Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Síða 30

Fréttatíminn - 10.07.2015, Síða 30
Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Þ að er ekki bara réttlætanlegt af Reykja-víkurborg að nota fjármuni útsvars-greiðenda til að byggja upp veglegan matarmarkað í borginni heldur bæði aðkall- andi og nauðsynlegt. Það eflir heilbrigði borg- arbúa, styrkir menningu og menntun í borg- inni, bætir aðbúnað ferðamanna, ýtir undir samkeppni og fjölgar atvinnutækifærum. Svo fátt eitt sé nefnt. Það er í raun afleitt að það sé enginn matar- markaður í Reykjavík. Það er ein helsta mein- semd borgarlífsins að lunginn úr innkaupum íbúanna fari fram í stórmörkuðum og versl- unarkeðjum sem hafa sveigt úrvalið frá holl- um, hreinum og einföldum mat að óhollum iðnaðarmat, gerilsneyddum og uppfullum af óþörfum aukaefnum svo hann þoli stórkarla- legar framleiðsluaðferðir, langar flutnings- leiðir og geymslu. Matarmarkaður er hjólastígur Borgaryfirvöld hafa áttað sig á hvernig borg- arskipulagið hefur ýtt undir ofnot á einka- bílnum og stuðlað þar með að sóun fjármuna, dregið úr heilbrigði íbúanna og eyðilagt loft- gæði í borginni. Borgaryfirvöld Reykjavíkur, eins og borgaryfirvöld um allan heim, vökn- uðu upp við vondan draum. Einkabíllinn er óhagkvæmur og skaðlegur og það er fárán- legt að púkka undir hann eins og gert var alla síðustu öld; fórna gríðarlegu landrými undir umferðarmannvirki og bílastæði og greiða þannig niður óhagkvæman, óhollan og meng- andi ferðamáta. Sama má segja um stórmarkaðina. Borg- aryfirvöld hafa ýtt undir þann verslunarmáta með skipulagi íbúðahverfa. Þeim er þannig fyrirkomið að íbúarnir geta ekki keypt í mat- inn nema að keyra á einkabílum að bílastæð- isbreiðunni fyrir framan stórmarkaðinn og kaupa inn til heimilisins í samskiptalausri ver- öld þar sem enginn kaupmaður ber ábyrgð, þar sem umbúðirnar ljúga og þar sem kassa- dömurnar fá ekki borgað fyrir að vita hvað þær eru að selja. Stórmarkaðurinn er svæði þar sem ósannindi og svik blómstra. Mat- vælakerfið í kringum stórmarkaðinn fer illa með dýrin og náttúruna, sveigir og skemmir matarhefðina, greiðir bændum, framleiðend- um og verslunarfólki léleg laun og býður upp á mat sem dregur úr heilbrigði almennings. Arðurinn af þessu kerfi lendir hjá fáum en óhagkvæmnin og skaðinn leggst á marga. Matvælakerfi stórmarkaðanna er ólukku- kerfi alveg eins og samgöngukerfi sem hverf- ist um einkabílinn. Borgaryfirvöldum ber alls ekki að halda áfram að púkka undir þessi kerfi þótt þau séu ríkjandi. Þeim ber þvert á móti skylda til að byggja upp valkosti til hlið- ar við kerfi sem geta fóstrað heillavænlegri framtíð. Matarmarkaður er hjólastígur mat- vælageirans; vísir að flóttaleið til betra lífs. Matarmarkaður er borgarleikhús En ef fólk vill ekki taka ákvarðanir út frá nei- kvæðum forsendum eða vegna þess að það sé komið út í horn og verði að bregðast við; getur Reykjavíkurborg líka ákveðið að koma á fót matarmarkaði á sömu forsendum og borgin rekur bókasafn, minjasafn, leikfélag eða listasafn. Matur er nefnilega menning og matarneysla er víðtækasta menningarneysla borgarbúa. Flestir borða þrisvar á dag; mun oftar en þeir fara í leikhús eða líta í bók. Það er því sjálfsagt mál að borgaryfirvöld ýti undir fjölbreytni og gæði í matarmenningu borg- arlífsins ekkert síður en hún örvar leiklist, bókmenntir eða tónlist. Og besta leiðin til að örva matarmenningu er að setja á laggirnar matarmarkað. Segja má að matarmarkaður sé fyrir matar- menningu það sem Borgarleikhús er fyrir leiklistina. Það er vettvangur til að hleypa í gegn mismunandi stefnum og straumum, við- halda sterkum hefðum og vernda mikilvæga arfleifð, gera tilraunir með ný form og fram- setningu og vera stefnumót þeirra sem búa til og hinna sem nota, neyta og njóta. Matar- markaður þarf að setja upp