Fréttatíminn - 10.07.2015, Qupperneq 35
ferðalög 35Helgin 10.-12. júlí 2015
VIÐKVÆM HÚÐ?
PRÓFAÐU
ALLA LÍNUNA…
ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR
ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS
MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL
…fyrir heimilið, fjölskylduna og þig.
Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur
engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral
þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.
Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
N
AT
7
16
82
1
1/
14
Leikföng, Andrésblöð og
límonaði í miðbænum
Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmti-
legur fjölþema útimarkaður sem
haldinn verður á laugardögum í sumar
á Bernhöftstorfu, horni Bankastrætis
og Lækjargötu. Basarinn er sérstakur
að því leyti að hann fær nýtt þema
hverju sinni og myndar þannig fjöl-
breytta dagskrá sem býður ávallt
uppá eitthvað nýtt til að skoða, versla
og njóta.
„Þema morgundagsins eru leikföng
og munu krakkar selja gömul leikföng,
bækur, Andrésblöð, föt, leiktæki,
límonaði og annað skemmtilegt á leik-
fanga basarnum,“ segir Þórey Björk
Halldórsdóttir, einn skipuleggjenda
Bernhöfts Bazaar. Fyrirtæki og
félagasamtök koma líka til með að
selja, kynna og þjónusta gesti með
fallegum vörum sem snúa að krökkum
á öllum aldri. Auk sölubásanna verður
margt skemmtilegt um að vera.
Boðið verður upp á krakka jóga undir
leiðsögn Pop Up Yoga Reykjavík og ís-
bíllinn mun koma og hringja bjöllunni
sinni. Einnig munu ungir rithöfundar
lesa draugasögur úr bókinni sinni
„Eitthvað illt á leiðinni er.“ Auk þess
verður sérstakur Dýragarðs Bazaar á
svæðinu þar sem krakkar geta komið
með gamla bangsa og dúkkur til að
gefa til barna í Afríku sem eiga engin
mjúk dýr að leika við.
„Búið er að fylla upp í öll rýmin á
markaðnum, en sett verður upp
tombólusvæði þar sem krakkar geta
komið og sett niður teppi á gras-
flötinni sunnan megin við markaðinn,“
segir Þórey. Markaðurinn verður
opinn á morgun, laugardag, milli
klukkan 13 og 17.
mitt að mörkum fyrir félagið.“ Það vakti
því mikla athygli fyrir nokkrum árum þeg-
ar Fjalla-Steini fór sjö ferðir upp og niður
Esjuna sama daginn og safnaði áheitum
fyrir Ljósið. Árið eftir gekk hann á 365 fjöll
til að vekja athygli á starfsemi Ljóssins og
bætti um betur ári seinna þegar hann gekk
á 400 fjöll á einu ári.
Styrkir Félag krabbameinssjúkra
barna
Bókin Íslensk bæjarfjöll kom út um síð-
ustu jól og með henni langaði Steina að
minna á hvað útivist og útivera gerir fólki
gott. „Á ferðum mínum um landið átti ég
erfitt með að finna upplýsingar um ein-
kennisfjall hvers bæjar og því kom ég af
stað kosningu um bæjarfjall í hverjum
bæ, og afraksturinn má finna í bókinni,“
segir Steini. „Sums staðar urðu reyndar
fleiri en eitt bæjarfjall fyrir valinu þar sem
bæjarbúar komu sér ekki saman um eitt
ákveðið fjall, og því eru fleiri fjöll en bæir
í bókinni.“
Í bókinni má finna 90 fjöll og það tók
Steina um tvö ár að ganga á þau öll, ásamt
góðu fylgdarliði. Hann ákvað að halda
áfram að nýta útivistina til að láta gott af
sér leiða og í þetta skiptið ákvað hann að
láta höfundarlaun sín af bókinni renna til
Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
„Þar er unnið mjög gott starf og þetta er
því verðugt málefni,“ segir Steini. Nýverið
afhenti hann félaginu fyrstu ávísunina, að
upphæð 500.000 krónur.
Fjallgöngur fyrir alla
Í bókinni er sagt frá hverju fjalli fyrir sig,
gönguleiðum og helstu einkennum. Upp-
lýsingar um erfiðleikastig fylgja hverri
gönguleið. „Flest öll fjöllin eru við hæfi
allra. Eina fjallið sem ég myndi ráðleggja
fólki að hafa einhvern vanan með sér er
Kirkjufell í Grundarfirði, önnur fjöll á
landinu eru aðgengileg öllum,“ segir
Steini. Hann er staddur á Tenerife um
þessar mundir þar sem hann lauk ný-
verið við að klífa hæsta fjallið þar, þann-
ig fjallamennskan er aldrei langt undan.
Fjalla-Steini mun svo halda áfram sam-
vinnu sinni við Ljósið í haust þegar fé-
lagið fagnar 10 ára afmæli. „Í nóvember
fer fram ljósaganga þar sem við munum
fylkja liði upp Esjuna og þegar tekur að
rökkva kveikja allir á ljósi sem þeir hafa
meðferðis og mynda þannig ljósafoss nið-
ur hlíðar fjallsins.“
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Fjalla-
Steini hefur
undanfarin ár
gengið á fjöll
til styrktar
Ljósinu og
Styrktarfélagi
krabbameins-
sjúkra barna.
Með göngum
sínum vill
hann minna
fólk á hvað
útivist og
útivera gerir
okkur öllum
gott. Mynd/
Jóhann Smári.