Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 36
36 ferðalög Helgin 10.-12. júlí 2015
Ferðamenn í eigin borg
Sumarið er tíminn til að njóta lífsins með sínum nánustu og upplifa nýja hluti. Nú þegar sumarfrí
í skólum og leikskólum standa sem hæst er tilvalið fyrir þá sem hafa fengið nóg af tjaldútilegum
og bílferðum í bili að kynna sér hvað borgin okkar hefur upp á að bjóða.
B orgarpassinn, eða Reykjavík City Card, veitir aðgang í strætó og sund, auk aðgangs
að söfnum Reykjavíkurborgar, svo
sem Árbæjarsafni og Þjóðminja-
safninu. Passinn gildir einnig sem
aðgöngumiði í Viðeyjarferjuna og
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Svo
virðist sem passinn sé eingöngu
ætlaður fyrir ferðamenn, en í raun
er þetta vannýtt tækifæri fyrir Ís-
lendinga til að gerast ferðamenn í
eigin borg. Því kynntust þau Sigrún
Helga Davíðsdóttir og Elías Kjart-
an Bjarnason fyrir nokkru, en þeim
áskotnaðist tveggja daga passi fyrir
tvo fullorða og tvö börn.
Pikknikk og fjöruferð í Viðey
„Við ákváðum að bjóða frænku
minni sem er fimm ára og frænda
Elíasar sem er sjö ára að gista hjá
okkur heila helgi og vorum að leita
að einhverju skemmtilegu að gera
sem hentaði þessum aldri og okkur
í leiðinni. Stjúpmamma mín gaf mér
þá borgarpassann, sem hún hafði
unnið í happdrætti. Ég hafði ekki
heyrt af þessum passa áður og hann
kom því skemmtilega á óvart.“
Sigrún segir að það hafi verið smá
púsluspil að raða saman því sem þau
vildu gera. „Við ákváðum á endanum
að velja staði sem eru nálægt hver
öðrum. Við fórum í Viðey, Árbæjar-
safn og Árbæjarlaug fyrri daginn og
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og
Laugardalslaugina seinni daginn.
Við hefðum eiginlega þurft einn dag
í viðbót til að ná miðbænum líka.“
Sigrún segir að helgin hafi ver-
ið besta skemmtun og erfitt sé að
velja hvað stóð upp úr. „Samveran
var án efa skemmtilegust. En í Við-
ey fórum við í fjöruferð, pikknikk
og æfðum okkar að blása í strá.
Svo var mikið sport að fara í ferj-
una sjálfa. Við skemmtum okkur öll
ótrúlega vel saman og lýsti Grétar
Máni helginni sem bestu helgi lífs
síns,“ segir Sigrún. Hægt er að velja
hversu lengi passinn gildir, allt frá
einum sólarhring upp í þrjá, og eru
verðin eftir því. Þrír dagar fyrir full-
orðna kosta til að mynda 4.900 og
3.000 krónur fyrir börn 6-18 ára.
„Passinn er fljótur að borga sig
upp þannig þetta er vel þess virði
og sniðug lausn fyrir fjölskyldur
eða vinahópa sem eru að leita eftir
skemmtun í borginni og nágrenni
hennar,“ segir Sigrún.
Gestapassi fyrir innlenda og
erlenda gesti
Drífa Magnúsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi hjá Visit Reykjavík, segir
að passinn sé hugsaður fyrir gesti
Reykjavíkur, hvort sem þeir eru
erlendir eða innlendir. „Einhverra
hluta vegna hefur ekki gengið
neitt sérstaklega vel að markaðs-
setja gestapassann fyrir innan-
landsmarkað, sama hvað við höfum
reynt. En ég veit að þeir Íslending-
ar sem hafa nýtt sér passann hafa
skemmt sér konunglega, sérstak-
lega börnin,“ segir Drífa, en hún
segir jafnframt að passi af þessu
tagi sé vel þekktur í öðrum borgum.
„Passinn er auðvitað tilvalinn fyrir
fjölskyldufólk sem er í sumarfríi og
vill finna sér eitthvað skemmtilegt
að gera í borginni okkar,“ segir
Drífa. Borgarpassinn er fáanlegur
á öllum helstu ferðamannastöðum í
borginni og það er því um að gera að
reima á sig túristaskóna og gerast
ferðamaður í eigin höfuðborg.
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Elías Kjartan og Sigrún Helga buðu Lovísu og Grétari Mána, frændsystkinum sínum, í borgarferð um Reykjavík fyrir skömmu
þegar þeim áskotnaðist borgarpassi heila helgi.
Kassabíllinn var fyrirtaks ferðamáti um
Árbæjarsafnið.
Í Viðey lærðu Lovísa og Grétar Máni meðal annars að blása í strá.
N
M
68
96
8
Siminn.is/spotify
POTTURINN HEFUR ALDREI
HLJÓMAÐ EINS VEL
VATNSHELDAR TÖSKUR OG SJÓPOKAR
margar gerðir, stærðir og l itir
í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6,
Garðabæ, s ími : 564 5040
Duffle
Big Zip
Rack-Pack
X-tremer
PS 10
Moto dry bag
PD 350
Sölustaðir:
Útilíf Smáralind og Glæsibæ
Kaupfélag Skagfirðinga
Verslunin Eyri
www.fjalli.is
PD 350
19.–22. NÓV.
ÓPERUFERÐ TIL BERLÍN MEÐ PÉTRI GAUT
Fararstjóri er myndlistarmaðurinn
og óperu unnandinn Pétur Gautur
sem hefur verið með annan fótinn
í Berlín síðastliðin 10 ár.
VERÐ FRÁ
148.900 KR.
Innifalið er miði á 2 óperusýningar í mjög vel
staðsett sæti og skoðunarferð um óperuhúsið.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is