Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 20
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Kúlutjöld - fjölskyldut
jöld - gö
ngutjöl
d Tjaldasalur - verið
velkom
in
Savana Junior
(blár og rauður)
Kuldaþol -15˚C
Þyngd 0,95 kg
Trekking
(Petrol og Khaki)
Kuldaþol -20˚C
Þyngd 1,65 kg
Micra
(Grænn og blár)
Kuldaþol -14˚C
Þyngd 1 kg
VERÐ KR 11.995,-
VERÐ KR 13.995,-
VERÐ KR 16.995,-
FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS
20% afsláttur af
tjöldum í dag
Spurð hvort Samfylkingunni hafi
ekki tekist að hlusta á þjóðina mið-
að við það litla fylgi sem flokkurinn
hefur núna, svarar hún: „Nei, það er
alveg rétt. Þetta er staða sem Sam-
fylkingin þarf að vinna úr.“ Hún vill
ekki dæma um það hvernig best sé
fyrir flokkinn að gera það. „Ég er
mjög meðvituð í því að horfa á Sam-
fylkinguna utan frá núna og vil ekki
dæma um það hvernig flokkurinn
þarf að bregðast við,“ segir hún.
Þórunn játar því að hjarta hennar
slái enn fyrir Samfylkinguna. Hún
var ein þeirra sem tók þátt í að stofna
hana á sínum tíma, fyrst sem kosn-
ingabandalag, en þá var Þórunn í
Kvennalistanum. En hvar kviknaði
pólitísk ástríða hennar? „Ég veit það
ekki alveg. Hún er sennilega bara
hluti af því að hafa áhuga á sam-
félaginu og lífinu og öðru fólki. Og
síðan áhugi á því að vita hvernig allt
virkar. Mig dreymdi um það sem
barn að fara til útlanda, ferðast og sjá
heiminn. Ég hef gert töluvert af því
og svo lærði ég stjórnmálafræði og
alþjóðastjórnmál sem mér finnst alltaf
skemmtilegust, þessi alþjóðlega sýn á
það sem er að gerast,“ segir Þórunn.
Ekki á leið í forsetaframboð
Liggur þá ekki beinast við, miðað
við reynslu hennar og áhugasvið, að
bjóða sig fram til forseta?
Þórunn skellir upp úr við þessa
spurningu. „Nei,“ segir hún og
hlær áfram. „En ég væri að ljúga ef
ég segði þér að það hefði ekki ver-
ið nefnt við mig. Sem ég sit hér þá
finnst mér bjánalegt að segja þetta.
En það er alltaf betra að segja bara
satt. En nei, ég hef ekki áhuga. En
ég hef mikinn áhuga á því að breyta
stjórnskipan á Íslandi og að efla um-
ræðu um gildi og tilgang forseta-
embættisins. Ég held við ættum að
reyna að gera það. Við ættum ef til
„Ættleiðing er ferli sem er bæði strangt og erfitt. Það þarf og á að vera það. Ég
var svo heppin að komast í gegnum þetta nálarauga en sem betur fer hafa margar
aðrar einhleypar konur gert það líka. Á endanum snýst ættleiðing alltaf um barnið
en ekki foreldrana, það þarf að minna á það í hvert skipti sem það er rætt. Ætt-
leiðing snýst um að börn eignist fjölskyldu en ekki um að fullorðnir veðri foreldrar,“
segir Þórunn. Hér er Þórunn með dóttur sinni, Hrafnhildi Ming.
vill að tala minna um hverjir eigi að
gegna því og meira um það til hvers
við höfum forseta lýðveldisins og
hvaða hlutverki embættið gegnir í
samfélaginu, bæði samfélagslega
og pólitískt og hvaða breytingar við
viljum gera á því,“ segir Þórunn.
