Fréttatíminn - 10.07.2015, Qupperneq 31
um og pönnum, bollum, glösum og
eldhúsáhöldum allskonar. Þangað
kemur fólk líka í leit að gjöfum. Og
þar sem fólk getur keypt sér ost og
brauð er sjálfsagt að einhver selji
samlokur, annar sushi, þriðji salöt,
fjórði kebab og svo framvegis. Og
þar sem þetta laðar að svanga er
rakið að setja upp borð og stóla. Og
úr því það eru komin borð og stól-
ar má setja dúka á suma og kalla
veitingastað og bjóða upp á flóknari
rétti. Og þar sem öll aðstaða er fyr-
ir hendi er kjörið að halda á nám-
skeið á kvöldin og fræða fólk um
osta, vín, eldamennsku, te, reyk-
ingu eða súrsun.
Svona hleður matarmarkaður-
inn utan á sig. Þangað kemur fólk
í ólíkum erindagjörðum en saman
nær það að byggja upp þá lífrænu
heild sem vellukkaður markaður
þarf að vera til að geta dafnað. Nú-
tíma matarmarkaðir eru því annað
fyrirbrigði en vikulegir útimark-
aðir með hrávöru, einkum græn-
meti. Slíkir markaðir mótuðust af
lífi fólks sem vann mikið og gerði
stórinnkaup á laugardögum. Í dag
byggjast markaðir í kringum fjöl-
þættari þarfir.
Matarmarkaður er flóttaleið
Fólk hefur í dag ríka þörf fyrir að
losna út úr framleiðslu-, dreifing-
ar- og sölukerfi stórmarkaðanna,
þar sem það vafrar um ganga án
þess að hitta neinn sem ber ábyrgð
á framboðinu. Matarmarkaðir eru
byggðir upp af persónulegum sam-
skiptum, viðskiptaháttum eins og
tíðkuðust fyrir tíma stórmarkað-
anna. Þar er allur matur afgreidd-
ur af fólki. Og frá neytandanum
liggur keðja frá kaupmanninum til
bóndans eða smáframleiðandans.
Keðja byggð á persónulega trausti
er besta tryggingin sem fólk getur
fengið fyrir að maturinn sem það
kaupir sé hreinn, hollur og góður.
Matareftirlit hefur reynst almenn-
ingi jafn gagnlaust og fjármála-
eftirlit.
Þörf fólk fyrir forna viðskipta-
hætti og mat sem byggir á hefðum
frá því fyrir stórmarkaðina er raun-
veruleg. Ekki bara vegna þess að
umbreyting iðnfyrirtækja og stór-
markaða á matnum fer ekki vel með
heilbrigði fólks, fer ekki vel með
dýrin eða náttúruna, veldur gríðar-
legri sóun verðmæta og auðlinda og
skilar fólki einhæfum og leiðinleg-
um mat – heldur er þörfin raunveru-
leg í þeim skilningi að hún mælist í
hagkerfinu. Þar vex fátt hraðar en
framleiðsla og sala á hefðbundnum,
einföldum og hreinum mat.
Matarmarkaðir spretta upp eins
og gorkúlur í öllum borgum út um
allan heim og hafa þar margháttar
jákvæð áhrif á framleiðslu og sölu
en ekki síður á mataræði fólks.
Í sumum tilfellum hafa þeir verið
settir á laggirnar af áhugasömum
framleiðendum eða bændum. En al-
gengast er að borgaryfirvöld komi
þeim á legg með einum eða öðrum
hætti; með beinni þátttöku, með
ókeypis eða ódýru húsnæði, með
afslætti af gjöldum, með kaupum á
hentugu húsnæði, með breytingum
á skipulagi eða einhverjum öðrum
hætti.
Fólk ætti því ekki að velta fyrir
sér hvort Reykjavíkurborg ætti
að setja upp matarmarkað heldur
hvers vegna hún er ekki löngu
búin að því eins og allar hinar
borgirnar.
Fiskmarkaður
Reykjavík er eina hafnarborgin í
okkar heimshluta sem hefur ekki
fiskmarkað fyrir almenning á hafn-
arbakkanum. Það myndi ekki kosta
borgina mikið að kaupa kvóta og út-
hluta smábátasjómönnum sem gera
út frá Reykjavík gegn því að þeir
seldu sjálfir fiskinn á hafnarbakk-
anum. Það fyrirkomulag myndi
styðja við umhverfis- og mannvæn-
ar veiðar, auka lífið við höfnina og
byggja upp sölu á nýjum fiski beint
upp úr sjó.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Kauppatori er utandyra kauptorg á hafnarbakka í Helsinki. Eitt helsta túristastopp
borgarinnar. Opið alla daga á sumrin en lokað á sunnudögum á vetrum. Finnskur
matur í forgrunni en einnig túristavarningur; skinnhúfur og saunadót.