eigin sýningar, halda námskeið um hráefni eða matreiðslu, framleiða vörur sem aðrir leggja ekki í og vera með öðrum hætti leiðandi. En honum er ekki síður ætlað að vera farvegur fyrir aðra sem vilja koma vörum og þjónustu á fram- færi, eins og Borgarleikhúsið er vettvangur fyrir Vesturport og aðra frjálsa leikhópa. Eins og Borgarleikhúsið er bæði hús og stofnun, þannig þarf matarmarkaðurinn bæði að vera aðstaða en líka inntak, markmið og andrúm. Laugavegurinn er verslunargata og því aðeins aðstaðan en ekki inntakið. Matarmarkaður er hins vegar verslunartorg með skilgreindu markmiði og áherslum. Það er álíka óraunhæft að ætla að matvæla- framleiðsla og -sala blómstri í Reykjavík án matarmarkaðar og að halda að leiklist geti risið í hæðir án Þjóðleikhúss eða Borgarleikhúss. Án matarmarkaðar er matarmenningin ein- faldlega of frumstæð til að bera uppi fjölbreytta framleiðslu og ríka matarmenningu. Matar- markaðir geta af sér matvinnslur og vörur sem auðga borgarlífið og þeir rækta upp neytendur sem eru móttækilegri fyrir nýjungum. Stórmarkaðurinn getur ekki fóstrað ný- rækt. Það liggur í eðli stórmarkaðarins að stækka þá sem eru stórir fyrir. Helst þar til aðeins eitt fyrirtæki skaffar mjólkurvörunar, eitt fyrirtæki kjötið, eitt fyrirtæki grænmetið og svo framvegis. Matarmarkaður er móðir allra veit- ingastaða Matarmarkaður mun ýta undir nýsköpun, endurvakningu og endurreisn í matarvinnslu. Það mun ekki aðeins efla markaðinn sjálfan heldur auka vöruframboð í öðrum verslunum, jafnvel stórmörkuðum – en ekki síst á veit- ingastöðum. Matarmarkaðurinn er forsenda þess að íslenskir veitingastaðir geti lyft sér upp á næsta stig. Til þess þurfa þeir breiðara úrval frá bændum og birgjum og matarmark- aðurinn er besta tækið til að ná því fram. Það eru margir góðir veitingastaðir í Reykjavík, en þeir hafa flestir rekist upp und- ir glerþak. Þeir verða ekki betri nema þeir fái betra og fjölbreyttara hráefni að vinna úr. Veitingastaðina vantar þróaðri landbúnaðar- vinnslu og vandaðri dreifingu sjávarfangs. Mörg veitingahús eru með samninga við litla framleiðendur sem bjóða upp á sérstaka eða fágæta vöru. Önnur rækta sjálf eða fram- leiða hrávörur til að draga úr hömlum fá- breytilegs framboðs. En þetta er allt í litlu magni og óverulegt í heildarmyndinni. Sú mynd sýnir að svo til öll veitingahús nota sama iðnaðarsmjörið frá MS, nota innfluttar vörur ef þeir vilja bjóða upp á skammlausan ost eða þokkalega hráskinku og hafa ekki aðgengi að því besta sem íslensk matarkista býður upp á. Veitingahús eiga í erfiðleikum með að nálgast fisk sem sannanlega er veidd- ur á handfæri þótt gestir þeirra myndu gjarn- an vilja slíkan fisk á sinn disk. Dreifingu og sölu á matvælum er þannig háttað að erfitt er að nálgast rjóma frá tilteknu búi og kjöt frá tilteknum bæ og stærsti hluti vinnslunnar fer í gegnum örfá stór iðnfyrirtæki sem miða framleiðslu sína að stöðluðum hugmyndum um almannasmekk. Auðvitað er hægt að sjá fyrir sér að auk- in samkeppni milli veitingastaða um kröfu- harða ferðamenn knýi fram breytingar á framleiðslu- og sölu þannig að gestunum verði boðið upp á mat af þekktum uppruna og frá fjölmörgum sérhæfðum smáfram- leiðendum sem miða að mestum gæðum en ekki meðaltalssmekk. En slík þróun gerist yfirleitt ekki með þeim hætti. Kröfuharðir veitingastaðir byggja á öflugum matarmörk- uðum og geta mótað þá með kröfum sínum en umfang þeirra er ekki nægjanlegt til að þeir geti einir mótað slíkan markað og haldið honum uppi. Þeir þurfa hjálp frá almenningi. Og slík samvinna hefur jákvæða víxlverkun. Veitingastaðir geta verið leiðandi og stýrt gæðakröfum, eða jafnvel tískusveiflum, sem síðan móta hugmyndir almennings sem aftur hvetur bændur og framleiðendur til að auka gæði og þróa nýja framleiðslu. Ef borgaryfirvöld láta sig dreyma um að borgin