Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 33
toon A.S., beið allverulegan ósig-
ur fyrir „prófessorunum", eins og
enska liðið er nefnt í gamni í Kan-
ada, því að markvörður þess þurfti
að sækja knöttinn 19 sinnum í
netið, en Kanadamönnunum tókst
að svara einu sinni fyrir sig.
Holland.
Nokkur ensk atvinnu-
lið hafa í vor verið á
ferð í Hollandi. Leeds
United lék gegn nokkrum úrvals-
liðum. Tapaði fyrsta leiknum fyr-
ir óopinberu landsliði með 1:0, en
sigraði annað lið með 10:1.
Belgía.
Linssen hefur náð 21,7
í 200 m. og Herssens
1.90 í hástökki, sem er
nýt belgiskt met.
Suður-Ameríka.
Snemma í vor náðust góðir ár-
angrar á frjálsíþróttamóti, sem
fram fór í Montevideo, Uruguay.
Perez hljóp 100 m. á 10,5 og 200
m. á 21,9. í hástökki sigraði As-
cune með 1,95, sleggjukasti Car-
reron á 50,29, kringlukasti Julve
á 47,50 og 10 km. Moreira á
31:08,8.
Frakkland.
Ágætur árangur hafði
náðst í Frakklandi um
mánaðamótin maí—júní.
í Algier fór fram keppni í 37 stiga
hita (í skugga) og sigraði ungur
piltur að nafni Martin du Gard í
400 m. hlaupi á 50,1. Bénard stökk
l, 90 í hástökki og Breitman náði
4.00 í stangarstökki. Sillon stökk
3,95.
í Rennes vann Mimoun í 3000
m. á lélegum tíma, 8:51,2, og var
óþekktur hlaupari aðeins hárs-
breidd á eftir honum. Á sama móti
stökk Leforestier 7,02 í lang-
stökki og Damitio 1,96 í hástökki.
Camus hljóp á 48,1 í 400 m. og
tugþrautarmaðurinn Heinrich
fekk 46,30 í kringlukasti.
Það má ekki gleyma hinum frá-
bæra árangri Papa Gallo í há-
stökki, 2,03, sem hann náði á móti
í Dakar í Norður-Afríku. Hann er
aðeins tvítugur að aldri og stúd-
ent að menntun.
í vor keppti Ólympíumeistarinn
Alex Jany við tvo sænska sund-
menn, Göran Larsson í 100 jn.
frjálsri aðferð og Per-Olof Östrand
í 400 m. frjálsri aðferð. Jany sigr-
aði Larsson á tímanum 58,0 (Lars-
son 58,8), en tapaði fyrir Östrand,
sem hlaut tímann 4:49,0 (Jany
4:51,0).
Ungfrú Ostermeyer, sú sem
varð tvöfaldur sigurvegari á síð-
ustu Ólympíuleikum, hefur þegar
í ár hlaupið 60 m. á 8,2, stokkið
1,50 í hástökki, varpað kúlu 12,74
og kastað kringlu 41,50.
Franska frjálsíþróttasambandið
hefur ákveðið eftirtaldar lands-
keppnir í frjálsíþróttum í sept.:
Gegn Bretum 9. og 10. í París,
Svíum 16. og 17. í Stokkhólmi,
21.—22. í Osló gegn Norðmönn-
um og loks gegn Finnum 23.—24.
í París. Það verður sannarlega
IÞRÓTTIR
33