Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 62
F jögurra manna hópur hefur verið skipaður til að skrifa handrit Áramótaskaups
Sjónvarpsins í ár ásamt leikstjór-
anum, Kristófer Dignus. Hópinn
skipa Katla Margrét Þorgeirs-
dóttir leikkona, Steindi Jr. grínisti,
leikarinn Guðjón Davíð Karlsson,
Gói, og Atli Fannar Bjarkason
fjölmiðlamaður. Þá hef-
ur fjölbreyttum hópi
fólks úr skemmtana-
og f jölmiðlabrans-
anum verið boðið
að sitja í svoköll-
uðu „grínráði“
sem verður í
ráðgefandi hlut-
verki við handrits-
gerðina.
„ Þ a ð hó f us t
þreifingar strax á
nýju ári og það voru
merkilega margir
sem lýstu yfir áhuga
á að gera skaupið,“
segir Skarphéðinn
Guðmundsson,
dagskrárstjóri
Sjónvarpsins. „Við
ákváðum að halda áfram
á þeirri braut sem við
höf-
um verið á,
að próf a
nýjar leið-
ir og ný
konsept.
Í f y r r a
gerð-
u m v ið
kvenna-
skaup
sem
hafði síðast verið gert fyrir 30
árum. Nú fengum við inn
á borð til okkar þessa
fínu hugmynd að grínr-
áði sem skipað yrði
fremstu og skemmti-
legustu gr ínistum
og skemmtikröftum
landsins af báð-
um kynjum
og á öllum
aldri. Við
erum
spennt
fyrir
þessu
því
þetta
hefur
ekki
verið
prófað
áður með
þessu
sniði,“ seg-
ir Skarphéð-
inn.
Hann segir
að handr it -
s tey mið sé
a far spenn-
andi, blanda
af reynslu og
ferskum and-
vara, sem verði undir góðri stjórn.
„Dignus gerði skaupið í hittiðfyrra
og það mæltist mjög vel fyrir. Þar
var lögð áhersla á að gera grín að
þjóðarsálinni, Íslendingum öllum,
og við erum spennt fyrir því. Við
viljum enda ná til breiðs hóps, frá
krökkum og upp úr.“
S a m k væmt he i m i ldu m
Fréttatímans var fjölda þjóð-
þekktra einstaklinga boðið sæti
í áðurnefndu grínráði en ekki
liggur fyrir hvernig það verður
skipað. Einn fundur hefur verið
í grínráðinu með handritshöfund-
unum og á hann mætti Brynhildur
Guðjónsdóttir leikkona, Gísli
Einarsson sjónvarps-
maður, Berglind Pét-
ursdóttir og María
Heba leikkona .
Þeir Þorsteinn
Guðmundsson og
Dóri DNA munu
hafa afþakkað setu
í ráðinu en ekki er
vitað hverjir eiga eftir
að bætast í hópinn. Auk
áðurnefndra
fengu eftirtald-
ir boð um sæti
í grínráðinu:
Ilmur
Kristjánsdóttir leikkona, Björn
Bragi Arnarsson grínisti, Lóa
Hjálmtýsdóttir myndasöguhöf-
undur með meiru, Andri Freyr
Viðarsson útvarpsmaður, Sveppi
grínisti, Saga Garðarsdóttir leik-
kona, Helgi Seljan sjónvarpsmað-
ur, Dóra Jóhannsdóttir leikkona,
Pétur Jóhann Sigfússon grínisti,
Karl Ágúst Úlfsson leikari, Anna
Svava Knútsdóttir leikkona, Gunn-
ar Sigurðarson, Sólmundur Hólm
útvarpsmaður og grínisti, Auð-
unn Blöndal útvarpsmaður, Nanna
Kristín Magnúsdóttir leikkona,
Bibbi í Skálmöld og Steiney Skúla-
dóttir.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Dill tilnefndur til
hönnunarverðlauna
Veitingastaðurinn Dill hefur
verið tilnefndur til hinna virtu
hönnunarverðlauna Restaurant & Bar
Design Awards. Verðlaunaafhendingin
verður í London hinn 1. október
næstkomandi. Þetta er í sjöunda skiptið
sem verðlaunin eru veitt og meðal dómara
er Tony Chambers, ritstjóri tímaritsins
Wallpaper. Hönnuður Dill Restaurant er
Hálfdán Pedersen.
