Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 4
VEGAHANDBÓKIN ehf. • www.vegahandbokin.is
Sundaborg 9 • 104 Reykjavík • Sími 562 2600
TÍMAMÓTAVERK
Vegahandbókin í snjalltækin
• Yfir 3.000 staðir
• Þúsundir þjónustuaðila
• Kort sem sýnir staðsetningu
• Sía, notandi ræður hvaða
þjónustumerki birtast
• Leit, hægt að leita eftir
stöðum og þjónustu
• Bókamerki, hægt að geyma
og safna stöðum
• Tungumál, íslenska, enska og
þýska
Alltafí bílnum
VERÐ KR. 5.490,-
Hægt að skipta gamalli bók upp í nýja
og fá 1.000,- kr. afslátt af þeirri nýju (aðeins í bókabúðum)
Snjallsímaútgáfan
fylgir bókinni
Vikan sem Var
Ísland aldrei ofar
Íslenska karla landsliðið í knatt spyrnu er
í 23. sæti á nýj um heimslista FIFA sem
kynntur var í gær. Ísland er 16. sæti af
Evrópuþjóðum og hefur aldrei verið ofar.
Þar með er ljóst að Ísland verður í öðrum
styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla
fyrir undankeppni HM 25. júlí næstkom-
andi. Það þýðir að aðeins eitt lið verður í
riðli okkar sem telst sterkara, samkvæmt
styrkleikalistanum. Ísland fór upp um fjór-
tán sæti á FIFA-listanum.
208.535
Íslendingar hafa farið til útlanda það sem
af er ári, 23.700 fleiri en á sama tíma í
fyrra. Júní og júlí eru vinsælustu ferða-
mánuðir Íslendinga en í síðasta mánuði
voru brottfarir Íslendinga um Leifsstöð
tæplega 48 þúsund talsins, 6.600 fleiri
í fyrra.
27.400.000
króna hagnaður var af rekstri skemmti-
staðarins b5 í fyrra.
Hættir á
þingi
Jón Þór
Ólafsson,
þingmaður
Pírata,
hyggst
hætta þing-
mennsku
eftir tveggja ára setu. Ásta Helgadóttir
tekur sæti hans í haust.
Enn fleiri uppsagnir
307 starfs menn Land spít al ans hafa sagt
starfi sínu lausu und an farn ar vik ur. Þar af
eru 255 hjúkr un ar fræðing ar og 25 geisla-
fræðing ar. Fjórir hafa dregið uppsagnir
sínar til baka.
14
sóttu um starf forstjóra Íbúðalána-
sjóðs, þrjár konur og ellefu karlar.
Ráðið verður í stöðuna fyrir lok
mánaðarins.
Veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Norðlæg átt, hvassast Nv-til. skýjað
fyrir austaN og súld eN þurrt v-til.
höfuðborgarsvæðið: AustLæg Átt og
bJARtvIðRI. FREMuR MILt.
Norðaustlæg átt, 5-13 m/s. skýjað og væta
a-til, eN þurrt að kalla fyrir vestaN.
höfuðborgarsvæðið: AustLæg Átt,
skýJAð og ÁFRAM FREMuR MILt.
NorðaustaN 3-10 m/s, skýjað um mest allt
laNd, eN léttskýjað á vesturlaNdi.
höfuðborgarsvæðið: AustLæg Átt,
skýJAð MEð köFLuM og FREMuR HLýtt.
Kuldapollur yfir hálendinu
Helgin byrjar á kuldapolli yfir norðanverðu
landinu og gæti allt eins verið slydda til
fjalla aðfaranótt laugardags, en þegar
líður helgina á hlýnar smám saman. Norð-
austan og austanáttir eru ríkjandi, og
úrkoma viðvarandi um landið austanvert,
og einhverjir dropar falla
líklega á suðurlandi, en helst
má búast við þurrviðri á
vesturlandi. Hlýjast verður í
innsveitum bæði sunnan og
vestanlands.
14
7 7
8
11
12
7 7
8
10
14
7 8
10
11
elín björk jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
leiga ný lög leyFa útleigu á einkabílnum
Deilihagkerfið er
komið til að vera
Nú mega Íslendingar leigja út
einkabílinn sinn og geta aukið
þannig ráðstöfunartekjur sínar
verulega. gunnar Haraldsson
hagfræðingur segir stjórnvöld
eiga að setja fleiri fordæmi til að
auðvelda einstaklingum að nýta
sér deilikerfið og sýna þannig
nágrannalöndunum gott fordæmi.
Að reyna að sporna við þróuninni
þýði ekkert því þá verði starfsemin
neðanjarðar. Deilihagkerfið sé
komið til að vera.