Naschmarkt í Vín er kílómetri af
því besta úr þýska eldhúsinu; alls-
kyns veitingahús og allrahanda búðir
fléttaðar saman. Þótt Naschmarkt sé
ævagamall hefur hann verið endurnýj-
aður í anda vellukkaðra nútímamarkaða
sem þjónusta marga mismunandi hópa
á ólíkan máta.
Ferry Building Marketplace í San Franc-
isco var breytt í markað fyrir þrettán
árum. Snyrtilegt eins og Kringla;
slátrarar, fiskkaupmenn, ostabúðir,
eldhúsáhöld, grænmetissalar, kaffi-
og tebúðir, kaffihús, veitingastaðir.
Markaðurinn stendur fyrir námskeiðum
og fræðslu. Vikulega eru haldnir stórir
bændamarkaðir á Ferry Plaza fyrir utan
bygginguna. Á örfáum árum hefur þessi
markaður orðið eitt af helsta aðdráttar-
afl borgarinnar fyrir túrista.
Helgin 10.-12. júlí 2015
Veldu nýtt krydd í tilveruna
Maggi býður nú þrjár nýjar kryddblöndur sem gefa
uppáhaldsréttum fjölskyldunnar ómótstæðilegt bragð.
Töfraðu fram einfalda og gómsæta rétti á augabragði.
Kryddblanda fyrir lasanja
2 31
Stráið rifnum
osti yfir réttinn.
Bakið í 180°C
heitum ofni í ca 30 mín. Látið réttinn
standa í 5 mínútur áður en hann er
borinn fram. Berið fram með salati.
Steikið
kjöthakkið.
Bætið við
vatni, léttmjólk
og innihaldi pakkans. Látið
krauma við lágan hita í 5 mín.
Setjið til skiptis
kjötsósuna og
lasanjaplötur í
smurt fat. Hafið
sósu í neðsta og efsta laginu.
40 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT400 g kjöthakk, magurt
10 g olía til steikingar
4 dl vatn
3 dl léttmjólk
8 lasanjaplötur
50 g rifinn ostur
2 31
Stráið rifnum
osti yfir réttinn.
Bakið í 180°C
heitum ofni í ca 30 mín. Látið réttinn
standa í 5 mínútur áður en hann er
borinn fram. Berið fram með salati.
Steikið
kjöthakkið.
Bætið við
vatni, léttmjólk
og innihaldi pakkans. Látið
krauma við lágan hita í 5 mín.
Setjið til skiptis
kjötsósuna og
lasanjaplötur í
smurt fat. Hafið
sósu í neðsta og efsta laginu.
40 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT400 g kjöthakk, magurt
10 g olía til steikingar
4 dl vatn
3 dl léttmjólk
8 lasanjaplötur
50 g rifinn ostur
Kryddblanda fyrir spaghettísósu
2 31
Berið fram
með pasta og rifnum osti.
Smakkast vel með salati.
Steikið
kjöthakkið.
Bætið við vatni.
Blandið
innihaldi pakkans
saman við hakkið og hrærið vel.
Látið krauma í 10 mínútur.
15 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT400 g kjöthakk
4 dl vatn
10 g olía til steikingar
200 g spaghettí, heilhveiti
2 31
Berið fram
með pasta og rifnum osti.
Smakkast vel með salati.
Steikið
kjöthakkið.
Bætið við vatni.
Blandið
innihaldi pakkans
saman við hakkið og hrærið vel.
Látið krauma í 10 mínútur.
15 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT400 g kjöthakk
4 dl vatn
10 g olía til steikingar
200 g spaghettí, heilhveiti
Kryddblanda fyrir kjötbollur
2 31
20 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT600 g kjöthakk, magurt
2 dl vatn
10 g olía til steikingar
Grænmeti: 125 g rauð
paprika, 200 g kúrbítur
Kartöflumús:
600 g kartöflur
4 dl léttmjólk
2 g salt
Setjið hakkið saman
við og blandið vel.
Mótið kjötbollur
og steikið í 220°C heitum ofni í ca
15 mín. eða steikið á pönnu. Berið
fram með heimalagaðri kartöflu-
mús og gufusoðnu grænmeti.
Hellið innihaldi
pakkans út í vatn
og látið taka sig í 5 mínútur.
2 31
20 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT600 g kjöthakk, magurt
2 dl vatn
10 g olía til steikingar
Grænmeti: 125 g rauð
paprika, 200 g kúrbítur
Kartöflumús:
600 g kartöflur
4 dl léttmjólk
2 g salt
Setjið hakkið saman
við og blandið vel.
Mótið kjötbollur
og steikið í 220°C heitum ofni í ca
15 mín. eða steikið á pönnu. Berið
fram með heimalagaðri kartöflu-
mús og gufusoðnu grænmeti.
Hellið innihaldi
pakkans út í vatn
og látið taka sig í 5 mínútur.
MEXICO,
GUATEMALA &
BELIZE
Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA
4. - 19. OKTÓBER
Verð kr. 568.320.-
Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri
Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna
menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar
menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims
og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska,
þar sem allt er innifalið.