Berndsen gengur í
hjónaband
Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen gengur
í dag, föstudag, að eiga sína heittelskuðu,
Guðrúnu Harðardóttur. At-
höfnin fer fram í garðinum við
heimili þeirra í Vesturbænum
og er búist við því að
fjöldi kollega Davíðs
úr stétt tónlistar-
manna muni
troða upp og
fagna með
þeim hjónum.
Mammút hitar upp fyrir
OMAM
Hljómsveitin Mammút mun hita upp fyrir
Of Monsters and Men á Evróputúr þeirrar
síðarnefndu síðar á árinu. Of Monsters and
Men er nú á tónleikaferð um heiminn til
að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Beneath
the Skin. Mammút slæst í lið með sveitinni
á þrettán tónleikum og þeir fyrstu verða í
Osló 29. október.
ÚTSALA
30-50%
AFSLÁTTUR
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
AF FATNAÐI STÆRÐUM 42-56
VERTU VELKOMIN Í VERSLUN
OKKAR AÐ FÁKAFENI 9
EÐA PANTAÐU Á CURVY.IS
Micro bar flytur
Hinn vinsæli bar Micro bar, sem sérhæfir sig í sölu á handverksbjór, mun flytjast
um set á næstu mánuðum. Micro bar er sem kunnugt er á jarðhæð City Center
Hotel í Austurstræti en nýverið urðu eigendaskipti á hótelinu. Nýi eigandinn hyggur
á breytingar og því mun Micro bar verða opnaður í nýju húsnæði. Að sögn Steins
Stefánssonar á Micro bar er ekki tímabært að greina frá hvar staðurinn verður
opnaður en það skýrist á næstunni. Micro bar var fyrsti alvöru bjórbarinn í borginni
eftir að áhugi fólks á handverksbjór fór að aukast en síðan hafa þrír nýir staðir bæst
í þann hóp.
Sjónvarp KriStóFer DignuS Stýrir hópi hanDritShöFunDa og grínráði
Katla, Gói, Steindi
og Atli Fannar skrifa
Skaupið í ár
Ríkissjónvarpið hefur skipað fjögurra manna hóp til að skrifa Áramótaskaupið í ár undir stjórn
Kristófers Dignusar. Í hópnum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Steindi Jr., Gói og nýliðinn Atli
Fannar, ritstjóri Nútímans. Þá hefur verið sett saman grínráð sem verður handritshöfundunum til
aðstoðar.
Bíó WeBcam verður FrumSýnD í næStu viKu
Kvartað undan auglýsingu fyrir íslenska kvikmynd
v ið héldum að þetta væri allt í góðu enda var engin nekt í þessari auglýsingu. En
þetta fór fyrir brjóstið á einhverj-
um,“ segir Sigurður Anton Frið-
þjófsson, leikstjóri kvikmyndarinn-
ar Webcam, sem frumsýnd verður í
næstu viku.
Auglýsingar fyrir Webcam
voru sýndar á Stöð 2 í vikunni og
hneyksluðu greinilega einhverja
áhorfendur. Sigurður segir að fólk
hafi hringt inn til stöðvarinnar og
kvartað. Brugðist var við kvörtun-
um. „Já, henni var breytt. Við gerð-
um mýkri útgáfu. Vonandi verður
hún nógu mjúk,“ segir hann.
Webcam verður frumsýnd í Senu-
bíóunum á miðvikudaginn í næstu
viku. Myndin fjallar um framhalds-
skólastelpuna Rósalind sem eyðir
sínum tíma að mestu í að djamma,
flakka milli stráka og hanga með
bestu vinkonu sinni. Allt þetta
breytist eftir að hún kynnist strák
með gægjuhneigð en þau kynni
verða smám saman til þess að Rósa-
lind finnur köllun sína í að fækka
fötum fyrir framan vefmyndavél í
beinni útsendingu á netinu.
Myndin var tekin upp á sextán
dögum um síðustu jól og áramót og
er sjálfstæð framleiðsla. Með aðal-
hlutverk fara Anna Hafþórsdóttir,
Telma Huld Jóhannesdóttir, Júlí
Heiðar Halldórsson og Ævar Már
Ágústsson.
-hdm
Fólkið á bak við Webcam. Sigurður
Anton leikstjóri ásamt leikkonunum
tveimur, tökumanni og framleiðanda.
62 dægurmál Helgin 10.-12. júlí 2015