Þ að felast mikil tækifæri í deilihag-kerfinu og ég er handviss um það sé komið til að vera,“ segir Gunn-
ar Haraldsson, forstöðumaður hagfræði-
stofnunar Íslands, en nýlega samþykkti
Alþingi ný lög sem leyfa einstaklingum
að leigja út einkabílinn sinn. Nýju lögin
skapa umgjörð utan um leigu einstak-
linga á einkabílnum með milligöngu
miðlunar og er fyrirkomulagið því svip-
að og húsnæðismiðlanir sem hafa milli-
göngu með útleigu á húsnæði einstak-
linga, líkt og Airbnb.
viðskiptakostnaður lækkar
Gunnar segir deilihagkerfið í raun alltaf
hafa verið til staðar en að með tilkomu
netsins og samfélagsmiðla hafi nýir
möguleikar opnast. „Við höfum alltaf
verið að skiptast á hlutum, passað börn
hvers annars og fengið lánaðan sykur
og salt í næsta húsi. Að fólk leigi út her-
bergi í híbýlum sínum til að drýgja tekjur
sínar er líka eitthvað sem alltaf hefur við-
gengst en í dag er það svo miklu auðveld-
ara, þökk sé samfélagsmiðlum. Það sem
gerist núna er að allur viðskiptakostnað-
ur lækkar, kostnaðurinn við það að eiga í
viðskiptum er mun lægri en áður og það
er auðveldara að fara út í viðskipti. Það
er það sem drífur þetta hagkerfi áfram.“
Þýðir ekkert að banna deilihag-
kerfið
Gunnar segir að líkja megi netbylting-
unni við iðnbyltinguna. „Þessi nýju lög
eru mjög jákvæðar fréttir fyrir okkur
því þau auka tekjur heimilanna og þau
eru umhverfisvæn. Í iðnbyltingunni var
ráðist á nýju vélarnar sem tóku atvinnu
frá fólki og í dag er sumstaðar reynt að
koma í veg fyrir deilihagkerfið með reglu-
verki og lagasetningum. En þetta kerfi er
komið til að vera og ákveði stjórnvöld að
leggja stein í götu þess þá mun það ein-
faldlega verða neðanjarðar,“ segir Gunn-
ar og tekur Uber leigubílaþjónustuna í
París sem dæmi. Þar hyggjast stjórnvöld
leggja þjónustuna af vegna þrýstings frá
verkalýðsfélagi leigubílstjóra. „Svoleiðis
aðgerðir þýða að starfsemin verður svört.
Eina hættan, ef svo má kalla, sem gæti
skapast af svona atvinnustarfsemi er að
hún verði neðanjarðar, að ekki myndist
skatttekjur og að réttindi fólks sem vinn-
ur við starfsemina séu ekki virt. Lög sem
heimila deilihagkerfi gera það að verkum
að það gerist ekki og Ísland ætti að setja
fleiri fordæmi og sýna nágrannalöndun-
um fram á það að deilihagkerfið virkar.“
Að græða án tilkostnaðar
Þeir sem annast milligöngu um viðskipti
á einkabílnum bera ábyrgð á því að þau
gangi faglega og heiðarlega fyrir sig, í
samstarfi við tryggingafélög og Sam-
göngustofnun, en allir bílar eru tryggðir
eins og um bílaleigubíla væri að ræða.
Heimilt er að leigja út tvo bíla og segir
Sölvi Melax, framkvæmdastjóri Vik-
ingCars, fyrstu íslensku einkabílaleig-
unnar, útleigu á einkabílnum sem venju-
lega standi óhreyfður allan daginn geta
skapað fjölskyldum miklar aukatekjur
án nokkurs tilkostnaðar. Fyrirtæki hans
tekur 30% af tekjunum fyrir milligöng-
una.
„Við getum tekið dæmi af Ford Fiesta
árgerð 2013 sem við leigðum út í 26 daga
í ágúst í fyrra á 260 þúsund krónur og
öðrum Ford Explorer árgerð 2007 sem
er leigður núna út þessa vikuna á 180 þús
krónur í 12 daga. Þetta er auðvitað frá-
bært kerfi sem getur til dæmis skapað
fjölskyldu tekjur á meðan hún fer í frí.“
halla harðardóttir
halla@frettatiminn.is
gunnar Haraldsson
hagfræðingur bendir
á að auk þess að gefa
fjölskyldum tækifæri
á að auka tekjur sínar
með útleigu á einkabíln-
um, muni fyrirkomu-
lagið skapa meira pláss í
borginni því bílarnir séu
nýttir betur. Eins og er
notum við einkabílinn í
einn klukkutíma á dag að
meðaltali. Mynd/Hari
Ísland ætti að
setja fleiri for-
dæmi og sýna
nágranna-
löndunum
fram á það að
deilihagkerfið
virkar.
4 fréttir Helgin 10.-12. júlí 2015