Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 6
E rlendir kvikmyndablaða-menn hafa síðustu daga fjallað um valið á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíð Feneyja í ár og bendir blaðamaður The Guardian á að síðastliðin tvö ár hafi opnunarmynd hátíðarinnar hlotið hin eftirsóttu Óskarsverð- laun sem besta myndin, Birdman í fyrra og Gravity árið áður. Að auki hafi Gravity hlotið Óskarinn fyrir bestu leikstjórn og halað inn tekjur upp á milljarð dollara af miðasölu. Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri kvikmyndavefjarins Klapptrés, segir að mynd Baltasars hafi allt til brunns að bera sem Óskarsverð- launamynd. „Auðvitað er erfitt að spá fyrir um svona, en hann er með toppleikarahóp og spennandi efni sem margir eru mjög áhugasamir um.“ Þá hefur því verið gert skóna að myndin sé gæluverkefni fram- leiðslufyrirtækisins Working Title, eins og kvikmyndin The Theory of Everything í fyrra sem hlaut jafn- framt óskarstilnefningu sem besta myndin. Ásgrímur segir að líkt og bent hafi verið á séu það Kvikmyndahá- tíð Feneyja og Kvikmyndahátíðin í Toronto sem helst sé horft til þegar spáð sé í hvaða myndir muni hljóta náð fyrir augum óskarstilnefninga- nefndarinnar. Þó svo að það viti á gott að vera valin sem opnunar- mynd á þessum hátíðum sé það engin trygging fyrir velgengni á Óskarnum. Spurður hvað óskarsverðlauna- myndir verði að innihalda segir Ásgrímur: „Þetta eru oft myndir sem lýsa miklum mannraunum, líkt og Everst gerir einmitt, eða átökum persónu sem stríðir við einhvers konar fötlun eða andlegt ástand. Þessar myndir horfa oft á mannlega reynslu út frá afgerandi sjónarhorni. En þær þurfa einnig að vera óaðfinnanlegar hvað varðar leik, framsetningu og annað,” seg- ir hann. „Svo skiptir máli hvað er uppi á teningnum hverju sinni og hvernig staðið er að kynningar- málum. Þetta spilar allt saman og síðan þarf að vera einhver x-faktor,“ segir hann. Aðspurður segir hann mynd Balt- asars tikka í öll þessi box. „Út frá því sem ég hef séð ætti hún að vera fyllilega gjaldgeng í þessa keppni en ég hef ekki séð alla myndina heldur aðeins stiklur úr henni og lesið mér til um hana. Það verður gaman að spá í þetta aftur þegar maður er búinn að sjá hana alla,“ segir Ásgrímur. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Þ að eru óneitanlega spennandi hlutir að gerast í fornleifaupp-greftri á höfuðborgarsvæð- inu. Vegna fyrirhugaðrar hótelbygg- ingar við hornið á Lækjargötu og Vonarstræti hefur staðið yfir forn- leifauppgröftur síðan í maí. Áður en hafist var handa við uppgröftinn var vitað um bæinn Lækjarkot frá árinu 1799 og timburhús frá árinu 1887 en nú hefur komið í ljós að byggingin sem verið er að rannsaka er líklegast skálabygging frá tímum landnáms. Lengi hefur verið vitað að elsta byggð Reykjavíkur liggur við Aðalstrætið en þessi fundur við Lækjargötu hefur þó komið skemmtilega á óvart. Við framkvæmdir á Austurbakka við höfnina í Reykjavík kom svo gamli hafnargarðurinn frá fyrri hluta 20. aldar fyrr í vikunni. Garðurinn, sem fór undir landfyllingu árið 1939, hefur verið grafinn upp að hluta til og er óvenju heillegur og fallegur að sjá og hefur Minjastofnun gert þá kröfu að hann fái að halda sér að hluta til á núverandi stað. Það mun væntanlega raska framkvæmdum á byggingar- reitnum þar sem stendur til að reisa verslunar-og íbúðarhúsnæði. Á Seltjarnarnesi sést einnig glitta í söguna því í vikunni hófst uppgröftur í túni Móakots, þar sem minjar fundust við gröft könnunar- skurða í júní á byggingarreitnum þar sem hjúkrunarheimili Seltjarn- arness á að rísa. Minjarnar hafa fundist á þremur svæðum á túninu svo byggingarframkvæmdir munu líka tefjast þar. -hh ÚTSALA REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR 20-50%AFSLÁTTUR 25-35% AFSLÁTTUR STILLANLEG RÚM Verðdæmi C&J stillanlegt heilsurúm með infinity dýnu 2x80x200 cm. Fullt verð kr. 558.000 ÚTSÖLUVERÐ KR. 390.600 25% AFSLÁTTUR GOLD – HEILSU- RÚM GOLD heilsurúm Með Classic botni 160x200 cm. ÚTSÖLUVERÐ KR. 114.675 Með Classic botni 180x200 cm. ÚTSÖLUVERÐ KR. 123.675 Gafl ekki innifalinn í verði Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is 20-50% AFSLÁTTUR SÆNGUR- FATASETT MARGAR GERÐIR Fáanlegt 90x200 cm 120x200 cm 140x200 cm 160x200 cm 180x200 cm Gamli hafnargarðurinn sem byggður var á fyrri hluta 20. aldar kom í ljós í vikunni í kjölfar byggingarframkvæmda við Austurbakka. Minjastofnun hefur gert þá kröfu að hluti garðsins, sem fór undir landfyllingu árið 1939, fái að halda sér. Mynd/Hari.  FornlEiFauppgröFtur nýir Fundir í rEykjavík Gamli hafnargarðurinn fær að halda sér Mynd á þessu númeri MT Everest, mynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd í september. 20870  kvikmyndir EvErst valin opnunarmynd á FEnEyjahátíðinni Baltasar skrefi nær óskarstilnefningu Baltasar Kormákur er sagður skrefi nær Óskarnum eftir að mynd hans, Everest, var valin sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíð Feneyja. Síðastliðin tvö ár hafa opnunarmyndir hátíðarinnar hlotið hinn eftirsótta Óskar sem besta myndin. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndasérfræðingur segir Everest hafa allt til brunns að bera sem verðlaunamynd. Everest, mynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd í september. 6 fréttir Helgin 10.-12. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.