Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 56
 TónlisT GreTa salóme með sTarfsframa í Tveimur heimsálfum Með eigið stúdíó í skemmtiferðaskipinu Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir er með marga bolta á lofti. Hún undirbýr nýja plötu sem hún er að gera með Daða Birgissyni úr Mono Town, leggur drög að tónlistar- sýningu í Menningarhúsinu Hofi og skemmtir þúsund manns á hverju kvöldi um borð í skemmtiferðaskipinu Disney Magic. Þ að vefst ekki fyrir Gretu Sal-óme Stefánsdóttur tónlistar-konu að sinna starfsframa í tveimur heimsálfum. Hún kom til landsins um helgina með skemmti- ferðaskipinu Disney Magic þar sem hún hefur samið tónlist, leikstýrt, sungið og spilað í eigin sýningu „The Greta Salóme show“ í nokkra mánuði og troðið upp með eigið efni fyrir mörg þúsund manns í hverri viku. Skipið hefur tvisvar komið til Íslands. Tónlistarkonan var á síðasta ári á siglingu í f jóra mánuði með skemmtiferðaskipinu Dis- ney Dream, sem er eitt stærsta skemmtiferðarskip samsteypunnar og fékk í framhaldinu samning um borð í Disney Magic. Hún er með eigið stúdíó um borð þar sem hún semur alla tónlistina fyrir sýning- una og fyrir nýja plötu sem hún hef- ur verið að vinna að. Hún hefur til aðstoðar fyrir sýninguna leikstjóra, dansara og búningahönnuði frá Dis- ney. Platan hennar „In the Silence“ sem seld er um borð hefur einnig selst upp fjórum sinnum, að því er fram kemur í tilkynningu. Síðastliðinn vetur sendi Greta Sal- óme frá sér lagið Í dag sem verið hefur á vinsældalista Rásar 2 í 11 vikur samfleytt. Lagið er hluti af plötu sem hún er að vinna að um borð í skipinu og víðar og mun koma út síðar á árinu. Fljótlega verður einnig gefið út nýtt lag. „Þetta er eins og að reka fyrirtæki í tveim- ur heimsálfum en mér finnst mikil áskorun að halda svona mörgum boltum á lofti í einu. Ég sem, leik- stýri, syng og spila á sýningunni um borð. Samhliða því er ég að semja efni fyrir nýju plötuna með Daða Birgissyni úr hljómsveitinni Mono Town. Það er mikil reynsla fyrir mig að halda utan um starfsemina bæði um borð í skipinu og upptökum á plötunni.“ „Ég kem heim í haust til þess að setja upp sýningu í Menningar- húsinu Hofi á Akureyri en ég ætla ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvalds- syni, tónlistarstjóra Menningar- félags Norðurlands, að setja upp glæsilega tónlistarsýningu í Menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar ætla ég,“ segir Greta Salóme,“ að leika með Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands á tónleikum sem nefnast Disney-Frozen. Ég er mjög spennt fyrir því verkefni.“ Greta Salóme fyrir framan skemmtiferðaskipið Disney Magic í Reykjavíkurhöfn en hún skemmtir í skipinu á hverju kvöldi fyrir um 1.000 manns. PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA KINGS OF LEON NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST #KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL ÆVINTÝRALANDIÐ TAÍLAND 1.–16. NÓV. Fjölbreytt og skemmtileg ferð til Taílands. Höfuðborgin Bangkok, náttúruperlur í fjöllum norðursins og hvíld við tærar strendur Hua Hin í lokin. Fararstjóri er Bjarni Hinriksson. VERÐ FRÁ 498.000 KR. Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is NÝ TT SÚKKULAÐIKLEINUR www.ommubakstur.is Tilvalið í ferðalagið... 56 menning Helgin 10.-12. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.