Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 18

Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 18
Fólk sem hefur aflað sér sérfræði- menntunar á sínu sviði þarf líka að sjá það í launaum- slaginu. Barátta fólks í BHM er pólitísk barátta Þórunn Sveinbjarnardóttir lenti beint í hringiðu mikilla átaka á vinnumarkaði þegar hún var kjörin formaður BHM í apríl, tveimur vikum eftir að verkfallsaðgerðir hófust. Þrátt fyrir að hafa sagt skilið við stjórnmálin árið 2011, eftir að hafa setið í ríkisstjórninni sem sat við stjórnvölinn þegar efnahagshrunið reið yfir, er ljóst að pólitíkin er henni enn ofarlega í huga. Hún hefur þó ekki áhuga á að bjóða sig fram til forseta, líkt og stungið hefur verið upp á við hana. Vinnumarkaðspólitíkin á nú hug hennar allan. Hún segir hrunið hafa breytt öllu – og að þjóðin sé rétt nú fyrst að vinna sig út úr því. Þórunn er móðir 13 ára stúlku sem hún ættleiddi frá Kína. Þær mæðgur fóru saman í upprunaferð til Kína, sem gaf báðum mikið. Þ órunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingar- innar, var kjörin formaður BHM í apríl síðastliðnum. Þá höfðu verk- fallsaðgerðir 18 aðildarfélaga bandalagsins staðið yfir í tvær vikur og lenti Þórunn því beint í hringiðu mikilla átaka á vinnumarkaði sem ekki enn sér fyrir endann á. Eftir tíu vikna verkfall setti löggjafinn lög um bann við verkfalli en í kjölfarið stefndi BHM ríkinu á þeim forsend- um að lögin væru brot á stjórnar- skrárvörðum rétt BHM-félaga til að semja um kaup og kjör. Málflutn- ingur fór fram í héraðsdómi síðast- liðinn mánudag og er búist við dómi þann 15. júlí. „Rökin sem færð eru fram af ríkinu um neyðarástand halda ekki,“ segir Þórunn. „Verk- fallsréttur er takmarkaður hjá opin- berum starfsmönnum að því leyti að þegar á svona aðgerðum stendur eru starfandi undanþágunefndir sem hafa beinlínis það hlutverk að afstýra neyð. Þannig var það hjá öll- um okkar stéttum sem tóku þátt í aðgerðunum, hvort sem það voru dýralæknar, ljósmæður eða aðrir,“ segir hún. Um síðustu mánaðamót var gerð- ardómur skipaður til þess að úr- skurða um kjör aðildarfélaganna, eins og kveðið var á um í lögunum sem Alþingi setti 13. júní síðastlið- inn. BHM hefur gert athugasemdir við forsendurnar sem lögin setja gerðardómi en að sögn Þórunnar lögbinda þær nánast lokatilboð rík- isvaldsins. „Ég hef haldið því fram að það sé beinlínis ósvífni að setja þetta í lagatexta. Þarna er verið að lögbinda tilboð ríkisvaldsins sem voru í raun þannig að þau hefðu get- að verið samin á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins. Ástæðan fyrir því að ég segi að þetta sé ósvífni er að ríkisvaldið er vinnuveitandi og ætti því að vita hvert launa- og starfs- umhverfi opinberra starfsmanna er. Það er gjörólíkt launa- og starfs- umhverfi fólks á almennum vinnu- markaði og því ekki hægt að bera saman kjarasamninga á almennum markaði og hinum opinbera eða yfirfæra þá óbreytta. Opinberir starfsmenn semja ekki um mark- aðslaun, þeim er raðað í launaflokka og þar sitja þeir þangað til annað er ákveðið í kjarasamningum en á almenna markaðnum er samið um lágmarkstaxta sem síðan er hlaðið ofan á þegar fólk semur beint við vinnuveitandann í launaviðtölum, eins og þekkt er,“ bendir Þórunn á. Hún segir jafnframt skorta mik- ið upp á skilning ríkisvaldsins