geti af sér veitingastað með Michel- in-stjörnu eða veki með öðrum hætti athygli mataráhugamanna er besta leiðin að byggja upp öflugan matarmarkað. Það er ekki keypt inn fyrir Michelin-veitingastaði í vöruhúsum stórmarkaðanna. Matarmarkaður er mannfagnaður Reykjavíkurborg rekur sundlaugar almenningi til heilsubótar og yndis. Sundlaugar styrkja sál og líkama fólks og efla um leið félagsleg gæði í borginni. Þar hittast allar kynslóðir og ólíkar stéttir. Allir er jafnir á skýlunni. Matarmarkaður er þessarar sömu náttúru. Hann er lýðræðislegt og opið almannarými sem umlykur og fagnar einföldum nautnum hins daglega lífs sem allir fá notið til jafns. Þess vegna eru matarmarkaðir víðast með allra vinsælustu viðkomustöðum ferðamanna. Fólk þarf ekki að vera innvígt til að skilja og njóta þeirra. Það hefur sjaldan sést dapur eða reiður maður í sundi. Það er enginn bitur, pirraður eða úrillur á matarmarkaði. Aukinn ferðamannastraumur hefur fært gleðilegt vandamál í fang borgaryfirvalda: Hvernig á að hafa ofan fyrir öllum þessum ferðamönnum? Hvað má bjóða þeim að gera fyrir utan að borða, sofa, drekka sig drukkna og ganga upp að Hallgrímskirkju? Ef tekin væri saman reynsla allra borga undanfarna áratugi yrði svarið við vandanum aðeins eitt: Matarmarkaður. Það er með ólíkindum á hversu skömmum tíma vel lukkaðir matar- markaðir verða meðal allra vinsælustu við- komustaða ferðamanna. Matarmarkaður er góður bisness Ef einhver hefur áhuga á peningum má benda á að nútíma matarmarkaðir eru góður bis- ness. Það hefur mótast á undanförnum ára- tugum módel af vel lukkuðum markaði sem hefur verið reynt, þróað og bætt í ótal borgum í mörgum löndum. Módelið er einhvern veg- inn svona: Þótt kjarni markaðarins sé ef til vill hrá- vörusala þá stendur hún ekki undir mark- aðnum ein og sér. Hrávörusala dregur fyrst og fremst fólk sem er að kaupa inn til heim- ilisins; fisksalinn, slátrarinn, grænmetissal- inn, nýlenduvörubúðin og svo framvegis. Til hliðar við þetta eru því settir sælkerastandar sem bjóða upp á gæðavöru; ostabúð, hrásk- inkurstandur, kaffi- og tehús, olívuolíusali og svo framvegis. Þessir standar laða til sín fólk sem er að leita að einhverju sérstöðu frem- ur en að kaupa í matinn fyrir kvöldið. Til að draga að fleiri slíka má opna búðir með pott- Matarmarkaður er grunnur matarmenningar Það eru milljón ástæður fyrir því að Reykjavíkurborg ætti að hafa frumkvæði að því að setja upp stóran og glæsilegan matarmarkað. Hér eru nokkrar þeirra. Borgaryfirvöld kanna nú möguleika á að setja upp matarmarkað á Hlemmi. Ef af verður og vel tekst til mun það hafa góð áhrif á næsta nágrenni og matarmenningu í borginni. Mynd Hari English Market í Cork á Írlandi er fallegur gamall markaður, nýlega endurnýjaður eftir bruna. Hefð- bundinn matarmarkaður með nokkrum slátrurum, ostasölum, bökurum, fisksölum, blómabúðum, nýlenduvörusölum o.s.frv. Veitingahús á svölum yfir markaðnum bjóða mat af markaðnum. Íbúar Cork eru um 275 þúsund og í stór-Cork búa um 380 þúsund; sem sé rétt rúmlega Reykjavík og rétt rúmlega Ísland. English Market er fyrsti viðkomu- staður flestra ferðamanna í Cork. Torvehallerne í Kaupmannahöfn er aðeins fjögurra ára gamall markaður en þegar orðinn eitt af kennileit- um borgarinnar. Þetta er nútímamarkaður þar sem standar með hrávöru og sælkeramat deila húsi með veitingastöndum og -stöðum. Í Torvehallerne koma ferðamenn að kynna sér danskan mat, fólk að kaupa inn fyrir heimilið, aðrir að fá sér hádegismat og enn aðrir að sækja fróðleik, fræðslu eða skemmtun. The Forks Market í Winnipeg fylgir hérna með til að sýna að Íslendingar ráða vel við að byggja upp góðan markað. Markaðurinn er hluti af komplexi með leikjagarði, Imax-bíói og allskonar afþreyingu. 30 matartíminn Helgin 10.-12. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.