og rotnandi laufblöð- um. „Hann þarf ekki mikið,“ segir Ingólfur Tjörvi. Þeir geta fjölgað sér við mikinn hita í búrinu en lifa ekki utandyra á Íslandi. Kakkalakkar eru þó ekki einu fram- andi gæludýrin sem Tjörvi selur því þar er einnig hægt að fá þúsundfætlur, förustafi og bænabeiður, svo eitthvað sé nefnt. Mis- jafnt er hversu mikið framboð er í verslun- inni sjálfri en Tjörvi segist panta það sem ekki er til staðar og taki það um 2-4 vikur. Förustafirnir hafa verið hvað vinsælastir en þetta eru skordýr sem líkjast helst trjá- grein, eru algjörlega meinlaus og borða helst rósablöð og laufblöð. Stórar þúsund- fætlur eru einnig vinsælar en sú dýrasta, Risa pillu þúsundfætlan, kostar um 15 þús- und krónur. Hún er feitlagin, röndótt og rúllar sér saman í þétta kúlu á stærð við golfbolta ef hún vill verja sig. Tjörvi segir að þúsundfætlurnar séu hrifnastar af eplum og grænu káli. „Þær eru algjörlega mein- lausar. Við seljum hins vegar ekki stórar hundraðfætlur því þær geta bitið. Við erum ekki með nein dýr sem geta verið hættuleg eða meinsemd,“ segir Ingólfur Tjörvi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kakkalakkar seldir sem gæludýr í Kópavogi Lúpínan breiðir úr sér Alger sprenging hefur orðið í útbreiðslu lúpínu í íslenskri náttúru í sumar, að því er fram kemur í viðtali RÚV við Þóru Ellen Þórhallsdóttur, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands. Hún segir á vef RÚV að lúpína hafi náð fótfestu á há- lendinu, og hafi víðtæk áhrif á plöntu- og fuglalíf í landinu. „Ég sé ekki betur en að það hafi hreinlega orðið sprenging í útbreiðslunni og manni finnst eins og hún sé komin nokkurn veginn út um allt,“ segir Þóra Ellen þar. „Lúpínan hefur náttúrulega svo margþætt áhrif á annan gróður, á fuglalíf þar sem hún tekur yfir mólendi, hún hefur auðvitað áhrif á allt vistkerfið. Síðan hefur hún auðvitað líka gríðarleg áhrif á landslag, liti og hvernig fólk upplifir land sem það gengur í gegnum líka.“ Gjaldskylda í bílastæði á Þingvöllum Þingvallanefnd hefur ákveðið að hefja innheimtu bílastæðagjalds á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöllum, að því er fram kemur í tilkynningu frá þjóðgarðsverði. Gjaldskylt verður í bílastæði á Hakinu við efri enda Almannagjár en þar er gestastofa þjóðgarðsins; á svokölluðu Þingplani þaðan sem gengið er upp í Almannagjá af Efrivöll- um og á Valhallarplani þar sem hótelið stóð áður. Samkvæmt gjaldskránni er gjald fyrir hvern einkabíl kr. 500 á sólarhring en allt að 3.000 krónum fyrir hópferðabíla. Landsbankinn byggir fyrir 8 milljarða Landsbankinn hefur tilkynnt um fyrir- hugaða byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti um 8 milljarða króna. Byggingin mun hýsa alla miðlæga starfsemi bankans. Haldin verður hön- nunarsamkeppni um húsið og jafnframt kallað eftir hugmyndum um nýtingu á gamla bankahúsinu við Austurstræti 11. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að nýja byggingin skuli vera borgarprýði og falla vel að umhverfinu. Þá sé það kappsmál að gamla Landsbankahúsið fái verðugt hlutverk í almannaþágu til framtíðar. Sú bygging sé hluti af sögu byggingarlistar hér á landi og eitt helsta kennileiti miðborgar Reykjavíkur. Tollur af fatnaði afnuminn Tollar af fatnaði og skóm verða afnum- dir um næstu áramót. Aðrir tollar, að matvöru undanskilinni, verða afnumdir um áramótin 2016-17, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármála- og efnahags- ráðuneytinu. Almenn vörugjöld höfðu áður verið afnumin um síðustu áramót. „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum í heild sinni. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur dregur úr eftirspurn eftir henni. Afnám tolla lækkar vöruverð til neytenda, bætir samkeppnis- hæfni seljanda og eykur skilvirkni á innlendum markaði“, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.  HúðFlúr rúnum skreyttir erlendir Ferðamenn V ið tökum eftir mikilli aukn-ingu erlendra ferðamanna sem koma til okkar og það er tvennt sem er áberandi vinsæl- ast hjá þeim: Vegvísir og Ægis- hjálmur,“ segir Elísabet Hilmars- dóttir starfsmaður hjá Reykjavík Ink. Búri, húðflúrari hjá Íslenzku húðf lúrstofunni tekur í sama streng: „Vegvísir og Ægishjálm- ur eru þessi helstu túristatattú,“ segir hann. Búri bendir á að þetta séu af- skaplega fallegir galdrastafir og táknrænt fyrir ferðamenn á Ís- landi að fá sér Vegvísi. „Ægis- hjálmurinn er mjög stílhreinn. Ferðamenn eru líka mjög hrifnir af rúnum og velja þær eftir merk- ingu, svipað og þegar fólk var að fá sér kínversku táknin hér áður fyrr,“ segir hann. Björk Guð- mundsdóttir tónlistarkona er með Vegvísi á upphandleggnum og er það eflaust hluti af vinsældunum. Elísabet segir ferðamennina ýmist detta inn af götunni og biðja þá um smærri flúr sem eins- konar minjagrip, á meðan aðrir hafa samband áður en þeir koma til landsins og þá er sérstaklega vinsælt að panta tíma hjá Ólafíu Kristjánsdóttur húðflúrara sem er eini íslenski flúrarinn á Reykjavík Ink. „Það eru margir mjög spennt- ir fyrir að hitta hana og láta hana flúra sig,“ segir hún. -eh Sjá nánar á bls. 46 Túristar fá sér Bjarkartattú Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er með Vegvísi á upphandleggnum. 2 fréttir Helgin 10.-12. júlí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.