sem vinnuveitanda á mikilvægi háskóla- menntunar. „Innan raða BHM eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem sinna mjög mikilvægum störf- um, hvort sem það er í heilbrigðis- þjónustu, hjá sýslumanni eða ann- ars staðar. Þetta er oftast þjónusta sem ríkinu ber að veita lögum sam- kvæmt og þess vegna er það ábyrgð- arhluti ríkisins að full mönnun sé í þessum stéttum, nýliðun sé eðlileg og að fólk langi til að vinna þessi störf. En það þarf líka að borga fyrir þau. Fólk sem hefur aflað sér sér- fræðimenntunar á sínu sviði þarf líka að sjá það í launaumslaginu að það hafi lagt á sig margra ára háskólanám, auk þess að stofna til skulda við Lánasjóðinn ásamt seinkun á innkomu sinni á vinnu- markaðinn. Það þarf að bera eitt- hvað úr býtum fyrir þessa fjárfest- ingu. Að auki er þetta er ekki bara fjárfesting einstaklingsins heldur líka samfélagsins. Þekking skapar góða þjónustu, tækniframfarir og byggir undir gott samfélag. Það hef- ur valdið mér djúpum vonbrigðum að horfast í augu við skilningsleysi ríkisvaldsins sem vinnuveitanda á þessum sameiginlegu hagsmunum félaga BHM og ríkisins. Ég gekk reyndar út frá því að ríkisvaldið hefði á þessu skilning, kannski var það barnaskapur, en komst svo fljótt að því að það var ekki þannig,“ segir Þórunn. Spurð út í átökin sem fylgja kjara- viðræðum segir hún að því miður sé það svo að samskipti á vinnu- markaði, eins og samskipti annars staðar í samfélaginu, einkennist af miklum átökum. Þau gera það enn, en þannig þarf það ekki að vera. Að sjálfsögðu er tekist á um brýna hagsmuni en það má gera með mál- efnalegum hætti. Þótt það geti orðið harkaleg átök þá finnst mér óheil- brigt að leggja upp með að það hljóti að verða átök í kringum kjarasamn- inga,“ segir hún og bendir á að BHM hafi ríkan vilja til þess að fara í vinnu við endurskoðun á vinnumarkaðs- módelinu með það fyrir augum að færa það nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. „Þar hafa aðilar; ríkisvaldið, atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin, komið sér saman um ákveðið skipulag á vinnu- markaði sem ég held að við ættum að líta til. Áherslan er á meiri sam- vinnu og sameiginlega markmiðs- setningu og sömu sýn á það hvernig við vinnum þessi mál og hvert skuli stefna. Því verður ekki komið á í miðjum verkfallsaðgerðum heldur þarf að vinna skipulagt að breyting- unum yfir langan tíma og ná um þær sátt,“ segir hún. Enn í pólitík Þórunn er augsýnilega enn í póli- tík. Hún skellir upp úr þegar hún er spurð að því. „Já, því hefur verið haldið fram. Hagsmunabarátta há- skólafólks hér innan BHM og bar- átta okkar fyrir bættum kjörum okkar fólks er að sjálfsögðu pólitísk barátta, hún getur eiginlega ekki orðið neitt annað. Við reynum að segja fólki að fjárfesting í menntun sé góð fyrir samfélagið og einstak- linginn og menntun beri að meta til launa – því miður er það þannig að það er enn fullt af fólki á Íslandi sem telur það hreinlega ekki nauðsyn- legt að meta menntun til launa, ég skil ekki alveg þá lífssýn og tel því að það sé starf okkar hér að leiða fólki það fyrir sjónir að allir hafi hag af því að hér búi vel menntuð þjóð, háskólamenntaðir búi við sæmileg kjör og vilji búa og starfa á Íslandi, því að það sé best fyrir samfélagið sem heild. Ef það er pólitík þá, „so be it“,“ segir Þórunn og hlær. Var sennilega dálítið „búin á því“ Aðspurð segist hún ekki sakna „hinnar“ pólitíkurinnar. „Nei, en reynslan sem ég bý að er mikil og góð.