Ættleiddi barn ein
Þórunn er móðir 13 ára stúlku sem
hún ættleiddi ein frá Kína þegar hún
var ársgömul. Ættleiðingin vakti
áhuga margra á sínum tíma, ekki
síst vegna þess að Þórunn var með-
al fyrstu kvenna sem fengu að ætt-
leiða barn án þess að vera með maka.
Hún segist hafa fundið fyrir þessum
áhuga, sér í lagi frá þeim sem fannst
hún ef til vill hafa notið forréttinda
vegna stöðu sinnar. „Það er svo sem
skiljanlegt. Ættleiðing er hins vegar
ferli sem er bæði strangt og erfitt.
Það þarf og á að vera það. Ég var svo
heppin að komast í gegnum þetta nál-
arauga en sem betur fer hafa margar
aðrar einhleypar konur gert það líka.
Á endanum snýst ættleiðing alltaf um
barnið en ekki foreldrana, það þarf
að minna á það í hvert skipti sem það
er rætt. Ættleiðing snýst um að börn
eignist fjölskyldu en ekki um að full-
orðnir verði foreldrar,“ segir hún.
Þórunn er fædd og uppalin í
Reykjavík, í Norðurmýri og Foss-
vogi. Hún er ein þriggja systra og var
fjölskyldan „ósköp venjuleg íslensk
úthverfafjölskylda,“ eins og Þórunn
orðar það. Þegar hún er spurð hvað
hún taki sér fyrir hendur þegar hún
er ekki að vinna svarar hún: „Ég hef
alltaf unnið eins og skepna. Ég hef
hinsvegar lært, kannski af biturri
reynslu, að ef maður tekur sér ekki
frí kemur það í bakið á manni. Auð-
vitað er það þannig að þegar kona
hefur um fleiri en sjálfa sig að hugsa
verður hún náttúrlega að gjöra svo
vel og forgangsraða rétt. Það hef ég
líka lært. En það breytir því ekki að
ég hef einhvern veginn sóst eftir því
að vera í þannig umhverfi að vinna
meira en minna og það er kannski
bara af því það er skemmtilegt, það
gefur mér svo mikið,“ segir hún.
„Þegar ég er ekki í vinnunni þá er
ég yfirleitt að slugsa við heimilsis-
störfin af því mig langar frekar að lesa
bók eða fara í bíó eða leikhús eða hitta
vini mína. Svo reyni ég að sjálfsögðu
að verja eins miklum tíma með dóttur
minni og ég get. Við fengum okkur
hund – eigum labrador sem er að
verða tveggja ára. Sú góða tík hefur al-
veg látið hafa fyrir sér síðan við feng-
um hana en hún sér meðal annars til
þess að ég fer út að ganga kvölds og
morgna, sem er dásamlegt. Ég tala nú
ekki um í svona sumri eins og núna.
Það er ekki alltaf eins skemmtilegt
þegar er myrkur og slydda en samt
sem áður, það góða við að eiga hund
er að hann setur manni skorður. Það
þýðir ekki að fá sér hund og láta hann
bara liggja,“ segir hún og hlær.
Þórunn hefur, líkt og flestir ef ekki
allir foreldrar ættleiddra barna á Ís-
landi, talað um uppruna dóttur sinn-
ar við hana frá því hún var ómálga
barn. „Það er mjög mikilvægt og það
gera allir sem betur fer. Dóttir mín er
jákvæð fyrir uppruna sínum en það
er misjafnt milli barna. Sum hafa
mjög mikinn áhuga á uppruna sínum
en önnur ekki. Við mæðgur fórum í
nokkurs konar upprunaferð til Kína
fyrir fjórum árum, sem var yndisleg.
Það var mjög jákvæð og góð reynsla.
Það var jafn gaman að fara í ferðina
og koma heim aftur og vera kominn
heim og vera búin að fara í þessa ferð
saman. Þetta var eitthvað sem við
urðum að gera og gaf okkur báðum
mjög mikið,“ segir Þórunn.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
20 viðtal Helgin 10.-12. júlí 2015