Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Page 8

Fréttatíminn - 10.07.2015, Page 8
 TónlisT Mikil innkoMa í kringuM iceland airwaves Erlendir gestir eyða meira og gista lengur Erlendir gestir eyddu 1.620 milljónum króna í Reykjavík á Iceland Airways í fyrra. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, hefur líkt og síðast- liðin fjögur ár gert könnun á eyðslu gestanna en könnunin var fram- kvæmd á síðustu hátíð og eru helstu niðurstöður þær að gestir eyða meira og gista lengur en síðustu ár. Helstu niðurstöður fyrir hátíðina 2014 eru þær að ferða-, gisti- og mið- akostnaður hefur í heild lækkað. Hins vegar hefur erlendum gestum fjölgað á milli ára og gistinætur eru fleiri. Þetta skilaði sér í heildarneyslu sem nam 1.620 milljónum króna, sem er 420 milljóna króna aukning frá árinu áður. „Einnig var reiknaður út tekju- margfaldari,“ segir í tilkynningu ÚTÓN, „en í hagfræði er hann not- aður til að reikna út heildaráhrif þess þegar ný innspýting fjármagns kemur inn í lokað hagkerfi.“ „Þegar tekin eru til greina marg- földunaráhrif eru heildartekjur af erlendum gestum innan Reykjavík- ur á bilinu 2,7 til tæplega 3 milljarð- ar króna. Þessum fjármunum er að mestu varið í veitingastaði og kaffi- hús, þar á eftir í afþreyingu ýmis- konar og í þriðja lagi í verslun. Tekið skal fram að eyðsla utan höfuðborgar- svæðisins og eyðsla íslenskra gesta er ekki tekin með í reikninginn.“  HeilbrigðisMál eldri kona HandTekin vegna ölvunar Árlega leita nokkrir tugir eldri borgara til SÁÁ og koma jafnvel í meðferð í fyrsta sinn. Breytt áfengisneyslumenning og hækkandi lífaldur þjóðarinnar eru meðal skýringa á þessari þróun. Hinsvegar fækkar fólki undir tvítugu sem leitar sér meðferðar. l ögreglan þurfti að hafa af-skipti af eldri konu í Grafar-vogi um síðastliðna helgi og handtaka hana vegna ölvunar. Hún var færð á lögreglustöð og vistuð í fangageymslu sökum ástands, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ fer þeim fjölgandi sem eru komnir á efri ár og eiga við áfengisvanda- mál að stríða. Þórarinn Tyrfings- son, formaður SÁÁ, segir að árlega komi nokkrir tugir eldri borgara í sína fyrstu meðferð á Vog og séu það breytingar sem átt hafi sér stað undanfarin ár. „Til þess að skilja þessa þróun verðum við að skoða þetta í sögulegu samhengi,“ bendir Þórarinn á. „Hér áður fyrir var stór hluti þjóðarinnar bindindisfólk og konur drukku yfirleitt alls ekki. Svo voru til alkóhólistar sem urðu alkó- hólistar snemma og drukku í aftur- sætunum á amerískum drossíum. Nú hefur þetta hins vegar breyst. Stór hluti fólks notar áfengi og tel- ur sig, sem er eflaust rétt, gera það innan hófsemdarmarka. Það er ekki séð að sú áfengisneysla skaði nokk- urn og telja margir áfengisneyslu til lífsgæða nú orðið,“ segir Þórarinn. „Hins vegar getur fólk – og við erum að sjá það gerast – orðið alkó- hólistar seint á ævinni þótt það hafi aldrei átt í vandræðum með áfengi á sínum yngri árum. Þessu fólki hefur farið fjölgandi á Vogi þótt breyting- in sé ekki byltingarkennd. Á móti sjáum við að fólki undir tvítugt er að fækka. Það má því ef til vill segja að „ungi frændinn“ komi síður á Vog en „gamla frænkan“ frekar en áður,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að þjóðin sé að eldast og nú séu fleiri fullorðn- ir með góða heilsu að taka þátt í þjóðfélaginu þótt þeir séu hættir að vinna. „Fullorðið fólk ferðast meira og er að njóta lífsins,“ bendir hann á. Vogur hefur þurft að bregðast við þessum breytingum og tók í notkun nýja álmu fyrir um einu og hálfu ári þar sem hægt er með betra móti að taka á móti fullorðnu fólki, jafnvel hreyfihömluðu, að sögn Þórarins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Fleiri eldri borgarar alkóhólistar en áður Fólk getur orðið alkóhólistar seint á ævinni þótt það hafi aldrei átt í vandræðum með áfengi á sínum yngri árum. Þessu fólki hefur farið fjölgandi á Vogi þótt breytingin sé ekki byltingarkennd. Aukin eyðsla fylgir fleiri gestum á Iceland Airwaves. Mynd/ÚTÓN VW Passat Comfortline Ecofuel 2.790.0002011 79 VW Jetta 1.6 AT 102 hö Audi Q7 V8 4.2 TDI 313 hö Skoda Superb 2.0 TDI AT Audi A5 Sportb. 2.0 Quattro 1.390.000 5.650.000 3.890.000 7.990.000 2007 2007 2013 2011 115 168 50 110 Skoda Rapid 2.0 TDI 177 hö 2.550.0002013 44 Skoda Octavia Combi TDI 1.6 VW Bjalla Turbo Sport 200 hö VW Passat 4Motion TDI AT VW Passat Comfortline 2.0TDI 4Motion 2.920.000 5.950.000 4.990.000 1.790.000 2011 2014 2013 2006 83 6 127 38 Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 Útilega og drif á öllum Stór dagur Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll 30 8 fréttir Helgin 10.-12. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.