“ Þegar hún er jafnframt spurð hvers vegna hún hætti á þingi árið 2011 eftir að hafa setið sem ráð- herra í ríkisstjórn segir hún fyrir því margar ástæður. „Eftir á að hyggja var ég sennilega dálítið „búin á því“ þegar ég hætti á þingi. Þetta voru þannig tímar að hvert ár er í rauninni nokkur ár hvað varðar reynslu og annað,“ segir Þórunn. Þegar hún er spurð hvernig það hafi verið að sitja í hrunstjórninni svokölluðu tekur hún sér langa pásu áður en hún svarar: „Það voru mjög mikil forréttindi að því leyti að ég fékk að gegna embætti umhverfis- ráðherra og að sinna mínum hjart- ans málum. Það var frábært. En um leið kynntist ég því mjög vel hvernig stjórnarsamstarf tveggja flokka fer fram og öllum þeim málamiðlunum sem eiga sér stað og því hvað það getur verið erfitt, bæði að kyngja þeim og einnig að standa með þeim eins og alltaf þarf. Þannig var þetta ekki slæm reynsla, heldur reynsla sem er mjög verðmæt. Maður skil- ur betur hvað gengur á í slíku sam- starfi,“ segir hún. „En hrunið breytti öllu,“ heldur hún áfram. „Hrunið breytti öllu í þessu samfélagi. Það breytti öllu fyrir stjórnmálin – við erum rétt að byrja að vinna okkur út úr því. Auð- vitað var þetta hrikalega töff tími, bæði það að vera á vaktinni þegar bankarnir hrundu og ekki síður úr- vinnslan, ekki síður. Ég er ekkert að segja að það hafi verið eitthvað erfiðara fyrir stjórnmálamenn en aðra, held þetta hafi bara verið erfitt fyrir alla. En þegar maður horfi til baka þá sér maður hvað voru réttar ákvarðanir, mjög erfiðar, en nauð- synlegar og réttar en líka hvað hefði mátt betur fara,“ segir Þórunn. Þegar hún er innt nánar eftir þessum réttu og röngu ákvörðunum segir hún að réttu, erfiðu ákvarðan- irnar hafi verið neyðarlögin og sam- starfið við AGS. „Það voru grund- vallarákvarðanir sem voru erfiðar en nauðsynlegar. Það var hins vegar rangt af okkur að halda svona fast í fyrsta IceSave samninginn. Það voru mistök. Við hefðum ekki átt að gera það,“ segir hún. Hjartað slær enn fyrir Sam- fylkinguna Þórunn segir mikilvægt að Íslend- ingar læri af reynslu sinni af hruninu. „Við höfum vonandi lært að svona bóluástand má ekki verða aftur. Við megum ekki vanrækja þá skyldu okk- ar að sinna almennilegu eftirliti, hvort sem það er með fjármálastofnunum eða öðrum lykilstofnunum í samfé- laginu. Hrunið hlýtur jafnframt að kenna stjórnmálafólki að það verði að komast út úr þessum átakastjórnmál- um, það er nauðsynlegt fyrir þjóðina. Sem betur fer er það að gerast. Það er að minnsta kosti skýr vilji hjá kjósend- um til þess og það eru þeir sem velja stjórnmálamennina til verka. Þau sem eru með opin eyru heyra kröf- una enda er ljóst hvernig myndi fara ef yrði kosið til þings í dag,“ segir hún. „Hrunið breytti öllu í þessu samfélagi. Það breytti öllu fyrir stjórnmálin – við erum rétt að byrja að vinna okkur út úr því. Auðvitað var þetta hrikalega töff tími, bæði það að vera á vaktinni þegar bank- arnir hrundu og ekki síður úrvinnslan, ekki síður,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Myndir/ Hari Framhald á næstu opnu. 18 viðtal Helgin 10.-12. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.