Fréttatíminn - 10.07.2015, Síða 26
Mér finnst
að öll börn í
öllum skól-
um eigi að
fá ukulele og
læra á þau
svona fimm
til sex ára.
Hugsaðu þér
hvað það
gætu komið
margar
Bjarkir og
Sigurrósir út
úr því!
Alltaf með
nokkrar
byltingar
í gangi
Margrét Júlíana Sigurðardóttir er söngkona, tónskáld og
framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Rosamosa sem vinnur
nú að því að klára tónlistartölvuleiksapp fyrir börn sem nefnist
Music Box of Mussiland. Leikurinn hefur þegar vakið athygli og
hlaut nú síðast styrk frá Nordic Games á stórri ráðstefnu í Svíþjóð.
H ugmyndin að leiknum er alfarið upprunnin í höfði Margrétar Júlíönu, en hún
segist þó ekki hafa hugmynd um
hvers vegna hún lenti inn í tölvu-
leikjasköpun.
„Ég fékk þessa hugmynd og byrj-
aði að vinna að henni árið 2011. Var
bara ein í þessu lengst framan af
en svo fór ég að fá minni styrki frá
Nýsköpunarmiðstöð og gat ráðið
teiknara í að hanna karakterana og
ítalskan tæknistjóra sem býr á Íslandi
til að vinna með mér í leikjaþróun-
inni. Í gegnum hans komst ég í sam-
band við Studio Evil á Ítalíu sem fóru
að vinna þetta með mér. Í desember í
fyrra fór ég í útvarpsviðtal um Mussi-
kids og það skilaði mér nýjum sam-
starfsaðila. Hilmar Þór Birgisson
hafði verið að þróa tónlistarleiki út frá
mastersverkefni sínu í tölvunarfræði
og við ákváðum að slá okkur saman.
Um áramótin fengum við svo stóran
styrk frá Rannís, gátum ráðið starfs-
fólk og nú er allt komið í fullan gang
og vonandi verður fyrsti leikurinn til-
búinn til markaðssetningar í haust.“
Margrét fer að hlæja þegar hún er
spurð hvort hún sé tölvuleikjanörd
og hristir höfuðið. „Nei, sko alls ekki.
Mín reynsla á því sviði takmarkast
nánast við Candy Crush, Angry
Birds og Pacman og það síðasta
sem mér hefði dottið í hug er að ég
myndi lenda inn á þessa braut. Ég var
að vinna með Hallfríði Ólafsdóttur
sem skapaði Maxímús Músíkus en
svo skildi okkar leiðir og ég ákvað
að byrja upp á nýtt með mitt eigið
konsept. Ég hef aldrei séð eftir þeirri
ákvörðun því þetta er búið að vera
hrikalega gaman og maður þarf að
nýta allar heilastöðvar við sköpunina
á þessum heimi.“
Annar af tveimur kommum í
Garðabæ
Margrét Júlíana stundaði klassískt
söngnám í Royal Academy of Music
í London en hún segist hafa komið
mjög víða við á ferlinum. „Ég gæti
alveg horft til baka og sagt að þetta
hafi nú verið meira ruglið en í raun
og veru má horfa á ferilinn eins og
ég hafi verið í doktorsnámi fyrir ná-
kvæmlega þetta verkefni. Ég var ein af þeim sem
voru með sjónvarpsþáttinn Kolkrabbann á sínum
tíma, 1998 til ’99, og þar á undan hafði ég verið eitt ár
í námi í söngleikjadeild Konservatorísins í Vínarborg
og verið í ýmsum hljómsveitum hér heima.“
Förum aðeins lengra aftur í tímann, hvaðan ertu?
„Ég ólst upp í Garðabæ, pabbi var kennari og síðar
skólastjóri og mamma hjúkrunarfræðingur en ég
fæddist í Hafnarfirði, bjó þar fyrstu árin í kjallaranum
hjá ömmu og afa. Amma kenndi mér að spila á píanó
og gítar þegar ég var fjögurra ára og æskuárin ein-
kenndust af því að ég hlustaði á Led Zeppelin með
pabba og mömmu og fór svo upp til ömmu og afa og
hlustaði á Berlínarfílharmóníuna með þeim þann-
ig að tónlistarsmekkurinn varð strax ansi breiður.
Amma var minn dyggasti hvetjandi í tónlistinni og
fannst allt sem ég gerði alveg æðislegt, sem er auð-
vitað stórkostleg hvatning fyrir ungan tónlistarmann.“
Spurð hvort hún hafi þá fengið dæmigert miðstétt-
aruppeldi fer Margrét Júlíana aftur að hlæja. „Ekki
alveg. Eins og ég sagði þá bjuggum við í Garða-
bænum og sagt var að pabbi væri annar af tveimur
kommum í bænum sem þótt ekki alls staðar fínt.
Við liðum pínulítið fyrir það systkinin. Það var ekki
fyrr en ég kom í MR sem ég fór að blómstra félags-
lega. Þar fór það fyrst að skipta einhverju máli að ég
kynni að spila á píanó og gæti dansað og leikið. Ég
varð mjög virk í félagslífinu þar, tók þátt í Herranótt
og naut þess alveg í botn.“
Það hefur samt ekki komið til greina að verða leik-
kona?
„Jú, mig dreymdi alltaf um að verða leikkona. Ég
reyndar setti upp gestasýninguna The Big Cry í
Þjóðleikhúsinu árið 2006, sýningu sem ég gerði úti
í London og var multimediasýningu sem samanstóð
af kvikmyndum og lifandi tónlistarflutningi. Ég held
reyndar að enginn hafi skilið hvað ég var að gera þá,
en myndu eflaust fleiri skilja það í dag. Þegar ég velti
því fyrir mér í dag hvers vegna ég hafi ekki valið leik-
listina þá held ég að ástæðan hafi verið sú að ég átti
Ég var að vinna
með Hallfríði
Ólafsdóttur sem
skapaði Max-
ímús Músíkus en
svo skildi okkar
leiðir og ég
ákvað að byrja
upp á nýtt með
mitt eigið, segir
Margrét Júlíana
Sigurðardóttir,
söngkona,
tónskáld og
framkvæmda-
stjóri tölvu-
leikjafyrirtækis-
ins Rosamosa
sem vinnur nú
að því að klára
tónlistartölvu-
leiksapp fyrir
börn. Myndir/Hari
Framhald á næstu opnu
26 viðtal Helgin 10.-12. júlí 2015