Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 24

Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 24
Ég setti það aldrei fyrir mig að búa svona langt í burtu og margir hreinlega gleymdu því hvar ég bjó. María Björk Ingva- dóttir, framkvæmda- og rekstrarstjóri fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri, segir dásamlegt að kynna lífið í landinu fyrir fólki. Þrátt fyrir að hún hafi aðeins starfað á N4 í tvö ár þá tók hún sín fyrstu skref í fjölmiðlum árið 1988, sem þula á RÚV. Ritstjórn þáttarins Að norðan: Hilda Jana Gísladóttir, María Björk Ingvadóttir, Snæfríður Ingadóttir og Birna Pétursdóttir. Myndir/Guðrún-Fótografía María Björk Ingvadóttir er nýtekin við sem framkvæmda- og rekstrarstjóri fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri en hún starfar þar jafnframt sem einn umsjónarmanna þáttarins Að norðan. María Björk er búsett á Sauðárkróki og þarf að keyra 116 kílómetra í vinnuna sem henni finnst þó lítið mál. Hún tók sín fyrstu skref í fjölmiðlum sem þula hjá Ríkissjónvarpinu fyrir 27 árum. Hún sótti upphaflega um starfið til að geta keypt draumaíbúðina með mann- inum sínum en fyrir var hún í tveimur öðrum störfum. Aldrei hitt neinn sem er leiðinlegt að tala við V ið hjónin viljum bara búa þar sem er gott að búa og okkur líður vel. Síðan sækjum við vinnuna þar sem hún er í það skiptið,“ segir María Björk Ingvadóttir, fram- kvæmda- og rekstrarstjóri fjölmiðla- fyrirtækisins N4 á Akureyri. María Björk er búsett á Sauðárkróki og þarf því að aka 116 kílómetra í vinnuna, yfir Öxnadalsheiðina. „Við bjuggum í Noregi þegar ég var í námi og maður- inn minn vann hjá Ikea í Svíþjóð. Við erum því vön ýmiss konar fyrirkomu- lagi á sambúð og vinnu, og finnst þetta ekki mikið mál,“ segir hún. Hann hrópaði: Þetta er mamma! María Björk tók við stöðu fram- kvæmda- og rekstrarstjóra í júní, og á sama tíma var tilkynnt um ráðningu Hildu Jönu Gísladóttur sem framkvæmda- og sjónvarps- stjóra. Þær tvær stýra því N4 í dag. María Björk var upphaflega ráðin til N4 fyrir tveimur árum til að sinna Norðurlandi vestra betur en gert hafði verið þangað til en hún er einn umsjónarmanna þáttarins Að Norð- an. Til að nýta tímann til hins ítrasta skipuleggjum við María símaviðtal á meðan hún ekur til vinnu einn morguninn, vitanlega með aðstoð handfrjáls búnaðar, en á sumrin og í góðri færð er hún um 75 mínútur á leiðinni. Þó aðeins séu tvö ár síðan hún byrjaði á N4 er ferill hennar í fjölmiðlum öllu lengri, og hófst raunar fyrir 27 árum. „Við f luttum aftur til Íslands þegar Ikea opnaði hér árið 1985 en maðurinn minn starfaði þar sem út- stillingastjóri. Ég fékk vinnu sem félagsráðgjafi á Greiningar- og ráð- gjafastöð ríkisins, og tók svo líka að mér að skúra þar á kvöldin. Við stefndum á að kaupa íbúð í litlu byggingarsamvinnufélagi í Kópa- vogi en verðbólgan kom í veg fyrir þau markmið. Það var ekki nóg að vera í tveimur vinnum og þegar ég heyrði auglýst eftir þulum á RÚV ákvað ég að sækja um. Ég lét engan vita nema manninn minn og þegar á hólminn var komið hafði um 90 öðrum þótt þetta fýsilegur kostur. Það var úr að við vorum tvær ráðnar og ég birtist fyrst á skjánum í des- ember 1988, kornung konan,“ segir María Björk og hlær við. „Þulurnar lásu fyrstu kynn- inguna í mynd og buðu börnin velkomin að skjánum. Seinna um kvöldið lásum við kynningu fyrir fréttir án þess að vera í mynd og ég heyrði af því seinna að mamma hefði gengið framhjá sjónvarps- skjánum og haft orð á því að þessi þula væri með alveg eins rödd og hún María Björk sín. Eftir fréttir kom ég síðan í mynd og mamma og pabbi misstu þá hreinlega andlitið þegar þau sáu dóttur sína á skjánum fyrir framan alþjóð. Það er stundum smá púki í mér og þá geri ég and- stætt við það sem fólk býst við að ég geri. Maðurinn minn var svo forsjáll að hann beið með myndavélina fyrir framan sjónvarpið þegar ég kynnti barnaefnið og náði mynd af strákun- um okkar tveimur, sem þá voru 2ja og 6 ára. Það er óborganlegt að sjá andlitið á þeim þegar þeir sáum mig í fyrsta sinn í sjónvarpinu og sá eldri hrópaði: „Þetta er mamma!