Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 58

Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 58
 Bækur Pönnukökur, harðfiskur og skata í nýrri Bók Lifrarpylsa í stað Viagra á kvöldin Guðrún Helga Sigurðardóttir var að senda frá sér bók fyrir erlenda ferðamenn um hefð- bundna íslenska matargerð. Hún fann í starfi sínu sem ökuleiðsögumaður þörf fyrir slíka bók og reynslan sem blaðamaður kom sér vel við vinnslu hennar. Guðrún Helga fléttar skemmtilegar og þjóð- legar sögur af matnum inn í frásögnina og útskýrir hátíðir á borð við þorrablót. M ér fannst hvað skemmti-legast að koma til skila öllum þeim sögum sem tengjast íslenskum mat. Það var sama hvaða matvæli ég var að fjalla um – alltaf var til þjóðsaga eða skemmtisaga sem tengdist konum,“ segir Guðrún Helga Sigurðardóttir, blaðamaður og ökuleiðsögumaður, sem var að senda frá sér bókina Traditional Icelandic Food – A Gas- tronomic Guide to Iceland. Bókin fjallar um hefðbundna íslenska matargerð og er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum sem hafa áhuga á að smakka íslenskan mat en Guðrún Helga bendir á að bókin sé einnig tilvalin gjöf til erlendra gesta. Lærði leiðsögn Bókin er á ensku og skiptist í 29 stutta kafla sem fallegar ljósmynd- ir prýða með nánari umfjöllun um hinar ýmsu tegundir matar, svo sem skyr, hangikjöt, selkjöt, svið og kleinur. Sem dæmi um skemmti- legar sögur sem fylgja með er í kaflanum um lifrarpylsu sagt frá því að hún var áður fyrr talin hið besta ástarmeðal og húsfreyjur gáfu bændum sínum gjarna lifrar- pylsu á kvöldin til að hressa þá við. „Það væri kannski ráð að hætta að taka Viagra og fá sér þess í stað lifrarpylsu á kvöldin,“ segir Guð- rún Helga kómísk. Hún segir að tildrög bókarinnar megi rekja allt að sex ár aftur í tím- ann þegar hún missti vinnuna sem blaðamaður á Fréttablaðinu og fór að skapa sér sína eigin vinnu. „Ég fór með fólk í léttar fjallgöngur með Forsíða bókarinnar er afar þjóðleg. sögulegu ívafi. Í pásunum bauð ég fólki upp á jurtate, pönnukökur og kleinur og sagði fólki nánar frá sögu þessara matvæla,“ segir hún en í framhaldinu lærði hún leiðsögn hjá Endurmennt- un Háskóla Íslands og hef- ur síðustu ár, auk þess að starfa sjálfstætt sem blaða- maður, unnið sem ökuleið- sögumaður. „Í því starfi fann ég þörf fyrir bók sem þessa og ákvað hreinlega að skrifa hana sjálf,“ segir Guðrún Helga. Hangikjöt og soðin ýsa Þetta er fyrsta bók Guðrúnar Helgu, hún er 104 blaðsíður og í þægilegu formi til að einfalt sé að taka hana með sér, jafnvel í mat- vörubúðina. „Ég sá fyrir mér að forvitnir ferðamenn gætu tekið hana með sér út í búð og keypt það sem þeim finnst spennandi. Það eru ekki allir ferðamenn sem hingað koma sem gista á hótelum eða borða á fínum veitingastöðum. Með upplýsingunum úr bókinni geta þeir smurt sér flatbrauð með hangikjöti eða soðið sér ýsu,“ seg- ir hún en jafnframt eru þar ýmsar uppskriftir, til að mynda að hefð- bundnum kleinum. Guðrún Helga segir einnig frá því í bókinni hvaða sælgæti nýtur mestra vinsælda meðal landsmanna, hvað þorrablót sé eiginlega og hvernig jurtir lands- ins hafa nýst bæði sem góð næring og til lækninga. Hún gefur bókina út sjálf og auk þess að vera komin víða í bókaverslanir er hún fáanleg á Amazon í rafrænu formi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Guðrún Helga Sigurðardóttir, blaðamaður og ökuleiðsögumaður, svaraði þörf erlendra ferðamanna fyrir handhæga bók um hefð- bundinn íslenskan mat með því að skrifa hana sjálf. Mynd/Hari 58 menning Helgin 10.-12. júlí 2015 Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is VILTU VINNA? ÓSKUM EFTIR SÖLUMÖNNUM Í REYKJAVÍK OG AKUREYRI Sendið tölvupóst á starf@tolvutek.is með ferilskrá • Góð laun í boði og fullur trúnaður Ert þú hress og áhugasamur sölumaður með góða þekkingu á tölvubúnaði? Fjölbreytt starf sem felst í ráðgjöf við val á tölvubúnaði til viðskiptavina auk tilfallandi starfa í verslun. Óskum eftir jákvæðum og þjónustulunduðum einstakling sem hefur gaman af mann- legum samskiptum. Nýleg og góð þekking á helstu tölvuíhlutum og tölvubúnaði æskileg. Með umsókn skal fylgja upplýsingar um fyrri störf og tölvuþekkingu. www.frittverdmat.is Ég vil vinna fyrir þig Hannes Steindórsson Löggiltur fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Heyrðu í mér og leyfðu mér að segja þér frá minni þjónustu. PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA KINGS OF LEON NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST #KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL Það tekur á að fela sig – við erum tilbúin að hlusta Ókeypis Trúnaður Alltaf opinn 1717 .isHJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.