Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 10.07.2015, Qupperneq 62
F jögurra manna hópur hefur verið skipaður til að skrifa handrit Áramótaskaups Sjónvarpsins í ár ásamt leikstjór- anum, Kristófer Dignus. Hópinn skipa Katla Margrét Þorgeirs- dóttir leikkona, Steindi Jr. grínisti, leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, Gói, og Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður. Þá hef- ur fjölbreyttum hópi fólks úr skemmtana- og f jölmiðlabrans- anum verið boðið að sitja í svoköll- uðu „grínráði“ sem verður í ráðgefandi hlut- verki við handrits- gerðina. „ Þ a ð hó f us t þreifingar strax á nýju ári og það voru merkilega margir sem lýstu yfir áhuga á að gera skaupið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins. „Við ákváðum að halda áfram á þeirri braut sem við höf- um verið á, að próf a nýjar leið- ir og ný konsept. Í f y r r a gerð- u m v ið kvenna- skaup sem hafði síðast verið gert fyrir 30 árum. Nú fengum við inn á borð til okkar þessa fínu hugmynd að grínr- áði sem skipað yrði fremstu og skemmti- legustu gr ínistum og skemmtikröftum landsins af báð- um kynjum og á öllum aldri. Við erum spennt fyrir þessu því þetta hefur ekki verið prófað áður með þessu sniði,“ seg- ir Skarphéð- inn. Hann segir að handr it - s tey mið sé a far spenn- andi, blanda af reynslu og ferskum and- vara, sem verði undir góðri stjórn. „Dignus gerði skaupið í hittiðfyrra og það mæltist mjög vel fyrir. Þar var lögð áhersla á að gera grín að þjóðarsálinni, Íslendingum öllum, og við erum spennt fyrir því. Við viljum enda ná til breiðs hóps, frá krökkum og upp úr.“ S a m k væmt he i m i ldu m Fréttatímans var fjölda þjóð- þekktra einstaklinga boðið sæti í áðurnefndu grínráði en ekki liggur fyrir hvernig það verður skipað. Einn fundur hefur verið í grínráðinu með handritshöfund- unum og á hann mætti Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona, Gísli Einarsson sjónvarps- maður, Berglind Pét- ursdóttir og María Heba leikkona . Þeir Þorsteinn Guðmundsson og Dóri DNA munu hafa afþakkað setu í ráðinu en ekki er vitað hverjir eiga eftir að bætast í hópinn. Auk áðurnefndra fengu eftirtald- ir boð um sæti í grínráðinu: Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Björn Bragi Arnarsson grínisti, Lóa Hjálmtýsdóttir myndasöguhöf- undur með meiru, Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður, Sveppi grínisti, Saga Garðarsdóttir leik- kona, Helgi Seljan sjónvarpsmað- ur, Dóra Jóhannsdóttir leikkona, Pétur Jóhann Sigfússon grínisti, Karl Ágúst Úlfsson leikari, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Gunn- ar Sigurðarson, Sólmundur Hólm útvarpsmaður og grínisti, Auð- unn Blöndal útvarpsmaður, Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona, Bibbi í Skálmöld og Steiney Skúla- dóttir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Dill tilnefndur til hönnunarverðlauna Veitingastaðurinn Dill hefur verið tilnefndur til hinna virtu hönnunarverðlauna Restaurant & Bar Design Awards. Verðlaunaafhendingin verður í London hinn 1. október næstkomandi. Þetta er í sjöunda skiptið sem verðlaunin eru veitt og meðal dómara er Tony Chambers, ritstjóri tímaritsins Wallpaper. Hönnuður Dill Restaurant er Hálfdán Pedersen. Berndsen gengur í hjónaband Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen gengur í dag, föstudag, að eiga sína heittelskuðu, Guðrúnu Harðardóttur. At- höfnin fer fram í garðinum við heimili þeirra í Vesturbænum og er búist við því að fjöldi kollega Davíðs úr stétt tónlistar- manna muni troða upp og fagna með þeim hjónum. Mammút hitar upp fyrir OMAM Hljómsveitin Mammút mun hita upp fyrir Of Monsters and Men á Evróputúr þeirrar síðarnefndu síðar á árinu. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Beneath the Skin. Mammút slæst í lið með sveitinni á þrettán tónleikum og þeir fyrstu verða í Osló 29. október. ÚTSALA 30-50% AFSLÁTTUR Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is AF FATNAÐI STÆRÐUM 42-56 VERTU VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 EÐA PANTAÐU Á CURVY.IS Micro bar flytur Hinn vinsæli bar Micro bar, sem sérhæfir sig í sölu á handverksbjór, mun flytjast um set á næstu mánuðum. Micro bar er sem kunnugt er á jarðhæð City Center Hotel í Austurstræti en nýverið urðu eigendaskipti á hótelinu. Nýi eigandinn hyggur á breytingar og því mun Micro bar verða opnaður í nýju húsnæði. Að sögn Steins Stefánssonar á Micro bar er ekki tímabært að greina frá hvar staðurinn verður opnaður en það skýrist á næstunni. Micro bar var fyrsti alvöru bjórbarinn í borginni eftir að áhugi fólks á handverksbjór fór að aukast en síðan hafa þrír nýir staðir bæst í þann hóp.  Sjónvarp KriStóFer DignuS Stýrir hópi hanDritShöFunDa og grínráði Katla, Gói, Steindi og Atli Fannar skrifa Skaupið í ár Ríkissjónvarpið hefur skipað fjögurra manna hóp til að skrifa Áramótaskaupið í ár undir stjórn Kristófers Dignusar. Í hópnum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Steindi Jr., Gói og nýliðinn Atli Fannar, ritstjóri Nútímans. Þá hefur verið sett saman grínráð sem verður handritshöfundunum til aðstoðar.  Bíó WeBcam verður FrumSýnD í næStu viKu Kvartað undan auglýsingu fyrir íslenska kvikmynd v ið héldum að þetta væri allt í góðu enda var engin nekt í þessari auglýsingu. En þetta fór fyrir brjóstið á einhverj- um,“ segir Sigurður Anton Frið- þjófsson, leikstjóri kvikmyndarinn- ar Webcam, sem frumsýnd verður í næstu viku. Auglýsingar fyrir Webcam voru sýndar á Stöð 2 í vikunni og hneyksluðu greinilega einhverja áhorfendur. Sigurður segir að fólk hafi hringt inn til stöðvarinnar og kvartað. Brugðist var við kvörtun- um. „Já, henni var breytt. Við gerð- um mýkri útgáfu. Vonandi verður hún nógu mjúk,“ segir hann. Webcam verður frumsýnd í Senu- bíóunum á miðvikudaginn í næstu viku. Myndin fjallar um framhalds- skólastelpuna Rósalind sem eyðir sínum tíma að mestu í að djamma, flakka milli stráka og hanga með bestu vinkonu sinni. Allt þetta breytist eftir að hún kynnist strák með gægjuhneigð en þau kynni verða smám saman til þess að Rósa- lind finnur köllun sína í að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél í beinni útsendingu á netinu. Myndin var tekin upp á sextán dögum um síðustu jól og áramót og er sjálfstæð framleiðsla. Með aðal- hlutverk fara Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson og Ævar Már Ágústsson. -hdm Fólkið á bak við Webcam. Sigurður Anton leikstjóri ásamt leikkonunum tveimur, tökumanni og framleiðanda. 62 dægurmál Helgin 10.-12. júlí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.