Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 4

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 4
JÓHANN BERNHARD: éfurópum eió tcircim ótiJl í (fSrúóóel. 4. Evrópumeistaramótið í frjáls- um íþróttum fer fram í Briissel 23.—27. ágúst næstkomandi. Er- hér um að ræða stærsta íþrótta- mót, sem haldið er í heiminum, að Ólympíuleikunum einum und- anskildum, þátttakendur munu verða um 600 frá yfir 20 þjóðum og áhorfendur tæp 70,000, en fleiri rúmar Heysel-leikvangurinn ekki. Fyrsta Evrópumeistaramótið var haldið í Torino á ítalíu 7.—9. sept. 1934, annað í París 4.—5. sept. 1938, og það þriðja í Osló 22.—25. ágúst 1946. Var það fyrsta Evrópumeistaramótið, sem við Is- lendingar tókum þátt í, sællar minningar. Sendum við þangað 10 þátttakendur, er gátu sér svo góðan orðstír, að frægt er orðið. Gunnar Huseby varð Evrópumeist- ari í kúluvarpi, Finnbjörn Þor- valdsson úrslitamaður í 100 m. hlaupi, Skúli Guðmundsson og Stefán Sörensson nr. 7 í hástökki og þrístökki, og Oliver Steinn átt- undi í langstökki. Hinir keppend- urnir, Óskar Jónsson, Jón Ólafsson, Kjartan Jóhannsson, Jóel Sigurðs- son og Björn Vilmundarson stóðu sig og ágætlega og sem heild vakti íslenzki hópurinn óskipta athygli. Enda þótt framfarir ísl. frjáls- íþróttamanna hafi orðið mjög stór- 4 stígar síðan 1946, er ólíklegt að þátttaka okkar verði meiri en þá — vegna hinna alkunnu gjaldeyr- isvandræða. Auk þess eru nú gerð- ar mun meiri kröfur til íþrótta- mannanna en t. d. á síðustu Ól- ympíuleikum og hefur fram- kvæmdanefnd mótsins þegar á- kveðið lágmarksafrek í nokkrum greinum, sem þátttakendur verða að ná til þess að fá að taka þátt í aðalkeppninni. Lágmarksafrekin eru þessi: íþróttagrein Karlar Konur Kúluvarp ... . . 15,00 m. 12,50 m. Kringlukast .. 47,00 — 39,50 — Spjótkast .. . . 65,00 — 39,50 — Sleggjukast . . 52,00 — Langstökk .. 7,15 — 5,40 — Þrístökk ... . . 14,50 — Stangarstökk . . 4,00 — Hástökk ... .. 1,90— 1,55 — Eins og sjá má af þessu hefur framkvæmdanefndin gengið nokk- uð langt í því að takmarka f jölda þeirra, sem taka þátt í aðalkeppn- inni. Þó hefur hún slegið þann var- nagla, að aldrei skuli færri en 9 keppa, þótt svo margir hafi ekki náð lágmarksárangri. í hlaupum, göngu og boðhlaup- um hefur framkvæmdanefndin ekki ákveðið nein lágmarksafrek, enda er slíkt ekki venja, þar sem IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.