“ Nú eig- um við líka dóttur sem er 15 ára og henni fannst ekki vitund merkilegt að sjá mig í sjónvarpinu þegar ég byrjaði aftur. Nú eru allt aðrir tímar og það hefur verið gaman að upplifa þessar breytingar sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum,“ segir hún. Útkall að sunnan María Björk er fædd og uppalin á Akureyri, maðurinn hennar er úr Skagafirðinum og hún segir það ekki auðvelt að halda Skagfirðingi lengi f jarri heimaslóðum. „Við ákváðum að f lytja norður tíma- bundið en hér er ég enn. Ég hélt áfram að starfa sem þula hjá Ríkis- sjónvarpinu og ýmist flaug á milli eða keyrði aðra hverja viku og við tókum upp margar kynningar sam- an. Þá byrjaði ég líka að vinna sem fréttaritari, fyrst fyrir Útvarpið en seinna líka fyrir Sjónvarpið. Þetta voru þá tvær aðskildar fréttastofur og mikil samkeppni þeirra á milli. Það var afskaplega dýrmæt reynsla að vinna fréttir fyrir þessa mjög svo ólíku miðla. Mig vantaði aldrei í vinnu og það kom jafnvel fyrir að ég leysti af fyrir sunnan vegna veik- inda hjá þeim sem bjuggu rétt hjá Sjónvarpshúsinu. Ég setti það aldrei fyrir mig að búa svona langt í burtu og margir hreinlega gleymdu því hvar ég bjó. Ég var auðvitað þrjá og hálfan tíma á leiðinni en þetta gekk alveg upp. Ég viðurkenni að þetta var óvenjulegt og er kannski enn, en ég held að það hafi hjálpað mikið til að hafa búið úti og vanist á annars konar fyrirkomulag.“ Stúdíóið bara notað í neyð Hún söðlaði síðar um og stofnaði Kaffi Krók á Sauðárkróki sem hún rak í sjö ár. Tók síðan við sem yfir- maður forvarna- og frístundamála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, það- an fór hún til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem sér- þekking hennar lá á sviði ungs fólks og Evrópusamstarfs, og loks bloss- aði sjónvarpsbakterían upp aftur þegar henni bauðst starf á N4. „Eðli málsins samkvæmt var stöðin mjög Akureyrarmiðuð til að byrja með en í mínum huga er þátturinn Að norðan um allt Norður- land. N4 stendur fyrir höfuðáttirnar fjórar. Þetta er sjónvarpsstöð lands- byggðarinnar. Við erum þegar að sinna Austurlandi og Suðurlandi, og við stefnum á að loka hringnum með því að sinna líka Vesturlandi og Vestfjörðum. Upptökustúdíóið okkar er bara notað í neyð. Við vilj- um heimsækja fólk og kynnast því. Þess vegna þurfum við að vera þar sem fólkið er.“ María Björk segir starfið vera mjög ólíkt starfi fréttaritara. „Það gat verið erfitt að standa einn úti á örkinni og segja erfiðar fréttir úr litla samfélaginu sem maður sjálfur býr í. Það er enn fólk sem er ósátt við mig fyrir að hafa sagt sannleikann í frétt- um. Að vera fréttamaður á Íslandi getur verið mjög erfitt og nauðsyn- legt að hafa sterk bein. Mér finnst ekki síður mikilvægt að kynna líka mannlífið og lífið í landinu fyrir fólki. Fyrst og fremst hef ég áhuga á fólki. Þetta starf hentar mér afskaplega vel því ég hef gaman að tala við fók, og held ég hafi aldrei hitt fólk sem mér finnst leiðinlegt að tala við.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 24 viðtal Helgin 10.-12. júlí 2015 Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKTÆKI LEIKFÖNG REIÐHJÓLAGRINDUR FRÁ 122.900kr FRÁ 106.800kr 58.900kr KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.